Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 31

Lögmannablaðið - 2018, Qupperneq 31
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 31 ÞANNIG LÍÐA STUNDUM ALLT AÐ FIMM VIKUR Á MILLI REGLULEGRA DÓMÞINGA, SEM GETUR SKAPAÐ SÉRSTAKA STÖÐU. sinn og ræðst af mörgum þáttum, sem dæmi má nefna hvort um er að ræða umbjóðanda sem við höfum unnið fyrir um árabil andspænis öðrum sem er að leita til okkar í fyrsta sinn, en þetta verður bara að meta faglega í hvert sinn.“ Eva bætir því svo við að á Egilsstöðum séu í reynd óvenju margir lögmenn starfandi í ljósi stærðar, samanborið við aðra þéttbýlisstaði á landsbyggðinni. Á miðausturlandi séu til að mynda sex starfandi lögmenn, á Ísafirði séu það 1­2 lögmenn, einn á Sauðárkróki og sömuleiðis á Blönduósi. Þau eru á einu máli um að reynslan sýni að það að hafa aðgengi að lögmönnum í heimabyggð skipti bersýnilega miklu máli svo fólk leiti réttar síns og sæki hann. Lögðu faxtækinu 2010 En hverjar skyldu vera helstu áskoranir utanbæjarlögmanna sem þeir sem starfa á mölinni gera sér ekki endilega grein fyrir? Hver er ykkar reynsla af þjónustu dómstólanna á höfuð­ borgar svæðinu og annarra stjórnsýslustofnana sem eru eingöngu með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og samskiptin almennt, einkum í ljósi þess hve vegalengdir eru miklar? ,,Öll samskipti hafa gengið vel í gegnum tíðina, og ber sérstaklega að hrósa Landsrétti fyrir lipurð og einkum nýtingu dómstólsins á rafpósti, sem hefur sýnt sig að er ágætis tækni,“ bætir Jón við og kímir. ,,Við höfum ekki, enn sem komið er, þurft að mæta suður í undirbúningsþinghöld og afhending stefnu til útgáfu er möguleg í gegnum tölvupóst.“ Það er sem kunnugt er misjafnt milli embætta hversu notkun tækni er langt komin og aðspurð kveðjast þau hafa lagt faxtækinu endanlega árið 2010. Þó nefna þau, að þau finni óneitanlega öll verulega fyrir hinum styttu kæru­ og áfrýjunarfrestum, sérstaklega í ljósi fækkunar reglulegra dómþinga þar fyrir austan sem og víðar á landsbyggðinni. Í dæmaskyni er nefnt að upp geti komið sú staða að dómur er kveðinn upp heima í héraði á miðvikudegi fyrir páska eða önnur dómsathöfn sem til álita kemur að kæra, og þá gefur augaleið að tíminn getur verið ansi fljótur að fara. Sama gildi um mánaðarfrestinn til áfrýjunar sem og til afhendingar greinargerðar og ágrips. Jón telur að mögulega hafi verið farið aðeins of bratt í það að stytta þessa fresti, þegar horft er til praktískra atriða. Undir sömu sjónarmið taka Eva Dís og Hilmar og bendir Eva einnig á í þessu sambandi að stjórnir og fyrirsvarsmenn stærri aðila hittist oft ekki nema með nokkru millibili Hæstaréttarlögmennirnir Jón Jónsson, Hilmar Gunnlaugsson og Eva Dís Pálmadóttir.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.