Lögmannablaðið - 2018, Side 24

Lögmannablaðið - 2018, Side 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 PENINGA­ ÞVÆTTI KEMUR LÖGMÖNNUM VIÐ Með peningaþvætti er almennt átt við það þegar reynt er að hylja uppruna fjármuna, sem aflað er með refsiverðum hætti, svo fjármunanna virðist hafa verið aflað á lögmætan hátt og nota megi þá í löglegum viðskiptum án grunsemda. Þannig vilja brotamenn sem hagnast hafa t.d. á fíkniefnasölu, ránastarfsemi, vændi, mansali eða fjársvikum finna leiðir til að þvætta hagnaðinn þannig að uppruni hans verði ekki augljós og þeir geti notað hagnaðinn í hefðbundnum viðskiptum í hinu löglega fjármálakerfi. Skilgreiningu hugtaksins er að finna í 1. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 64/2006 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka [Hér eftir pþl]: Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Einnig þegar hann umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutningi ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Verknaðurinn er svo lýstur refsinæmur í 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 [Hér eftir hgl.]. Lögmenn þekki skyldur sínar Peningaþvætti kann helst að varða lögmenn á tvo vegu. Annars vegar þurfa þeir að vera meðvitaðir um hættuna á því að gerast beinlínis sjálfir sekir um peningaþvætti, svo sem með því að taka við greiðslum fyrir veitta lögmannsþjónustu, eða með því að taka við fjármunum í eigu umbjóðanda til varðveislu á fjárvörslureikningi, þegar uppruni fjármunanna er ávinningur af lögbroti skjólstæðings (eða annars aðila). Í þessu samhengi er vert að taka fram að með ávinningi er þó ekki eingöngu vísað til reiðufjár eða annars konar hefðbundinna greiðslumiðla, heldur hvers kyns hagnaðar og eigna, hverju nafni sem nefnast, þ.m.t. skjala sem ætlað er að tryggja rétthafa aðgang að eignum eða öðrum réttindum sem meta má til fjár, fasteigna, bifreiða og listaverka. Með aðstoð við sölu fasteignar, sem umbjóðandi hefur eignast á ólögmætan hátt, gæti lögmaður þannig gerst sekur um peningaþvætti samkvæmt verknaðarlýsingu hgl. (gáleysi dugar til, skv. 4. mgr. 264. gr. hgl., en refsiramminn þrengist verulega frá þeim sem er settur í 1. mgr., vegna ásetningsbrota). Hins vegar verða lögmenn að þekkja þær skyldur sem sérstaklega eru á þá lagðar í peningaþvættislögunum. Lýtur grein þessi einkum að þeim skyldum, auk þess að víkja að þeim breytingum helstum sem gera má ráð fyrir að verði þar á, með nýjum lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, en frumvarp til þeirra hefur verið lagt fram á þingi og ráðgert er að ný lög taki gildi í ársbyrjun 2019. Samkvæmt gildandi lögum, f­lið 1. tl. 1. mgr. 2. gr., falla lögmenn og aðrir lögfræðingar undir gildissvið laganna í þeim tilvikum sem þar eru upp talin, þ.e. annars vegar þegar þeir sjá um eða koma fram fyrir hönd umbjóðanda síns í hvers kyns fjármála- eða fasteignaviðskiptum og hins vegar ALDÍS BJARNADÓTTIR OG ANNA RAGNHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.