Fréttablaðið - 20.01.2021, Side 2
Milljónir til kaupa á björgunarskipum
Í gær var skrifað undir samkomulag þess efnis að ríkið muni veita Landsbjörg allt að 450 milljóna króna framlag til kaupa á þremur björgunarbát-
um. Hámarksverð á hverju skipi skal ekki nema meiru en 300 milljónum og mun ríkið greiða allt að helmingi kostnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu
okkur á
Allt fyrir
afmælið!
HANDBOLTI Kristján Örn Kristjáns-
son, landsliðsmaður í handbolta,
skoraði sín fyrstu mörk á stórmóti
þegar Ísland vann Marokkó á HM
í handbolta sem nú stendur yfir í
Egyptalandi. Kristján, sem yfirleitt
er kallaður Donni, kom af bekknum
undir lokin og skoraði tvö mörk.
Hann er fimmti nýliði Íslands á
mótinu.
Heima á Íslandi fagnaði fjöl-
skylda hans innkomunni og mörk-
unum af innlifun með pítsuveislu
yfir leiknum. „Þetta var frábær til-
finning. Fjölskyldan var öll að horfa
og þó við höfum verið orðin frekar
óþolinmóð að bíða eftir honum
hlaupa inn á völlinn var þetta
skemmtilegt. Við erum auðvitað
bullandi hlutdræg en við vildum
fá hann fyrr inn á,“ segir Kristján
Gaukur Kristjánsson, faðir Donna,
stoltur.
Hann sló svo á þráðinn til Egypta-
lands til að heyra hljóðið í syninum.
„Hann var ljómandi kátur. Ég var
búinn að tala við hann líka aðeins
fyrir og hann var rólegur í tíðinni.
Ég var eitthvað að suða í honum að
hann ætti að vera þarna inn á, þá
svaraði hann: Pabbi, það er nóg af
leikjum. Hann er ekkert að stressa
sig og bíður rólegur eftir sínum
tækifærum.“
Kristján segir að Donni hafi verið
of boðslega heppinn með þjálfara
í gegnum feril sinn. Í Fjölni hafi
Ragnar Hermannsson tekið hann
upp á sína arma í fjórða f lokki.
Boris Bjarni Akbachev tók síðan
við honum, en Boris bjó til marga
af bestu leikmönnum Vals. Hjá
ÍBV var hann undir stjórn Erlings
Richardssonar og í Frakklandi þar
sem hann er núna atvinnumaður
hjá Pays d'Aix UC stýrir Thierry
Anti. „Hann hefur verið heppinn að
lenda undir stjórn manna sem eru
miklir handboltanördar og góðir
kennarar.
Donni er rólegur að eðlisfari. Ég
man eftir að einu sinni var hann
að spila við Stjörnuna í fimmta
f lokki. Það var eitthvað verið að
öskra á hann og kalla og Donni var
ekki sáttur. Á leiðinni heim sagði
ég að eina leiðin til að þagga niður
í svona fólki væri að vinna leikinn.
Hann þurfti ekkert að heyra það
nema einu sinni. Hann er ekkert að
einbeita sér að einhverju sem hann
ræður ekki við, heldur því sem ger-
ist inni á vellinum.“
Kristján segir að mamma Donna,
Maliwan Phumipraman, hafi pant-
að pítsuveislu, enda væri hún ekki
að fara að elda þegar guttinn væri
að spila í fyrsta sinn á stórmóti.
„Maður fylgist með öllu þegar er
stórmót í handbolta og vill að allir
standi sig vel. Við höfum náð að
horfa á flestalla leikina í Frakklandi
og mamma hans getur nú ekki alltaf
horft. Hún verður svolítið stressuð,“
segir Kristján stoltur af guttanum.
benediktboas@frettabladid.is
Of stressuð til að elda
pöntuðu pítsuveislu
Fjölskylda Kristjáns Arnar Kristjánssonar kom saman til að horfa á leik Ís-
lands og Marokkó á HM í handbolta. Móðirin var of stressuð til að elda eitt-
hvað gott og pabbinn segist vera hlutdrægur en vildi fá guttann fyrr inn á.
