Tölvumál - 01.01.2016, Síða 36

Tölvumál - 01.01.2016, Síða 36
36 STAÐSETNINGAR – FRAMLEIÐNI EÐA NJÓSNASTARFSEMI? Hvernig getum við nýtt upplýs ingar úr netkerfum til að auðvelda okkur störfin í nútíma tækni umhverfi? • Netkerfi í fyrirtækjum saman­ standa af innri­ og ytri netkerfum • nnranet veitir aðgang á skjótan, öruggan og skilvirkan máta. • Upplýsingar úr kerfunum geta hjálpað til við dagleg verkefni. • Tökum dæmi um viðveru starfsfólks. Hvernig er hægt að afla upplýsinga um viðveru í rauntíma? VIÐVERA Í RAUNTÍMA Þessi grein sýnir fram á hvernig hægt er að nota upplýsingar úr þráðlausa kerfinu til að sjá viðveru starfsfólks í rauntíma. Einnig sjáum við hvernig þjónustufyrirtæki geta nýtt upplýsingar úr kerfinu í rekstri. Til þess að ná þessu fram þarf ákveðinn grunnur að vera til staðar. NETKERFI Hægt er að skrifa aðra grein um netkerfi og hönnun þeirra. Hvert fyrirtæki er í raun einstakt, þarfagreining og hönnun á netkerfum endurspeglar það. Mikilvægast er að netkerfið sem undir liggur sé traust, afkastamikið og öruggt. Staðarnetkerfið er grunnurinn að öllu því sem á eftir kemur. Þráðlausir sendar tengjast staðarnetinu með vír og sjá notendum fyrir þráðlausu sambandi við innranetið og Internetið. Netkerfi eru grunnurinn í upplýsingatækni fyrirtækja og stofnana. STAÐSETNING BÚNAÐAR Til þess að fá upplýsingar um viðveru og staðsetningu notandans þarf að staðsetja þráðlausa búnaðinn miðað við slíkar þarfir. Í stærri fyrirtækjum eru þráðlaus netkerfi með mörgum þráðlausum sendum sem tryggja samband við innra netið hvar sem er í fyrirtækinu. Helsti tilgangur með þráðlausu sambandi hefur hingað til verið að flytja gögn, tal og myndfundi. Upplýsingar um staðsetningu notenda gæti orðið hagnýt viðbót við þetta. Til að fá staðsetninguna sem nákvæmasta er nauðsynlegt að staðsetja þráðlausa senda við jaðar þeirra svæða sem um ræðir. Með því næst þríhyrnings miðun (e. Triangulation) á þá notendur sem staðsetja skal. Dæmigerð uppsetning gæti litið út eins og á myndinni hér fyrir ofan. Rauðu punktarnir tákna þráðlausa senda. Til að ná fram hagkvæmustu virkni fyrir staðsetningu þurfa þráðlausu sendarnir að vera í loftinu og snúa niður. Þetta tryggir einnig bestu nýtingu á hverjum sendi þegar kemur að drægni og gagnaflutningi. HVERNIG NÝTUM VIÐ RAUNTÍMA- UPPLÝSINGAR Í NÚTÍMA NETKERFUM TIL AÐ AUKA FRAMLEIÐNI? Kristján Ólafur Eðvarðsson og Finnur Eiríksson, netsérfræðingar hjá Sensa

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.