Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 6
SAMGÖNGUR Aðstæður í Skötufirði, þar sem kona og ungt barn hennar létust eftir að bíll þeirra hafnaði í sjónum, voru þannig að ekkert vegrið var milli vegarins og sjávar. „Vegagerðin leggur mikla áherslu á umferðaröryggisaðgerðir, bæði á þekktum slysastöðum en einnig á stöðum þar sem ekki hafa orðið slys en ljóst að mjög illa myndi fara ef slys yrði. Stór hluti vegakerfisins uppfyllir ekki þær kröfur um öryggi sem gerðar eru til nýrra vega,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Hann segir að að á tæplega 120 kílómetra kaf la á Djúpvegi, milli Mjóafjarðarvegar og Flugvallar- vegar í Skutulsfirði, hafi verið metið árið 2013 að vantaði 75 til 80 kíló- metra af vegriðum. Fyrir allmörg- um árum hafi þörfin á landsvísu verið allt að 450 kílómetrar, þar af 40 prósent á Vestfjörðum. Ýmislegt hafi þó gerst síðan. „Í kjölfar þessarar úttektar hafa vegrið þegar verið sett upp á nokkrum stöðum en mikið er enn óunnið,“ segir G. Pétur. Innan þessa kaf la sé vegurinn um Skötufjörð þar sem banaslys varð um helgina, það sé frá Hjöllum að Hvítanesvegi sem alls séu rúmlega 25 kílómetrar. „Á þessum rúmlega 25 kílómetra kaf la Djúpvegar um Skötufjörð var metið að þyrfti 19 kílómetra af vegriðum,“ segir G. Pétur. Í fyrra hafi verið sett upp vegrið innarlega í austanverðum Skötufirði, innan við Hvalskurðará. „Haldið verður áfram að setja upp vegrið eftir því sem fjárveitingar leyfa og hættu- legustu staðirnir verða í forgangi, hér eftir sem hingað til.“ Þá segir G. Pétur að gera megi ráð fyrir að uppsett vegrið kosti um 12 milljónir á kílómetra. Fjárveitingar til umferðaröryggisaðgerða á lands- vísu hafi verið 500 milljónir á ári þar til á síðasta ári þegar aukning hafi orðið og 650 milljónir fengist til verkefnisins. – gar BANDARÍKIN Joe Biden verður svar- inn í embætti 46. forseta Banda- ríkjanna klukkan 17 í dag, eða 12 að staðartíma, við þinghúsið í Washington. Kamala Harris verður einnig svarin í embætti varaforseta. Árásin á þinghúsið þann 6. janúar og heimsfaraldurinn munu setja mark sitt á athöfnina og þegar eru komnir 25 þúsund þjóðvarðliðar til borgarinnar til að standa vörð. Stórum hluta borgarinnar hefur verið lokað fyrir bílaumferð og miklar takmarkanir ríkja á öðrum. Þrettán neðanjarðarlestarstöðvum hefur verið lokað og fjölda opin- berra bygginga í nálægð við þing- húsið. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington, og ríkisstjórar nær- liggjandi ríkjanna Virginíu og Mary land hvöttu fólk til þess að koma ekki til borgarinnar þenn- an dag til þess að fylgjast með innsetningar athöfninni. Biden hefur sagst vilja að inn- setningarathöfnin verði sú fámenn- asta í sögunni. Í ljósi faraldursins, sem fellt hefur nærri 400 þúsund Bandaríkjamenn, væri æskilegt að fólk kæmi ekki saman í stórum hópum. Rímar þetta vel við kosn- ingabaráttu Bidens sem var hóf- stillt með fáum fjöldasamkomum. Í ljósi hertrar öryggisgæslu mun Biden verða að ósk sinni. Honum verður einnig að ósk sinni um að hafa athöfnina utandyra eins og þær hafa verið hingað til, en þrýst var á hann að hún yrði innandyra. Áhorfendur heima í sófa munu þó fá eitthvað fyrir sinn snúð, en við athöfnina og á sérstökum við- burði eftir hana munu meðal ann- ars koma fram poppstjörnurnar Lady Gaga, Jennifer Lopez og Justin Timberlake, sem og hinir alþýðlegu söngvarar Bruce Springsteen, Jon Bon Jovi og Garth Brooks. Löggæslu- og varnarmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa legið undir ámæli vegna þess hversu auðvelt það reyndist stuðningsmönnum Donalds Trump, fráfarandi forseta, að komast inn í þinghúsið og valda þar usla, sem endaði með því að fimm létust. Þetta á ekki að endur- taka sig núna og hver einasta ábend- ing um ófrið er grandskoðuð. Því af umræðu á samfélagsmiðlum að dæma má ætla að hópar hægri öfga- manna reyni að trufla viðburðinn. Þann 6. janúar voru sterkar vísbendingar um að hluti af lög- gæsluliði þinghússins hefði hleypt múgnum inn og jafnvel aðstoðað. Alríkislögreglan, FBI, hefur nú kannað bakgrunn hvers einasta þjóðvarðliða til þess að hið sama gerist ekki aftur. Donald Trump hefur lýst því yfir að hann verði ekki