Tölvumál - 01.01.2016, Side 33

Tölvumál - 01.01.2016, Side 33
33 Vörsluútgáfan samanstendur af gögnum á xml sniði sem eru sett í töflur og í stöðluðum gagnatögum ásamt stafrænum skjölum, hljóðskrám, myndskeiðum sem og landfræðilegum gögnum á stöðluðu skráarsniði. Stafræn skjöl skal setja yfir í skráarsnið TIFF6.0 eða JPEG 2000 (ISO 15444­1:2004), hljóðskrár skal vista samkvæmt staðlinum MP3 (ISO 11172­3), myndskeið skal vista eftir staðlinum MPEG­2 (ISO 13818­2) og hljóð­ og myndskeiðum skal vista saman í skráarsniðið MPEG­ 4 (ISO 14496­14). Samkvæmt reglum skal afhenda rafræn gögn til Þjóðskjalasafns Íslands þegar 1­5 ár eru frá því þau voru mynduð. Það er gert til að tryggja heilleika gagnanna. Þjóðskjalasafn tekur einnig við eldri rafrænum gögnum sem ekki hefur enn verið skilað. Rafræn skil á mála­ og skjalavörslukerfum eru ekki samþykkt aftur í tímann. Rafrænt mála­ og skjalavörslukerfi er kerfi með rafrænni skráningu á málum og skjölum og varðveislu málasafns á pappír og rafrænt eða eingöngu rafrænt. VERKEFNIÐ Afhendingarskyldir aðilar þurfa að tilkynna hvert og eitt gagnakerfi til Þjóðskjalasafns Íslands og fá samþykki á kerfinu. Í tilkynningarferlinu fer fram mat hjá Þjóðskjalasafni Íslands á varðveislugildi gagnakerfisins og hvort því skuli skilað inn til langtímavarðveislu. Sé kerfið samþykkt þarf afhendingarskyldur aðili að afhenda vörsluútgáfu gagna úr kerfinu til Þjóðskjalasafns. Með tilkynningunni þarf að fylgja notendahandbók stofnunarinnar. Í notendahandabók þarf m.a. að koma fram hvernig stofnunin ætlar starfsfólki sínu að vinna í kerfinu en mjög mikilvægt er að unnið sé eftir fyrirframákveðnum verkferlum við skjalahald til að tryggja að endurheimt gagnanna gangi sem best. Fyrirframákveðnir verkferlar eru ekki síst til þess að hægt sé að finna með nákvæmum og fullnægjandi hætti hvert skjal sem tilheyrir tilteknu máli. Einnig þurfa að fylgja tilkynningunni tæknileg gögn frá framleiðanda rafræna gagnakerfisins svo hægt sé að ganga úr skugga um að kerfið styðji öll þau skráarsnið sem vörsluútgáfan krefst. Þegar vörsluútgáfur úr rafrænum gagnakerfum eru afhentar Þjóðskjalasafni til langtímavarðveislu kanna skjalaverðir safnsins hvort að hún uppfylli allar reglur þar um, t.d. hvort að gögn séu rétt uppbyggð og á leyfilegum skráarsniðum. Þetta er gert á viðtökuverkstæði safnsins sem inniheldur vélbúnað til þess að tryggja vörslu gagnanna til langs tíma. Þegar gengið hefur verið úr skugga um að vörsluútgáfan uppfylli reglur safnsins er gögnum komið fyrir á geymslumiðli, í þremur eintökum, þar af einu notkunarafriti. Þetta er gert til þess að tryggja að allavega eitt eintak af gögnunum varðveitis ef hin tapast. Auk þess þarf að tryggja að geymslumiðlarnir (DVD) séu ekki úr sömu framleiðslulínu ef galli skyldi leynast í annarri þeirra. Seinna meir þarf svo að færa gögnin yfir á nýja geymslumiðla þegar þeir sem nú eru notaðir úreldast. Langtímavarðveisla rafrænna gagna gengur því ekki aðeins út á að fá afhendingar inn og koma þeim fyrir á sínum geymslustöðum í safnkostinum heldur þarf stöðugt að fylgjast með þeim og færa yfir á nýja geymslumiðla og snið til að tryggja langtímavarðveislu og aðgengi um ókomna tíð. STAÐAN Í DAG Þjóðskjalasafn Íslands tók við sinni fyrstu rafrænu afhendingu þann 1. september 2010. Um var að ræða gögn úr vensluðum gagnagrunni sem inniheldur gögn frá árinu 1990 til ársloka 2005. Heildarstærð afhendingarinnar í formi vörsluútgáfu er 13,8 GB. Síðan þá hafa afhendingar með gögnum úr rafrænum gagnakerfum í stjórnsýslunni aukist jafnt og þétt og eru alls komin inn til langtímavarðveislu 18 gagnakerfi. Í ágúst 2016 var búið að tilkynna 167 gagnavörslukerfi og höfðu 119 þeirra fengið samþykki. Ljóst er að næg verkefni eru framundan er varða varðveislu rafrænna gagna úr stjórnsýslunni. Könnun Þjóðskjalasafns á skjalahaldi ríkisins sem gerð var árið 2016 gefur til kynna að hver ríkisstofnun sé með að meðaltali um fjögur til fimm rafræn gagnakerfi. Það þýðir að á milli 1000­2000 gagnakerfi eru í notkun hjá íslenska ríkinu og því hafa aðeins um 10% gagnakerfa verið tilkynnt til Þjóðskjalasafns. Langtímavarðveisla rafrænna gagna er stórt og mikilvægt verkefni sem aðeins á eftir að stækka með hverju árinu sem líður. Pappír mun minnka í umfangi stjórnsýslunnar ár frá ári og mun að lokum víkja. Mikilvægi rafrænnar skjalavörslu eykst sífellt og nauðsynlegt er fyrir stjórnsýsluna að bregðast við svo að gögn glatist ekki. HEIMILDIR [1] Lög um opinber skjalasöfn 77/2014. http://www.althingi.is/lagas/ nuna/2014077.html [2] Skýrsla um starfsemi Þjóðskjalasafn Íslands 1985 – 2005. http:// skjalasafn.is/files/docs/arsskyrsla_1985­2005.pdf [3] Skýrsla nefndar um varðveislu tölvugagna sem verða til í stjórnsýslunni. http://skjalasafn.is/fi les/docs/Skyrsla_nefndar_um_rafraen_ skjol_1998.pdf [4 Reglur um rafræn opinber gögn og skil á þeim. Þjóðskjalasafn Íslands ágúst 2009 bls. 4. Mynd 2: Uppbygging vörsluútgáfu

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.