Lögmannablaðið - 2018, Side 32

Lögmannablaðið - 2018, Side 32
32 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 og fundir sveitarfélaga séu jafnvel á nokkurra mánaða fresti. ,,Það getur orðið ansi knappt fyrir umbjóðandann, einkum þegar um er að ræða slíka stærri aðila með mörgum stjórnarmönnum eða fjölskipuð stjórnvöld, að þurfa að kynna sér niðurstöður dóma, öll gögn og taka ákvörðun um áfrýjun eða kæru á svo skömmum tíma. Svo ekki sé talað um þá vinnu sem þá fyrst getur farið í hönd hjá lögmönnunum,“ segir Jón og tekur í sama streng. Lögmannafélag Reykjavíkur? Hér áður fyrr heyrðist því fleygt að réttnefni félagsins væri Lögmannafélag Reykjavíkur, hver er upplifun ykkar af þjónustu félagsins og tilliti til ,,landsbyggðarlögmanna“, gætuð þið tekið undir þetta? Jón: ,,Nei, það myndi ég nú alls ekki segja og ber að taka það fram að öll samskipti við starfsmenn félagsins eru og hafa verið algerlega til fyrirmyndar“. Hilmar og Eva taka undir það og kveðjast ennfremur öll hafa nýtt sér að sækja námskeið á vegum félagsins í gegnum fjarfundabúnað eftir að boðið var upp á þann kost, sem hafi verið mikil bót. En hvað um hagsmunagæslu gagnvart félagsmönnum? ,,Fókusinn er, kannski óhjákvæmilega á starfsumhverfi lögmanna á höfuðborgarsvæðinu“ segir Jón. Þau benda á að lögmenn úti á landi séu ekki í framvarðasveit lögmanna­ félagsins og því kveiki menn ekki alltaf endilega á þeim atriðum sem snúa að álitaefnum sem varða landsbyggðina verulegu, án þess að vera bent sérstaklega á það, þar sem lögmenn í Reykjavík upplifi þetta ekki af eigin raun. ,,Því verður ekki neitað að við erum að upplifa skerðingu á þjónustu, sem mætti einfaldlega leysa með skynsamlegum hætti“. Veigamikið atriði er til að mynda fækkun reglulegra dómþinga á landsbyggðinni, sem áður var vikið að, en á Austurlandi hefur þingdögum verið fækkað niður í einn á mánuði, líkt og víðar. ,,Þannig líða stundum allt að fimm vikur á milli reglulegra dómþinga, sem getur skapað sér­ staka stöðu. Nú er frestur til að skila frávísunargreinargerð til dæmis fjórar vikur, þá verður að halda aukaþing til að unnt sé að leggja slíka greinargerð fram. Við sjáum ekki alltaf vinnusparnaðinn sem í þessu á að felast.“ Einnig nefna þau að það geti verið bagalegt að þurfa jafnvel að bíða í fimm vikur með að þingfesta mál og eins ef fallist er á frestbeiðni lögmanns gagnaðila þá er í reynd verið að veita heilan mánuð í viðbótarfrest. Þau nefna að þeim sé reyndar ekki kunnugt um hvernig málum sé háttað, hvort dómstólasýslan eða aðrir beri slík atriði undir LMFÍ eða óski umsagnar. Þau hafa átt frumkvæði að því að stíga fram og koma með ábendingar um skynsamlegar lausnir. Aðspurð verði þau að játa að lítið frumkvæði hafi komið frá LMFÍ eða að óskað sé álits að fyrra bragði. ,,Á hinn bóginn hefur öllum ábendingum okkar verið afar vel tekið af lögmannafélaginu í gegnum tíðina, bæði hugmyndum og tillögum að lausnum,“ segir Jón. Eru þau öll á sama máli um að svo hafi verið og eru sannfærð um að samráð og samstarf muni eingöngu koma til með að aukast í framtíðinni. Þá eru þau bjartsýn á að helstu stofnanir og aðilar muni í auknum mæli tileinka sér þá margvíslegu tækni og hagnýtar lausnir sem sífellt eru í þróun og þá sem nú þegar er fyrir hendi. Að endingu var einboðið að spyrja Hilmar út í Áorku, en hann var sem kunnugt er driffjöðrin og annar stofnanda félagsins ásamt Baldri Dýrfjörð. Félagið var sett á laggirnar síðastliðið vor og er deild innan lögfræðingafélagsins, en hvernig kom þetta til? ,, Hugmyndin kviknaði þegar ég var erlendis í framhaldsnámi í orkurétti. Prófessorarnir mínir ytra voru formenn sambærilegra félaga í Danmörku annars vegar og Hollandi hins vegar. Í náminu og í gegnum þá kynntist ég slíkri starfsemi, en hliðstæð félög hafa verið starfrækt á hinum Norðurlöndunum. Þeir stungu að mér að stofna slíkt félag hér á Íslandi sem og við gerðum. Þetta er hugsað sem vettvangur eða félag áhugafólks um orkurétt og var stofnað á vormánuðum.“ Þess má geta að yfir 60 manns skráðu sig fljótlega í félagið og því ljóst að mikill áhugi er meðal íslenskra lögfræðinga á málefninu, enda nærtækt hérlendis. Þá voru þremenningarnir æðrulaus þegar talið barst að vandkvæðum sem skapast gætu við samgöngur vegna veður­ fars og þau beðin um hrakningasögur ,,úr sveitinni“: ,,Það hefur oft komið fyrir að maður sitji fastur á Fjarðar heiði í nokkra tíma í bílnum á leið til uppboðs, aðalatriðið er að láta ekkert koma sér á óvart.“ Þá mun það ekkert einsdæmi að skottúr í fyrirtöku til Akureyrar vindi upp á sig og endi með tveggja daga ferðalagi og jafnvel heimflugi í gegnum Reykjavík. ,,Okkur finnst þetta ekkert mál – við gerum einfaldlega alltaf ráð fyrir því við brottför að veðrið geti sett strik í reikninginn, maður bara býr sig vel og tekur alltaf með sér tölvuna vitanlega og gögn til að nýta tímann.“

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.