Lögmannablaðið - 2019, Page 11

Lögmannablaðið - 2019, Page 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 11 í úrskurði nefndarinnar í máli nr. 26/2017, að frádregnum innborgunum. Gerðu kærendur aukinheldur þá kröfu „að nefndin úrskurði með aðfararhæfum hætti um greiðsluskyldu [kærða]“. Lauk málinu með úrskurði nefndarinnar, á þann veg að kærði skyldi greiða félagi lögmannsins (sem gefið hafði út hinn umþrætta reikning) fjárhæð sem svaraði til þess endurgjalds sem ákveðið var með úrskurði í máli nefndarinnar nr. 26/2017, að frádreginni innborgun kærða. Af framangreindum úrskurði og þeirri framkvæmd úrskurðarnefndarinnar sem áður var vikið að, leiðir sú áminning fyrir lögmenn, að vilji þeir nýta sér heimild 6. mgr. 28. gr. laga um lögmenn, um fullnustuhæfi úrskurða úrskurðarnefndar, er mikilvægt að þeir hugi sjálfir að því að leggja erindi fyrir úrskurðarnefnd. Hvorki virðist nægjanlegt í þeim efnum að umbjóðandi lögmanns hafi vísað máli til nefndarinnar né að lögmaður geri grein fyrir kröfu í greinargerð eða skriflegum athugasemdum við kæru til nefndarinnar. Fyrir slíkum málatilbúnaði er ekki heimild. Rétt að vekja athygli á því, að heimild til þess að bera mál undir úrskurðarnefndina samkvæmt 1. mgr. 26. gr. lögmannalaga, er bundin því skilyrði að ágreiningur sé um rétt lögmanns til endurgjalds eða um fjárhæð þess endurgjalds. Ekki virðist nægjanlegt að krafa lögmanns fáist ekki greidd. Þá er áskilið að erindi vegna þessa sé vísað til nefndarinnar áður en eitt ár er liðið frá því að kostur var á að koma því á framfæri. L’OR LUCENTE HYLKJAVÉL Nýlagað kaffi í hverjum bolla L’ or Lucente er fullkomin fyrir smærri fyrirtæki, skrifstofur og fundarherbergi. Vélin er fallega hönnuð og auðveld í notkun. Ætluð fyrir 10-25 manns. Vertu með kaffið í áskrift og þú færð vélina lánaða endurgjaldslaust. Kannaðu málið hjá Fyrirtækjaþjónustu Ölgerðarinnar í síma 412 8100 eða í vefverslun.olgerdin.is

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.