Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 Þegar rætt er um siðareglur í réttarkerfinu og samskipti innan þess er kastljósinu langoftast beint að lögmönnum. Framkoma lögmanna er reglulega til umfjöllunar hjá dómstólum og fjölmiðlum. Það er eðlilegt enda gegna lögmenn hlutverki í samfélaginu sem er þess eðlis að þeir taka oft þátt í málum sem eru áberandi í þjóðfélags- umræðunni og tengjast miklum hagsmunum. Er því rétt að gera kröfur til lögmanna um háttvísi gagnvart öðrum lögmönnum, gagnaðilum, dómurum og jafnvel eigin skjólstæðingum. Hlutverk dómara í samfélaginu er að sama skapi (og kannski enn frekar) gríðarlega mikilvægt. Hér er ætlunin að velta því upp hvort framkoma og hegðun dómara ætti að vera meira til umfjöllunar. Samskipti dómara við lögmenn og aðra sem koma að dómsmálum eru nánast aldrei rædd opinberlega. Spyrja má hvort sömu kröfur séu gerðar til háttvísi dómara og lögmanna í samskiptum sín á milli; og ef ekki, hver sé ástæðan fyrir því. Tveir nýir dómar Tveir nýlegir dómar sýna mögulega hvernig tekið er mismunandi á háttsemi lögmanna og dómara eftir því hvor stéttin á í hlut. Annars vegar mál þar sem dómari (dómstjóri) hafnaði flýtimeðferðarbeiðni á þeirri forsendu að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með beiðninni. Lögmaður aðilans leit svo á að með þessari afgreiðslu málsins hefi dómstjórinn brotið gegn samkomulagi sem hann taldi sig hafa gert við dómara um gagnaframlagningu. Í kjölfarið sendi lögmaðurinn tölvupóst á dómara og lýsti þar óánægju sinni og að hann teldi að niðurstaða dómarans væri „furðuleg og reyndar eins og högg undir beltisstað“. Þá sagðist lögmaðurinn ekki muna eftir „slíkri framgöngu embættismanns eða dómara á starfsævi sinni sem spannaði hálfa öld [...] vonandi sefur þú vel næstu nótt“. Dómarinn svaraði með tölvupósti þar sem hann hafnaði tilurð samkomulagsins en kvaðst að öðru leyti ekki hirða um ávirðingarnar. Lögmaðurinn sendi þá annan tölvupóst þar sem hann sagðist finna hjá sér þörf fyrir að ljúka þessum óskemmtilegu samskiptum við dómstjórann, mann sem hann hefði „jafnan talið að væri þokkalega heiðarlegur maður með sæmilegt jarðsamband.“ Lögmaðurinn teldi að í ljósi samskipta hans við dómarann í aðdraganda þess að beiðnin var lögð fram hefðu allir venjulegir menn tekið upp símann og gert viðvart „en ekki þú hinn mikli dómstjóri! Svo sendir þú mér í þokkabót svar sem er fullt af hroka og yfirlæti. Ef satt skal segja þá kenni ég í brjósti um þig. Menn sem koma svona fram eru að mínum dómi varla í góðu jafnvægi. Ég mun núna eftir helgina senda að nýju óskina um flýtimeðferð, þó ekki væri til annars en að skemmta þér í yfirlæti þínu.“ Lögmaðurinn sendi nýja beiðni sem var hafnað og í framhaldinu sendi lögmaðurinn enn póst til dómarans þar sem hann sagði meðal annars að dómarinn ætti að láta af hroka og yfirlæti sem svo mjög hefði einkennt afgreiðslu hans í málinu, það DANÍEL ISEBARN ÁGÚSTSSON LÖGMAÐUR SAMSKIPTI DÓMARA OG LÖGMANNA Þótt samskipti dómara við lögmenn séu í flestum tilvikum góð þá eru bæði dómarar og lögmenn manneskjur sem eru mistækar alveg eins og allir aðrir. Líklega hafa flestir lögmenn, allavega þeir sem komnir eru til ára sinna, lent í því að dómarar hafi sýnt þeim ókurteisi eða óbilgirni. Það sama má örugglega segja um dómara sem flestir kunna væntanlega sögur um ókurteisa og freka lögmenn.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.