Viggó Kristjánsson sem var valinn
maður leiksins og Kristján Örn
eftir leikinn. MYND/HANDBOLTI.IS
Fjölskyldan saman á landsleik þegar enn mátti mæta á leiki. MYND/AÐSEND
COVID-19 Almannavarnir ætla sér
að ítreka betur við þá ferðamenn
sem koma til landsins að hvíld sé
nauðsynleg ef fólk þarf að fara í
löng ferðalög til að komast heim til
sín í sóttkví. Rögnvaldur Ólafsso,
aðstoðaryfirlögregluþjónn segir í
samtali við Fréttablaðið að það hafi
ávallt verið skýrt í leiðbeiningum að
það sé mikilvægt að taka sér hvíld.
Hann harmar að slysið í Skötu-
firði hafi orðið til þess að umræðan
hafi farið af stað um þetta málefni
en bendir þó á að það sé ávallt á öku-
mönnum kvöð að meta eigið ástand
áður en lagt er af stað í akstur.
Fjölskyldan sem lenti í slysinu í
Skötufirði var nýkomin til landsins,
var snemma á ferð við mjög slæm
akstursskilyrði og hafði verið á ferð-
inni alla nóttina að undangengnu
löngu ferðalagi frá útlöndum.
„Það er gott að fá þessa umræðu
til að hnykkja á þessu og fleiri verði
meðvitaðri um þetta,“ segir Rögn-
valdur.
Í gær voru 127 einstaklingar í ein-
angrun með virkt COVID-19 smit.
Sólarhringinn á undan greindust
tvö tilfelli innanlandssmits og voru
báðir einstaklingarnir í sóttkví
við greiningu. Fjórir greindust við
skimun á landamærum. Tuttugu
lágu á sjúkrahúsi vegna sjúkdóms-
ins en enginn á gjörgæslu. – la, bdj
Ítreka betur
mikilvægi
hvíldar
Rögnvaldur
Ólafsson.
SLYS Drengur á öðru ári, sem lenti
í umferðarslysi á laugardaginn í
Skötufirði í Ísafjarðardjúpi, er lát-
inn. Hann hét Mikolaj Majewski
og lést á Landspítalanum í dag.
Móðir hans, Kamila Mahewska,
lést á laugardagskvöld en hún var
á þrítugsaldri.
Þrennt var í bílnum þegar slysið
varð og er eiginmaðurinn nú á
spítala í Reykjavík en ekki er vitað
um líðan hans að svo stöddu. Fjöl-
skyldan var nýlega komin til lands-
ins og var á leið til heimilis síns á
Flateyri er bíllinn hafnaði úti í sjó
í Skötufirði.
Hafin er söfnun til að styðja við
fjölskyldu föður drengsins sem ætli
að f ljúga til Íslands til aðstoðar við
jarðsetninguna. – þp
Drengurinn lést
STJÓRNMÁL Frumvarp Svandísar
Svavarsdóttur heilbr igðisráð-
herra um afglæpavæðingu neyslu-
skammta á vímuefnum var birt í
samráðsgátt stjórnvalda í gær. Í
frumvarpsdrögunum, sem eru á
þingmálaskrá ráðherra, eru gerðar
breytingar á lögum um ávana- og
fíkniefni.
Samkvæmt núgildandi lögum er
varsla efna óheimil og refsiverð, er
því breytt í frumvarpsdrögunum.
Verður það ráðherra að ákveða
hvaða magn af hverju vímuefni
teljist neysluskammtur með reglu-
gerð. Þá verður lögreglu óheimilt
að gera neysluskammta upptæka
ef þeir eru í vörslu einstaklinga yfir
18 ára aldri. – ab
Hyggst heimila
neysluskammta
Ef frumvarpið verður
samþykkt óbreytt mun
lögregla ekki geta gert
neysluskammta upptæka.
2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð