Lögmannablaðið - 2019, Side 25

Lögmannablaðið - 2019, Side 25
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/19 25 Geir telur að ef dómur undirdeildar MDE stæði óhaggaður, þá gætu aðildarríki nýtt hann sem fordæmi fyrir því að réttlæta algera sviptingu mannréttinda sakborninga á fyrsta dómstigi og í miklu alvarlegri sakamálum en þeim sem varða réttarfarssektir lögmanna: „Ef dómur undirdeildarinnar væri staðfestur myndi það grafa með alvarlegum hætti undan réttindum sakborninga, a.m.k. á fyrsta dómsstigi, í aðildarríkjum sáttmálans. Þannig að ég held að málið gæti haft grundvallaráhrif á vernd mannréttinda í Evrópu, a.m.k. eins og ég sé það“. Hann tekur þó fram að yfirdeildin gæti auðvitað verið að velta fyrir sér öðrum flötum á málinu, en þeim sem honum finnast mikilvægastir. Það verði bara að bíða eftir dómi og sjá hvað verður. Víðari skírskotun? Geir telur að málið hafi tvímælalaust víðari skírskotun. Það sé eitt af skilyrðunum fyrir því að mál séu tekin fyrir af yfirdeildinni að þau sé til þess fallin að hafa áhrif á túlkun sáttmálans almennt. „Hvað varðar áhrif á Íslandi, þá vil ég benda á að dómur Hæstaréttar í máli Gests og Ragnars hefur þegar haft neikvæð áhrif á vernd mannréttinda. Í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Karli Kristjánssyni, lögmanni, sem einnig snerist um álagningu réttarfarssektar, var t.d. talið að það hefði verið heimilt að svipta lögmanninn öllum réttindum til að bera hönd fyrir höfuð sér í héraði af þeirri ástæðu einni að hann hafði rétt til að áfrýja sakfellingardómi sínum til Hæstaréttar“. Geir bendir á að vísað var til dómsins í máli Gests og Ragnars til stuðnings þessari niðurstöðu. „Það virðist þannig vera komin dómvenja hjá Hæstarétti fyrir því að heimilt sé að svipta sakborninga, eða a.m.k. lögmenn, öllum réttindum á lægri dómsstigum, svo lengi sem þeir fá rétt til áfrýjunar. Það eru ekki góð tíðindi fyrir vernd mannréttinda á Íslandi“. Geir bendir á að það sé mjög mikilvægt fyrir sjálfstæða og öfluga lögmannsstétt, að lögmenn fái að verja sig áður en þeir séu sektaðir af dómstólum: „Ég minni á að það er engin hámarksfjárhæð á réttarfarssektum gagnvart lögmönnum samkvæmt íslenskum lögum. Ótakmörkuð sektarheimild dómstóla gagnvart lögmönnum og ótakmörkuð heimild dómstóla til að svipta lögmenn öllum réttindum á fyrsta dómsstigi til að verja sig áður en sekt er lögð á, er afar hættuleg blanda“. Arna Pálsdóttir, lögmaður Lúðvík Emil Kaaber Lögfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi í íslensku og ensku Klukkulandi, 471 Þingeyri Löng reynsla af þýðingum á réttarskjölum, samningum og greinargerðum fyrir lögmenn, fyrirtæki og opinberar stofnanir. Lögfræðimenntun og reynsla af lögmannstörfum. Símar 553 3389 og 861 8304. Netfang: lucius@simnet.is

x

Lögmannablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.