Lögmannablaðið - 2018, Side 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18
tilkynningarskyldum aðilum en fyrirhugað er að halda
fundina í janúar 2019.
„Gatekeepers“
Eru ekki örugglega allir lögmenn byrjaðir að skjalfesta
áhættumat á rekstrinum? Nei, kannski ekki. En sú skylda
er lögð á alla tilkynningarskylda aðila með fyrrgreindu
frumvarpi að þeir geri áhættumat á rekstri sínum og
viðskiptum, sbr. 5. gr. frumvarpsins. Einnig er mælt fyrir
að umfang áreiðanleikakönnunar sé byggt á áhættumati
hverju sinni. Þó skal tekið fram að eftirlitsaðilar mega veita
undaþágu frá þessum skyldum, ef sýnt er fram á að tiltekin
starfsemi eða viðskipti séu þess eðlis að áhættuþættir séu
skýrir og þekktir, og viðeigandi ráðstafanir til að draga úr
mögulegri áhættu til staðar. Má því ætla að í.þ.m. stærri
lögmannsstofur muni þurfa að fara í þá vinnu, fljótlega á
nýju ári, að skjalfesta slíkt áhættumat.
Eðli starfsins vegna er hætt við að þjónusta lögmanna sé
misnotuð til að þvætta fjármuni. Að sama skapi eru lögmenn
í kjöraðstöðu til að koma í veg fyrir að það gerist. Af þessum
sökum eru þeir almennt þekktir sem eins konar varðhundar
(e. „gatekeepers“) hvað varðar varnir gegn peningaþvætti
– á sama tíma og þeir eru taldir í áhættumeiri hópi, en
almennt er,þegar kemur að hættu á peningaþvætti. Þannig
er vitað að færst hefur í aukana úti í hinum stóra heimi að
lögmenn veiti ólöglegum viðskiptum skjól með því t.a.m. að
gerast forsvarsmenn fyrirtækja í vafasömum rekstri. Þar sem
með nýjum pþl. er gert ráð fyrir að áreiðanleikakönnun
taki mið af áhættumati á viðskiptavinum mega lögmenn
því eiga von á því að þurfa í einhverjum tilvikum að
undirgangast aukna áreiðanleikakönnun, s.s. svara fleiri
spurningum og leggja fram fleiri gögn, í viðskiptum sínum
við fjármálastofnanir, en áður.
En til hvers að eyða dýrmætum tíma og vinnu í eitthvað sem
skapar engar tekjur? Við gætum nefnt fjölmargar ástæður,
en í XII. kafla frumvarps til nýrra pþl. er að finna ný og
nokkuð ítarleg ákvæði um þvingunarúrræði og viðurlög.
Mælt er m.a. fyrir um dagssektir og stjórnvaldssektir en
sektirnar geta numið frá 500 þúsund kr. til 500 millj. kr. Þá
er gert ráð fyrir að leggja megi stjórnvaldssektir á starfsmenn
tilkynningarskyldra aðila sem geta numið frá 100 þúsund
kr. til 125 millj. kr. Nánar er farið yfir þau atriði sem
eftirlitsaðilar skulu líta til við ákvörðun stjórnvaldssektar en
mikilvægt er að tilkynningarskyldir aðilar, líkt og lögmenn,
séu vel upplýstir um sínar skyldur skv. nýjum pþl. því þessi
breyting verður að teljast fremur umfangsmikil og setja
talsverða ábyrgð á herðar lögmönnum. Því er ljóst að einna
mikilvægasta verkefnið, sem framundan er, verður að fræða
starfsmenn reglulega um þessar skyldur. Skyldur sem, þegar
öllu er á botninn hvolft, falla vel að því hlutverki lögmanna
að vera þjónar réttlætis – ekki eingöngu eigin umbjóðenda,
heldur samfélagsins alls.
Höfundar eru staðgenglar ábyrgðarmanns aðgerða gegn
peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hjá Íslands
banka hf.
Lúðvík Emil Kaaber
Lögfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi í íslensku og ensku
Klukkulandi, 471 Þingeyri
Löng reynsla af þýðingum á réttarskjölum, samningum og greinargerðum fyrir lögmenn,
fyrirtæki og opinberar stofnanir. Lögfræðimenntun og reynsla af lögmannstörfum.
Sími 861 8304. Netfang: lucius@simnet.is
Vakin er athygli á breyttu netfangi og viðbótarsímanúmeri eftir 1. janúar:
Símar 553 3389 og 861 8304. Netfang: lucius@smart.is