viðstaddur innsetninguna og Joe Biden hefur sagt það heillavænlegt. Trump mun f ljúga heim til Flórída um morguninn. Síðasti forseti til þess að mæta ekki á innsetningarathöfn var Andrew Johnson árið 1869. Margir hafa líkt Trump og Johnson saman, en báðir voru þeir ákærðir til embættismissis af fulltrúadeild þingsins. Þrír fyrrverandi forsetar verða hins vegar viðstaddir, þeir Barack Obama, George W. Bush og Bill Clinton. Einnig varaforsetinn Mike Pence. Við athöfnina mun Biden halda ávarp þar sem hann mun meðal annars ræða brýnasta verkefnið, aðgerðir til að takast á við faraldur- inn og efnahagslegar af leiðingar hans. En búist er við að Biden muni strax á fyrstu dögunum snúa fjöl- mörgum öðrum tilskipunum for- vera síns við, er lúta að loftslagsmál- um, jafnréttismálum og alþjóðlegu samstarfi. kristinnhaukur@frettabladid.is Mikið er enn óunnið. G. Pétur Matthías- son, upplýsinga- fulltrúi Vega- gerðarinnar 25 þúsund þjóðvarðliðar gæta friðar við innsetningar­ athöfnina. Fordæmalaus öryggisgæsla við innsetningu Joe Biden Aldrei fyrr hefur öryggisgæsla verið jafn mikil við innsetningu Bandaríkjaforseta og nú. Tugþúsundir þjóðvarðliða eru í Washingtonborg og fjölmörgum götum hefur verið lokað. Biden mun flytja ávarp um brýnustu málefnin stjórnar sinnar, en búist er við að fjölmörgum tilskipunum Trumps verði snúið við. Hermenn í átjándu aldar búningum æfa sig fyrir innsetningarathöfnina sem fram fer í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Allt fyrir afmælið! Stór hluti þjóðvega stenst ekki kröfur Uppsett vegrið eru sögð kosta um tólf milljónir á hvern kílómetra. VIÐSKIPTI Sala á bílum glæddist um 37 prósent í desember árið 2020 saman borið við desember árið áður, það er 804 skráningar samanborið við 587. Bílasala á árinu minnkaði hins vegar um rúmlega 20 prósent, það er 9.369 seldir bílar miðað við 11.723 árið 2019. Bílasala minnkaði um tugi pró- senta í öllum Evrópulöndum á árinu nema Noregi þar sem hún stóð næstum í stað. Í Bretlandi, á Spáni og Ítalíu hrapaði hún um 30 prósent, 25 prósent í Frakklandi og 20 í Þýskalandi. Hið sama gildir um Bandaríkin þar sem bílasala hrap- aði um 20 prósent en talið er að það taki nokkur ár að vinna það upp. Þrátt fyrir minnkandi sölu hefur verð ekki lækkað, heldur þvert á móti. Samkvæmt Wall Street Journal hefur hagstæð fjármögnun, lækkandi eldsneytisverð, minni framleiðsla og meiri eftirspurn eftir stærri og dýrari bílum ýtt verði upp í nýjar hæðir. – khg Seldu fleiri bíla í desember Bifreiðar bíða eftir tollafgreiðslu. Frá Seyðisfirði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SEYÐISFJÖRÐUR Ráða á mann til að taka viðtöl við fólk sem var á hamfarasvæðinu utan Búðarár á Seyðisfirði og varð vitni að því er aurskriða féll á bæinn 18. desember síðastliðinn. Byggðaráð Múlaþings sem með ákvörðun um þetta samþykkti bókun heimastjórnar Seyðisfjarð- ar segir megintilgang verkefnisins meðal annars vera þann að fá fram upplýsingar er gagnist við vinnu við að finna lausnir á vörnum til fram- tíðar. Heimastjórn Seyðisfjarðar á að hafa umsjón með framkvæmd verkefnisins. – gar Skrá vitnisburði vegna aurskriðu STJÓRNMÁL Rósa Björk Brynjólfs- dóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, segir frumvarp sitt um bann við afneitun helfararinnar ekki vera aðför að tjáningarfrelsi. „Líkt og kemur fram í greinar- gerðinni þá er kveðið á um það í stjórnarskránni að heimilt er að takmarka tjáningu þegar um haturs orðræðu er að ræða. Síðustu eitt til tvö árin höfum við séð ógn- vænlega þróun í hatursglæpum gegn gyðingum, múslimum, trúar- hópum og minnihlutahópum, sér- staklega í Frakklandi og Þýska- landi. Mörg Evrópuríki hafa bannað að afneita helförinni og ég tel að við þurfum að vera hluti af þeirri þróun,“ segir Rósa Björk. „Ástæðan fyrir því að ég legg fram þetta frumvarp er einnig þeir atburðir sem urðu í Bandaríkjunum 6. janúar, þar sem hægri öfgamenn ruddu sér leið inn í þinghúsið. Margir þeirra voru klæddir fatnaði með gyðingahatri.“ – þp Segir frumvarp ekki aðför að tjáningarfrelsi Tuttugu og eitt land í heiminum er með lög sem banna afneitun helfarar­ innar. 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.