Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.01.2021, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 20.01.2021, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 3 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 KOMDU STRAX Í STUÐIÐ! Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir Það var mikið rok víða á höfuðborgarsvæðinu gær. Svo mikið á tímabili að erfitt var að standa í lappirnar. Þessi verkamaður notaði tækifærið og brá á leik við Hörputorg í gærmorgun. Hélt hann fast í staurinn og lék sér að því að blakta í vindinum. Mikil norðanátt er á landinu og má búast við álíka roki í dag sem bætist við kuldann í lofti. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON BANDARÍKIN Joe Biden verður svar- inn í embætti 46. forseta Banda- ríkjanna klukkan 17 í dag, eða 12 að staðartíma, við þinghúsið í Wash- ington D.C. Kamala Harris verður einnig svarin í embætti varaforseta. Árásin á þinghúsið þann 6. janúar og heimsfaraldurinn setja mark sitt á athöfnina og munu 25 þúsund þjóðvarðliðar standa vörð. Donald Trump, fráfarandi Banda- ríkjaforseti, verður í Flórída. Er það er fyrsta sinn frá árinu 1869 sem frá- farandi forseti er ekki viðstaddur athöfnina. – khg / sjá síðu 6 Biden tekur við Joe Biden, verðandi Banda- ríkjaforseti. VIÐSKIPTI „Ég á bágt með að trúa því að tvö fyrirtæki á samkeppnis- markaði semji um jafntefli á þeim grundvelli að sömu lífeyrissjóðir eigi hlut í báðum fyrirtækjum,“ segir Ólafur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Birtu. Tilefnið er umsögn Samkeppnis- eftirlitsins um fyrirhugaða sölu á fjórðungshlut ríkissjóðs í Íslands- banka. Eftirlitið hefur áhyggjur af því að það kunni að hafa hamlandi áhrif á samkeppni ef lífeyrissjóðir verða stórir eigendur að bankanum en fyrir eiga þeir samanlagt um 40 prósenta hlut í Arion banka. Ólafur nefnir að ekki megi líta á lífeyris- sjóði sem eina heild, enda séu fjöl- margir sjóðir umsvifamiklir á inn- lendum verðbréfamörkuðum og þeir taki fjárfestingarákvarðanir hver á sínum forsendum. Mat Bankasýslunnar er að umfram eigið fé Íslandsbanka sé allt að 57 milljarðar en stofnunin mun kanna hvort hagkvæmt sé að greiða hluta af því fé til ríkisins í formi arðs fyrir sölu. Niðurstaðan veltur á því hvernig fjárfestar verð- meta umfram eigið féð. „Fræðilega séð þá ætti ríkið að fá 100 aura fyrir hverja krónu sem bankinn er með í umfram eigið fé,“ segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar. Þannig myndi ekki skipta ríkissjóð máli, út frá markmiðinu um að hámarka endur- heimtur af eignarhlutnum, hvenær umfram eigið fé yrði greitt út. wEf verðmat á umfram eigin fé er aftur á móti nálægt margfeldinu 0,80 gæti verið betra að greiða út sérstakan arð fyrir sölu. Jón Gunnar segir að stjórn bank- ans geti ráðstafað umfram eigin fé með þrenns konar hætti. „Stjórnin getur ákveðið að við- halda umfram eigin fénu til að hafa svigrúm fyrir útlánavöxt. Sama gildir ef bankinn sér fram á frekari varúðarniðurfærslur á lánasafninu. Í þriðja lagi er hægt að greiða arð til hluthafa.“ – tfh, thg / sjá Markaðinn Hamli ekki samkeppni banka Framkvæmdastjóri Birtu tekur ekki undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins af mögulegu eignarhaldi lífeyrissjóða á tveimur bönkum. Bankasýslan metur umfram eigið fé Íslandsbanka á 19 til 57 milljarða.   183 milljörðum nam eigið fé Ís- landsbanka í lok september.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.