Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 17

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 17
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 17 LÖGMENN OG #METOO Í öðru lagi var spurt um kynbundna áreitni, sem er hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að miðsbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi. Það voru 28,8% sem svöruðu spurningunni játandi um hvort þeir/þær hefðu upplifað slíka hegðun eða orðið vitni að slíkri hegðun í starfi sínu sem lögmaður. Af þeim höfðu 86% ekki sagt neinum frá. Í þriðja lagi var spurt um kynferðisleg áreitni, sem er hvers kyns hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegrar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið munnleg, táknræn eða líkamleg. Það voru 22,28% sem svöruðu spurningunni játandi um hvort þeir/þær hefðu orðið fyrir eða orðið vitni að slíkri hegðun í starfi sínu sem lögmaður, og voru já-svarendur bæði karlar og konur en konur þó ívið fleiri. Af þeim sem svöruðu játandi höfðu 80,5% ekki sagt neinum frá áreitinu. Í fjórða lagi var spurt um einelti, sem er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða valda honum ótta. Skoðanaágreiningur t.d. vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Það voru 26% sem svöruðu spurningunni játandi. Af þeim höfðu 68% ekki sagt neinum frá eineltinu. Það er álit vinnuhópsins að niðurstaða könnunarinnar sé alvarlegt umhugsunarefni fyrir lögmenn. Hópurinn telur það með öllu óásættanlegt að tæplega þriðjungur lögmanna hafi orðið fyrir eða orðið vitni að kynbundinni áreitni á vinnustað sínum og tæplega fjórðungur hafi orðið fyrir eða orðið vitni að kynferðislegri áreitni. Það er einnig óásættanlegt að ríflega fjórðungur lögmanna hafi orðið HÓPURINN TELUR ÞAÐ MEÐ ÖLLU ÓÁSÆTTANLEGT AÐ TÆPLEGA ÞRIÐJUNGUR LÖGMANNA HAFI ORÐIÐ FYRIR EÐA ORÐIÐ VITNI AÐ KYNBUNDINNI ÁREITNI Á VINNUSTAÐ SÍNUM OG TÆPLEGA FJÓRÐUNGUR HAFI ORÐIÐ FYRIR EÐA ORÐIÐ VITNI AÐ KYNFERÐISLEGRI ÁREITNI.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.