Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 14
14 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18
skilgreiningu sem jafnan hefur verið lögð til grundvallar
við mat á stjórnskipulegu gildi EESsamningsins, jafnframt
því sem reikna má með að í þessu hafi falist áskilnaður um
fullveldi de facto. En fullveldið verður ekki eingöngu skilið
sem lagalegt og stjórnmálafræðilegt hugtak heldur felst
einnig í því sú trú Íslendinga að þeim sé best treystandi
til að stuðla að velferð þjóðarinnar og rækta íslenska
menningu. Fullveldi er þannig í senn birtingarmynd
almannavalds sem og hugmynda Íslendinga um hvernig
því verður beitt í þeirra þágu. Til að skýra þetta aðeins
nánar má sem dæmi nefna að íslenska ríkið hefur í raun
í málum tengdum framkvæmd EESsamningsins borið
fyrir sig fullveldisréttindi sín til að neita einstaklingum,
þ.m.t. launþegum, og aðilum í atvinnurekstri um réttindi
sem þeim ber samkvæmt EESsamningnum, sbr. mál Erlu
Maríu. Réttmætt er að hugleiða hvort eitthvað kunni að
vera gallað við fullveldishugtak sem talið er leiða til þess
að neita beri íslenskum borgurum um réttindi sem þeir
skýrlega eiga samkvæmt þjóðréttarskuldbindingum.
Íslenska ríkið neytir fullveldisréttinda sinna m.a. með
þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, þar með í samstarfi
Evrópuríkja, af frjálsum vilja. Þetta vill gleymast og ekki laust
við að stjórnmálamenn á stundum noti áskilnað um fullveldi
landsins til að ala á tortryggni gagnvart alþjóðlegu samstarfi
og talað er um slíkar skuldbindingar, einkum eins og þær
birtast í EESsamningnum, eins og um sé að ræða yfirgang
og afskipti erlends valds af innanlandsmálum Íslendinga.
Breytir litlu þótt reglurnar í raun færi borgurunum, þ.m.t.
launþegum, og íslenskum aðilum í atvinnurekstri, aðallega
réttindi.
Samskiptin á innri markaðnum lúta reglum sem eiga
sér rætur í samstarfi margra ríkja og sækja í reynd ekki
beina löghelgan sína til þjóðríkisins. Hið fullvalda ríki
er þannig í raun ekki eina uppspretta þess sem kalla
má „stjórnskipulegt“ vald eins og hin hefðbundna
fullveldishugmynd gerir ráð fyrir. Við þær aðstæður má
það heita eðlilegt að gera ráð fyrir alþjóðlegum stofnunum
sem hafa það hlutverk að standa vörð um hin lögvörðu
réttindi sem einstaklingar og lögaðilar kunna að eiga óháð
fullveldi ríkja. Þetta er á vissan hátt til þess fallið að grafa
undan valdi þjóðríkja (ríkisheilda) og mögulega samstöðu
um þá þætti sem venjulega eru taldir tengja saman þjóðir.
Skilningur ráðamanna á fullveldishugtakinu á hverjum
tíma þarf að uppfylla væntingar og kröfur borgaranna
um velferð og vernd réttinda þeirra með aðild að
þjóðréttarsáttmálum og alþjóðlegum stofnunum sem hafa
vald til að taka bindandi ákvarðanir, ef því er að skipta.
Frá sjónarhóli borgaranna, sem byggja rétt sinn og jafnvel
afkomu á að EESreglurnar virki, skiptir mestu að þeir fái
notið réttinda sinna samkvæmt EESreglum. Krafan um
fullveldi íslenska ríkisins er gerð til að standa vörð um
að borgarar þess fái notið sinna réttinda. Ef ekki er unnt
að finna þeirri vernd stoð innan óbreyttrar stjórnarskrár
blasir við að breyta þarf þeirri stjórnarskrá þannig að hinu
fullvalda íslenska ríki sé mögulegt að taka fullan þátt í
EESsamstarfinu og tryggja með því réttindi eigin borgara.
Sjá einnig nánar eftir höfund þessarar greinar:
Fullveldi. Margeygt og margarma kvikvendi. Í ritinu Full-
veldi í 99 ár. Hið íslenska bókmenntafélag 2107.
Fullveldi Íslands í samstarfi Evrópuríkja. Í ritinu Frjálst og
fullvalda ríki 1918-2018. Sögufélag 2018.
Andri Árnason, hrl.
Edda Andradóttir, hrl., LL.M.
Finnur Magnússon, hrl., LL.M.
Halldór Jónsson, hrl.
Lárus L. Blöndal, hrl.
Sigurbjörn Magnússon, hrl.
Simon David Knight, solicitor
Stefán A. Svensson, hrl., LL.M.
Vífill Harðarson, hrl., LL.M.
Borgartúni 26
105 Reykjavík
580 4400
www.juris.is