Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 34

Lögmannablaðið - 2019, Blaðsíða 34
34 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 ER FJÖLDI DÓMA MDE Í MÁLUM GEGN ÍSLANDI ÁHYGGJUEFNI? Til þess að ræða þetta stóðu Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands fyrir hádegisverðarfundi um efnið þann 13. nóvember sl. Fanney Birna Jónsdóttir lögfræðingur og blaðamaður stýrði fundinum og Reimar Pétursson lögmaður og Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari voru með framsöguerindi. Hlutverk Mannréttindadómstólsins Reimar Pétursson tók fyrstur til máls og sagði vernd mannréttinda í nútímasamfélagi oft vera vandasama og ekki síst fyrir dómstóla. Hlutverk dómstóla sé að gæta þess að ekki sé gengið um of á rétt einstaklingsins í þágu heildarinnar. Niðurstaðan um hvað séu mannréttindi ræðst af vísireglum sem mæla fyrir um að gæta skuli réttlætis við meðferð mála og að frelsi einstaklingsins sé ekki heft umfram það sem nauðsyn krefur í lýðræðislegu samfélagi. Oft er deilt um hvernig eigi að beita þessum matskenndu vísireglum en Mannréttindadómstóllinn hefur það hlutverk að skýra reglurnar og eiga lokaorðið. Störf MDE séu mikilvæg og brýn en þrátt fyrir það er vinsælt í okkar samfélagi að gagnrýna dómstólinn og tala hann niður. Gagnrýnin beinist þá fyrst og fremst að því þegar áherslubreytingar og leiðréttingar eiga sér stað hjá dómstólnum. Breytingar og leiðréttingar eru hins vegar fullkomlega eðlilegar að mati Reimars og hluti af eðli dómsstarfsins. Verkaskipting milli löggjafans og dómsvaldsins Reimar sagði að áður fyrr hafi verið lagt til grundvallar að íslensk lög tryggi þau réttindi sem koma fram í Mannréttindasáttmálanum. Slík viðhorf eigi hins vegar ekki við í dag. Íslensk löggjöf sé flókin og umfangsmikil og engin trygging fyrir því að hún samrýmist MDE í öllum tilvikum. Þessi viðhorf lifi þó mögulega að vissu leyti enn. Til séu dæmi þar sem íslenskir dómstólar virðast nánast gagnálykta frá settum lögum á þann veg að hafi löggjafinn ekki mælt fyrir um tilskilin mannréttindi í lagatexta að þá séu þau ekki til. Þetta sé óheppilegt og geti leitt til þess að mannréttindi séu kerfisbundið skilgreind ríkinu í hag og einstaklingnum í óhag, sem geti svo aftur leitt af sér mikinn fjölda kvartana til MDE. Sé stuðst við þetta verði afleiðingin sú að löggjafinn skilgreini mannréttindi en ekki dómstólar. Reimar sagði þessa sýn um hlutverk dómsvaldsins óhóflega þrönga. Í nútímasamfélagi sé það óraunhæft að ætla löggjafanum að skilgreina þetta í öllum tilvikum. Það muni alltaf koma upp deilumál um hvernig eigi að skilgreina mannréttindi. Löggjafinn eigi ekki að skera úr slíkum deilumálum heldur dómsvaldið. Dómstólar geta ekki vísað deilumálum til löggjafans, heldur verða þeir að skera úr. Að öðrum kosti verður mannréttindavernd síður raunhæf. DÓMAR MANNRÉTTINDADÓMSTÓLS EVRÓPU GEGN ÍSLANDI HAFA VERIÐ Í SVIÐSLJÓSINU OG UNDANFARIN MISSERI HEFUR ÞAÐ VAKIÐ ATHYGLI HVERSU MARGAR KÆRUR BERAST FRÁ ÍSLANDI ENDA ER NÚ SVO KOMIÐ AÐ DÓMSTÓLNUM MUN BERAST FLEIRI KÆRUR FRÁ ÍSLANDI Í ÁR EN FRÁ ÖLLUM HINUM NORÐURLÖNDUNUM

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.