Lögmannablaðið - 2019, Page 19

Lögmannablaðið - 2019, Page 19
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 19 fyrir eða orðið vitni að einelti. Vert er að hafa í huga að slíkt hátterni getur í sumum tilvikum verið refsivert, en er í öllum tilvikum siðferðislega ámælisvert. Eftir því sem best er vitað eru ekki til sambærilegar kannanir innan starfsstétta hér á landi og því erfitt að segja til um hvar lögmenn standa í samanburði við aðrar stéttir. Hægt er þó að líta til Alþjóðasambands lögmannafélaga (e. International Bar Association, IBA) sem gerði sambærilega könnun árið 2018 en sú könnun var þó öllu viðameiri en sú sem hér hefur verið lýst. Könnun IBA náði til tæplega 7.000 félagsmanna í 135 löndum. Helstu niðurstöður þeirrar könnunar voru jafnvel enn alvarlegri en að framan er lýst. Í niðurstöðukafla þeirrar könnunar segir meðal annars: The shoemaker’s son, according to the proverb, often goes barefoot. And so it is that the legal profession – predicated on upholding the law, maintaining the highest ethical standards and advising other professions on doing the same – is rife with bullying and sexual harassment. Such conduct is illegal in many jurisdictions, contrary to professional obligations, and immoral. Yet, as highlighted by this global survey – the largest of its kind – bullying and sexual harassment affect a significant portion of the legal workforce. From overbearing supervision to physical violence, and from sexist slurs to sexual assault, the nature of the conduct varies widely. But these incidents are unified by a single factor: such conduct is unacceptable in the modern legal workplace.1 Vinnuhópurinn tekur undir þessi ummæli vinnuhóps IBA. Vinnuhópnum var af hálfu stjórnar Lögmannafélagsins falið að leggja fyrir félagsmenn fyrrgreinda skoðanakönnun og vinna úr niðurstöðunum og eftir þörfum gera tillögur um nauðsynlegar breytingar t.a.m. á lögmannalögum og eftir atvikum siðareglum lögmanna. Einnig að skoða gerð tillagna um leiðbeiningar til vinnuveitenda um hvernig bregðast skuli við meintum brotum og úrræði sem stæðu þolendum til boða. Unnið er að gerð skýrslu af hálfu hópsins sem væntanlega verður skilað til stjórnar LMFÍ á nýju ári. f.h. vinnuhóps LMFÍ Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður 1 https://www.telegraph.co.uk/news/2019/05/15/lawyers-risk-hypocrisy-metoo-scandal-third-women-profession/ Sjá má könnunina í heild sinni á heimasíðu Lögmannafélags Íslands www.lmfi.is.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.