Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 21
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 21 flutt. Þess ber að geta að í undantekningartilvikum er málflutningur í almennri deild (Chambers stigi) og hefur það einu sinni gerst í máli er varðar íslenska ríkið. Dómi undirdeildar má reyna að skjóta til yfirdeildar og gangi málið þangað er almennt munnlegur málflutningur. Þegar dómstóllinn tilkynnir aðilum að mál verði munnlega flutt sendir hann þeim um leið spurningar en þá opnast málið upp á nýtt þannig að Grand Chamber getur tekið málið fyrir á öðrum forsendum. Í kjölfarið ber aðilum að skila enn einni greinargerðinni en til viðbótar þarf að undirbúa málflutninginn. Fanney segir að þau hafi öll fjögur í teyminu unnið að undirbúningnum og mikill tími hafi farið í hann. Fyrir málflutninginn hafi forseti réttarins boðað málflytjendur á skrifstofu forsetans, þar sem hann hafi heilsað upp á þau og farið stuttlega yfir skipulag málflutningsins. Stemningin í þeirri heimsókn hafi verið svipuð því þegar forseti Hæstaréttar hafi kallað hana á fund að loknum prófmálum. Dómsalurinn sjálfur hafi svo verið þétt setinn af frönskum dómurum og rússneskum lögfræðingum sem voru mættir til þess að fylgjast með og kynna sér dómstólinn. Auk þess sitja dómarar til viðbótar í salnum sem varamenn ef eitthvað kemur upp á hjá dómurunum sem sátu málið. Þeir geta þá tekið þátt í dómi enda hafa þeir þá setið allan málflutninginn. Fanney hóf störf á Mörkinni lögmannsstofu að loknu laganámi, þar sem hún starfaði í þrjú ár. Hún segir að það hafi því verið nokkuð skrítið að sjá Gest Jónsson og Ragnar Hall sitja í salnum þegar hún var þangað komin til þess að flytja mál ríkisins gegn þeim persónulega. Þeir hafi þó verið mjög léttir og sýnt því skilning. Dómsalurinn er töluvert minni en hann virðist á upptökum og það kom Fanneyju á óvart hversu nálægt dómur unum lögmenn standa í málflutningnum. Þá er allur mál flutn- ingur fyrir yfirdeildinni tekinn upp í hljóði og mynd og er aðgengilegur á heimasíðu dómstólsins. Fanney segir það hafa truflað örlítið í fyrstu enda séu íslenskir málflytjendur ekki vanir því. Ræðutími var takmarkaður við þrjátíu FANNEY SEGIR AÐ ÁLAG Í ÞESSUM MÁLAFLOKKI HAFI AUKIST VERULEGA HIN SÍÐARI ÁR. HÚN LÝSIR FERLINU ÞANNIG AÐ KÆRUR ÞURFI AÐ KOMAST Í GEGNUM „FYRSTU SÍU“ DÓMSTÓLSINS ÁÐUR EN DÓMSTÓLLINN ÓSKAR EFTIR ATHUGASEMDUM FRÁ RÍKINU. Guðrún Sesselja Arnardóttir, Fanney Rós Þorsteinsdóttir, María Thejll og Einar Karl Hallvarðsson að loknum málflutningi.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.