Lögmannablaðið - 2018, Síða 18

Lögmannablaðið - 2018, Síða 18
18 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 Myndi velja lögmennskuna aftur Ef þú værir að velja í dag, myndirðu velja lögfræðina? „Já, ég hugsa að ég myndi gera það, það er svo gaman að starfa sem lögmaður. Maður mætir í vinnuna og veit í rauninni ekkert hvernig dagurinn verður. Stundum er hann eins og ráðgert var, en svo kemur símtal sem þarf að bregðast við strax, fyrirtækið er að lenda í yfirtöku, eða Samkeppnis­ eftirlitið er mætt í húsleit. Það verða alls konar uppákomur í starfinu og maður fær skrýtin mál í hendurnar, sem því miður er ekki hægt að segja frá í blaði sem er eins vant að virðingu sinni og Lögmannablaðið.“ Þórunn hefur smám saman minnkað við sig vinnu og er nú í 25­30% starfi. Hún hefur selt hlut sinn í lögmannsstofunni LEX, en starfar í ráðum og stjórnum og er m.a. í prófnefnd lögmannanámskeiðanna og varaformaður bankaráðs Seðlabankans. „Ég segi stundum að ég sé í dagvist á LEX, en ég er með skrifstofu þar. Þar er alltaf eitthvað um að vera og alltaf jafn gaman að koma. Ég hef reyndar verið á sama stað í 35 ár og ég hef fylgst með stofunni stækka. Þegar ég byrjaði vorum við 6 lögmenn og núna erum við á milli 40 og 50.“ Aðspurð um hvað sé skemmtilegast við starfið eru það samskiptin við fólk og hún hrósar sínum vinnustað hvað það varðar. „Það er svo skemmtilegt fólk að vinna með mér og vinnustaðurinn hefur alla tíð verið algjörlega frábær. Mér finnst unga fólkið í stéttinni svo klárt og þeim er líka kennt öðruvísi. Hjá okkur voru bara fyrirlestrar í tímum og varla að það mætti spyrja kennarana og það var enginn praktísk kennsla. Mig minnir að það hafi verið tvö raunhæf verkefni öll fimm árin í námi. Ungu lögfræðingarnir sem nú eru að koma til starfa hjá LEX eru bara miklu betur undirbúnir fyrir starfið en við vorum.“ Hverjar voru mestu áskoranirnar í lögmennskunni? „Á tímabili var ég svolítið í hjónaskilnaðarmálum og erfiðustu málin eru forsjárdeilurnar. Þetta eru svo sár mál og mannskepnan verður ljót og grimm þegar hún notar börnin í baráttu við fyrrverandi maka. Svo var alltaf gaman að fást við flókna samningagerð.“ Svaraði tölvupósti á Kenýafjalli Það er eins með lögmennskuna eins og önnur störf að tæknin hefur haft í för með sér miklar breytingar á verklagi. „Þegar ég byrjaði las maður allt inn á diktafón, öll bréf, stefnur og greinargerðir og svo skrifuðu ritarar upp. Eftir það fékk maður efnið til yfirlestrar og leiðrétti og þá var aftur skrifað upp. Nú gerir maður þetta allt sjálfur og aðal breytingin í þessu eins og öðru er tölvuvæðingin.“ Þórunn segir líka að landslagið í lögmennsku hafi breyst og með stærri stofum verði sérhæfingin meiri og eins er meira um að lögmenn vinni saman að verkefnum, eigendur og fulltrúar. „Að vísu fylgja síminn og tölvupósturinn manni hvert sem er. Ég gekk einu sinni á Kenýafjall. Það tekur nokkra daga að ganga á fjallið sem er 5000 metra hátt og þar sat ég og horfði yfir slétturnar og svaraði tölvupósti, sem er auðvitað hálf galið. Það er aldrei stundarfriður en á móti kemur að hér áður fyrr, þegar maður kom úr fríi, þá biðu staflarnir eftir manni. Núna er hægt að afgreiða mál jafn óðum og mér finnst það betra. Maður vandist því bara að vera aldrei í algjöru fríi og það truflaði mig ekki.“ Fyrsti kvenformaður Lögmannafélagsins Þórunn er heiðursfélagi í Lögmannafélagi Íslands og hún var einnig fyrsta konan sem var kosin formaður árið 1995 þegar um 90% félagsmanna voru karlmenn. „Það voru búin að vera mikil átök í félaginu og menn skiptust í tvær fylkingar og fyrir aðalfundinn 1995 var komið að máli við mig og ég beðin um að fara í framboð. Sá sem þá sat sem varaformaður í stjórn átti að vera framboð stjórnar til formanns. Ég ákvað að slá til, hugsaði sem svo að ég myndi þá bara falla með sæmd í kosningum. Þegar leið að fundinum ákvað varaformaðurinn hins vegar að draga framboð sitt til baka og ég var því sjálfkjörin þegar kom að sjálfum aðalfundinum. Á þeim tíma var það kannski ekki svo skrýtið að ég væri fyrsta konan, enda konur fáar í félaginu. Að það skyldu síðan líða yfir 20 ár þar til næsta kona tæki við keflinu er hins vegar undarlegt enda hefur konum fjölgað það mikið í félaginu“. Lét það ekki eftir þeim að sýna viðbrögð Þórunn segist ekki hafa upplifað neikvæða hluti í störfum sínum á borð við þá sem hafa verið ræddir í tengslum við #Metoo­byltinguna en hún man þó eftir einu tilviki í byrjun starfsferils síns þar sem átti aldeilis að taka ungu stelpuna á taugum. „Ég var fulltrúi hjá sýslumanninum í Búðardal sumarið áður en ég fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna. Ég átti sem sýslumannsfulltrúi erindi á „EF ÉG ÆTLAÐI EKKI AÐ SÆTTA MIG VIÐ AÐ VERA LÆGRA LAUNUÐ OG Í LÆGRI STÖÐU EN KARL MENN IRNIR Í KRINGUM MIG, YRÐI ÉG AÐ MENNTA MIG OG ÞAÐ MYNDI EKKI DUGA MÉR AÐ VERA JAFNVEL MENNTUÐ OG KARLARNIR, HELDUR YRÐI ÉG AÐ VERA MEÐ MEIRI OG BETRI MENNTUN.“

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.