Tölvumál - 01.01.2016, Page 25

Tölvumál - 01.01.2016, Page 25
25 Klukkan 08:59:59 UTC (Coordinated Universal Tim), var staðartíminn hjá mér hér í Colorado, 01:59:59. En í stað þess að verða 02:00:00 sekúndu síðar varð hann 03:00:00. Þetta þýðir auðvitað að ekkert getur mögulega hafa átt sér stað í Colorado frá klukkan 2 til 3 þessa nótt. Athugið einnig að tímamunurinn í Denver frá UTC fór einnig úr 7 tímum í 6. Athugið einnig að 13. mars var bara 23 tíma langur og af þeim sökum var marktæk aukning í umferðar­ og vinnuslysum daginn eftir þegar fólk mætti aftur til vinnu. Þetta klukkustökk er samt að mörgu leyti þægilegra í meðförum heldur en það sem gerist í byrjun vetrar, nánar tiltekið aðfararnótt 6. nóvember, því þá snýst ferlið við. Klukkan 7:59:59 UTC verður klukkan hjá mér 1:59:59 en einni sekúndu seinna stekkur hún til baka til 1:00:00 í stað þess að verða 2:00:00. Þannig hef ég tímann milli eitt og tvö tvisvar sinnum til ráðstöfunar! Ef einhver segir mér að eitthvað hafi gerst klukkan hálf tvö þessa nótt verð ég að spyrja hvort það hafi verið í fyrra eða seinna skiptið. HVENÆR KLUKKUNNI ER BREYTT Stuttu eftir að ég flutti til BNA, flutti dóttir mín til Svíþjóðar, en þar er líka notaður sumartími eins og annars staðar í Evrópusambandinu. Þar sem ég bjó þá á Austurströndinni var hennar klukka 6 tímum á undan minni. Þegar kom fram á haust var skipt aftur yfir á vetrartíma aðfararnótt sama sunnudagsins, svo tímamunurinn var sá sami. Mig skipti það frekar litlu að Evrópusambandið skiptir allt yfir á sama tíma, klukkan 01:00 UTC, en skiptingin hér gerist klukkan 2:00 á staðartíma og færist yfir landið frá austri til vesturs. Lagabreytingar urðu hins vegar til þess að sumartími í Bandaríkjunum og Kanada var lengdur árið 2007. Þetta varð til þess að nú eru fjórar til fimm vikur á ári þegar tímamunur við Evrópu raskast. Önnur nærtækari afleiðing fyrir hugbúnaðargerð er sú að tæki sem forrituð voru til að skipta yfir í sumartíma fyrsta sunnudag í apríl voru með vitlausa klukku frá öðrum sunnudegi í mars þegar skiptingin átti sér raunverulega stað. Sams konar villa kom svo auðvitað upp á haustin. Öll GPS staðsetn­ ingatæki fyrir almenning, sem þá voru algeng, fyrir tíma snjallsímanna, sýndu því vitlausa klukku þar til og ef hugbúnaður þeirra var uppfærður. UNDANTEKNINGAR Eins og áður segir eru það að mestu leyti bara Vesturlönd, Evrópa og Norður­Ameríka sem enn nota sumartíma. Þetta er þó ekki algilt. Svæði, eins og Arizona í BNA og Saskatchewan í Kanada nota ekki sumartíma, þó nágrannar þeirra geri það. Verndarsvæði Indíána í Arizona notar þó enn sumartíma. Ekki er heldur gefið að allar sýslur sama fylkis séu í sama tímabelti eða noti sumartíma, dæmi um slíkt er að finna í Indiana fylki í BNA. FORRITUN Vonandi er það ljóst þegar hér er komið að ákvörðun staðartíma er stundum ansi snúin, sérstaklega ef meðhöndla þarf söguleg gögn. Nokkrar meginreglur er þó hægt að nefna. • Geymið ekki tímagögn á staðartíma (nema kannski á Íslandi). Geymið gögnin frekar í UTC og snarið þeim á og af staðartíma við birtingu og inntak. Munið að þegar skipt er yfir á vetrartíma á norðurhveli er staðartími stundum ekki einu sinni einhlítur. • Notið tilbúinn hugbúnað til að snara á milli staðartíma og UTC. HEITI TÍMABELTA Áður var minnst á GMT sem enn er til og fylgir UTC klukku. Eins og við vitum er Ísland á GMT eftir að við festum klukkuna á sumartíma árið 1968. Bretland er aftur á móti bara á GMT á veturna en notar „British Summer Time“ (BST) á sumrin. Notkun þessara heita fyrir tímabelti er aftur á móti ónákvæm, sérstak­ lega þegar reikna þarf staðartíma í sögulegum gögnum. Þess vegna hefur IANA staðlanefndin (Internet Assigned Number Authority. Hún starfar á vegum ICANN (Internet Corporation for Assigned Names and Numbers)) fyrir Internetið komið upp gagnagrunni yfir tímabelta upp­ lýsingar. Hann er kallaður tzdata og er nú notaður í flestum tíma reikni­ kerfum. Í lyklum þeirra gagna eru notuð staðarheiti eins og „Atlantic/ Reykjavik“ eða „Europe/London“. Uppfletting í þessum gagna grunni sýnir til dæmis að London var á GMT allt árið 2004, en notar nú GMT/ BST eins og áður segir. Athugið einnig að tímabelti svo sem „Mountain Standard Time“ (MST) er ekki eins nákvæmlega skil greint og „America/ Denver“ eða „America/Phoenix“ sem bæði eru á fjalla tíma, meðan Denver notar sumartíma en Phoenix ekki. Eins of áður segir byggja flest tímareikningskerfi nú á IANA grunninum, en undantekning frá því eru þó kerfi frá Microsoft. Það fyrirtæki hefur lengi verið með sinn eigin gagnagrunn en ýmislegt bendir til þess að það taki upp IANA, enda er þeirra eigin grunnur ekki eins víðtækur og notar önnur tímabeltanöfn, sem getur valdið ruglingi. FRAMTÍÐIN Vonandi verður þessu sumartímahringli hætt á Vesturlöndum sem allra fyrst. Fyrir þá sem vilja grilla eftir vinnu er upplagt að festa klukkuna á sumartíma, eins og gert var með góðum árangri á Íslandi. Mín vegna mætti líka alveg eins leggja af öll tímabelti og stilla allar klukkur á UTC! Klukkan er hvort sem er víðast hvar eitthvað allt annað en 12 þegar sól er í hádegisstað. Það skiptir mig ekki máli hvort ég mæti í vinnuna klukkan átta að staðartíma eða hvort klukkan er 15 og sólarupprás var klukkan 13. Góðar stundir. Höfundur hefur undanfarin tíu ár unnið í Bandaríkjunum, nú síðast hjá Mojotech LLC í Boulder í Colorado. TILVÍSANIR Rómveskur tími: https://en.wikipedia.org/wiki/Roman_timekeeping Sumartími á Íslandi: http://www.visindavefur.is/svar.php?id=7367 Lenging sumartíma í USA og Canada árið 2007: http://www.time­ anddate.com/news/time/us­daylight­saving­extended.html IANA tzdata gagnagrunnurinn: https://www.iana.org/time­zones

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.