Lögmannablaðið - 2018, Side 30
30 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18
Það var létt yfir eigendum Sóknar lögmannsstofu þegar
Lögmannablaðið tók á þeim hús. Starfsmenn stofunnar
eru fjórir og er Eva Dís jafnframt framkvæmdastjóri. Auk
fyrrnefndra lögmanna er þar lykilstarfsmaður hverrar stofu;
skrifstofustjórinn sem að auki gegnir stöðu innheimtustjóra
og aðstoðarmanns lögmanns. ,,Við stofnuðum Sókn
lögmanns stofu árið 2010 en höfðum áður starfað saman
hér á Egilstöðum undir merkjum annarrar stofu sem hafði
starfsstöðvar á nokkrum stöðum á landinu. Síðan þá höfum
við átt farsælt samstarf og reksturinn gengið vel,“ segir
Hilmar Gunnlaugsson aðspurður um upphaf samstarfsins.
,,Ég hef verið starfandi lögmaður hér á Egilsstöðum síðan
árið 1998 en við þrjú höfum starfað saman allt síðan í
ársbyrjun 2004“ .
Öll hafa þau víðtæka reynslu af hinum ýmsu sviðum lögfræð
innar og eru sveitarfélögin á Austurlandi, Vestur landi og
víðar meðal viðskiptavina stofunnar auk stéttarfélaga og
annarra félaga enda sveitarstjórnarréttur, eignaréttar og
fasteignamál, félagaréttur og mál er varða fjármálafyrirtæki
og vinnuréttur meðal sérsviða lögmannastofunnar. Auk
þess hafa þau unnið allnokkuð fyrir landeigendur og ýmis
fyrirtæki. Eva: ,,Vitanlega er innbyrðis sérhæfing hérna
innan stofunnar, Hilmar er sérfræðingur í orkurétti og Jón
einnig, og ég er til að mynda mikið í vinnuréttarmálum.“
Nú blasir við að mun færri lögmenn starfa á þeirra svæði
auk þess sem samfélagið er smærra og því nándin meiri.
Því er eðlilegt að spyrja þau hvaða áhrif sú staðreynd hafi
og hvort þau telji starfsskilyrði lögmanna sem starfa á
landsbyggðinni eitthvað frábrugðin því sem við þekkjum
sem störfum á höfuðborgarsvæðinu:
Eva: ,,Í reynd er starfssvæðið mun stærra og tel ég 30
40% okkar vinnu utan þessa svæðis, við erum því tölu
vert í Reykjavík og sinnum ákveðnum verkefnum s.s.
nefndarstörfum og öðru sem oft má leysa með fjar fundar
búnaði“. Svo hagsmunaárekstrar eru kannski ekki tíðir? Eva:
,,Það getur vissulega oft komið upp, við erum til að mynda
að vinna fyrir stóra aðila, fyrirtæki og stéttarfélög, svo það
segir sig sjálft að ef upp kemur gjaldþrot af stærri gráðu
erum við oft vanhæf til að sinna skiptastjórn vegna fyrri
aðkomu okkar að málefnum viðkomandi. Við tilkynnum
vitanlega viðskiptavinum okkar, t.d. sem eru í atvinnurekstri,
strax ef við getum ekki sinnt hagsmunagæslu þeirra vegna
hugsanlegrar fyrri aðkomu, sem hefur einkum komið upp
í vinnuréttarmálum.“ Jón: ,,Þetta er alltaf ákvörðun í hvert
AÐGENGI AÐ LÖGMÖNNUM Í
HEIMABYGGÐ MIKILVÆGT
Sunnan við Lagarfljót hafa þrír
lögmenn rekið lögmannsstofuna
SÓKN allt frá árinu 2010. Starfstöðin
er á Egilsstöðum en stofnendur
stofunnar og eigendur eru
hæstaréttarlögmennirnir Hilmar
Gunnlaugsson, Eva Dís Pálmadóttir
og Jón Jónsson. Lögmannablaðið fór
í húsvitjun á dögunum þar sem
lögmenn stofunnar sátu fyrir svörum
um starfsskilyrði ,,dreifbýlis-
lögmanna“.
KATRÍN SMÁRI ÓLAFSDÓTTIR LÖGMAÐUR