Lögmannablaðið - 2019, Page 33

Lögmannablaðið - 2019, Page 33
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 33 sinn sýndi hæfileika sína sem gamanleikari í stuttmynd sem sýnd var á árshátíð okkar fyrir allmörgum árum. Þennan leik endurtók hann síðan árlega og eftirá að hyggja held ég að grínið hjá honum hafi falist í því að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér. Karakterinn sem hann lék hét bara Hákon. Að leiðarlokum vil ég þakka Hákoni samfylgdina. Stærsta sameiginlega samverustund okkar var er við stóðum sem svaramenn í brúðkaupi dóttur minnar og sonar hans árið 2010. Saman eigum við þrjá afastráka sem eiga eftir að sakna afa Hákonar eins og við öll. Blessuð sé minning málflytjandans Hákonar Árnasonar. Árni Vilhjálmsson Hákon Árnason hæstaréttarlögmaður lést hinn 24. október sl. Hákon fæddist hinn 5. júní 1939 og var því 80 ára er hann lést. Hann sat í stjórn Lögmannafélags Íslands 1977-1979 og 1986-1989, þar af sem formaður 1988-1989. Hákon naut ávallt mikillar virðingar innan félagsins og var kjörinn heiðursfélagi Lögmannafélags Íslands árið 2011. Þá var hann góð fyrirmynd annarra lögmanna, jafnt í lögmannsstörfum sínum sem og í góðum lögmannsháttum. Hákon Árnason átti langan og glæsilegan starfsferil og þótti einn af allra bestu málflytjendum hér á landi síðustu áratugina. Lögmannafélag Íslands þakkar samfylgdina í gegnum árin og sendir sínar innilegustu samúðarkveðjur til eiginkonu, barna og barnabarna. Blessuð sé minning Hákonar Árnasonar. F.h. Lögmannafélags Íslands Berglind Svavarsdóttir HINSTA KVEÐJA Ásar – þýðingar og túlkun slf Eftirfarandi þýðendur og túlkar starfa innan vébanda Ása – þýðinga og túlkunar slf: Ellen Ingvadóttir, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Bjarni Gunnarsson, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Niels Rask Vendelbjerg, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Jóhann Guðnason, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi Matthías M. Kristiansen, þýðandi Gísli S. Ásgeirsson, þýðandi Almennar og löggiltar þýðingar, dóm- og ráðstefnutúlkun, textaráðgjöf. Ásar – þýðingar og túlkun slf » Skipholti 50b » sími: 562-6588 » netf: ellening@simnet.is Gleðileg jól

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.