Fréttablaðið - 20.01.2021, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Til lengri
tíma felst
stærsta
áskorunin
ekki síst í
því að
endurreisa
vægi sann-
leikans í
þjóðfélags-
umræðunni.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur @frettabladid.is
Loftslagsvandinn sprettur upp úr ákvarðanatöku hins opinbera. Styrkjum, fjárfestingum, skipulagi samfélagsins. Stjórnvöld bera stærstu ábyrgðina
þó framlag einstaklinga geti haft mikil áhrif. Það er
ekki bara hvað yfirvöld ákveða að gera sem skiptir
máli heldur líka hvað þau ákveða að gera ekki. Þegar
tekin var ákvörðun um að gera Reykjavík að bílaborg
var í raun samhliða tekin ákvörðun um að byggja ekki
upp öflugar almenningssamgöngur. Loftslagsvandinn
sprettur upp úr ákvarðanatöku hins opinbera en það
geta lausnir líka gert. Á fundi borgarstjórnar á þriðju-
dag var ný loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar kynnt.
Hér eru lagðar til lausnir eins og að fletta upp mal-
biki og draga úr umfangi akreina, að almenningssam-
göngur verði lausar við jarðefnaeldsneyti 2025, að fjár-
munir sem fara í vegasamgöngur verði jafnaðir með
fjármunum fyrir innviði fyrir gangandi og hjólandi, að
ný hverfi verði umhverfisvottuð, að rækta stóra lofts-
lagsskóga, að endurheimta um 60% af votlendi fyrir
árið 2040 og síðast en ekki síst að líta inn á við og meta
hvernig við getum styrkt stjórnsýslu borgarinnar í
loftslagsbaráttunni með tilliti til ábyrgðar og fram-
fylgd verkefna. Þetta eru örfá dæmi.
Loftslagsvandinn er ekki tilviljunum háður. Hann
var skapaður, meðvitað og ómeðvitað. Hér er lofts-
lagsáætlun sem snýst einmitt um að taka meðvitaða
ákvörðun um að koma okkur á réttan kjöl. Um meiri
náttúru og minna malbik. Meiri borg fyrir fólk. Við
ætlum ekki að sitja og bíða og vona að aðgerðirnar
hitti í mark heldur mæla árangurinn árlega til þess að
geta brugðist við ef ástandið sýnir að gefa þurfi í. Við
setjum stefnuna hátt, öflum gagna, metum og endur-
skoðum.
Verkefnið er það flókið að við verðum að leysa það
í sameiningu með nýsköpun og samvinnu. Í þessari
nýju loftslagsáætlun voru markmiðin mótuð eftir
útreikningum sérfræðinga og hlustað var á óskir
almennings um auknar aðgerðir. Almenningur var
fenginn að borðinu sem skilaði mörgum góðum til-
lögum. Núna er það yfirvalda, okkar í borgarstjórn, að
framkvæma.
Yfirvöld bera ábyrgðina
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
formaður
mannréttinda-,
nýsköpunar- og
lýðræðisráðs
Sigurborg Ósk
Haraldsdóttir
formaður skipu-
lags- og sam-
gönguráðs
borgarfulltrúa
Pírata
Bara MAGA
Búsetuáform við Bræðraborgar-
stíg, sprottin af hugmynda-
fræðinni Baba Yaga, hafa vakið
athygli. Samkvæmt þeim verða
íbúar að deila sameiginlegri
sýn um femínisma og sjálf bæra
þróun. Ekki eru allir jafn hrifnir
og stendur nú til að finna stað
fyrir kommúnu karlpunga
sem mótvægi, byggða á hug-
myndafræðinni Bara MAGA,
helst við Síðumúla eða á Höfða.
Munu umsækjendur þurfa að
sýna fram á f lokksskírteini í
Miðf lokknum eða Samtökum
eldri Sjálfstæðismanna, hafa
virka Moggabloggsíðu og mega
ekki hafa vegabréfsáritun utan
Íslands og Tenerife. Í kjarn-
anum verður dísilolíupumpa,
kjötsjálfsali og vitaskuld heitur
pottur. Húsfélagsgjöldin verða
hins vegar nokkuð há enda
verður múr reistur í kringum
byggðina á næstu fjórum árum.
Skjaldarmerkið
Sveitarfélagið Drekabyggð,
sem ákvað í leiðindakasti að
heita frekar Múlaþing, er komið
í bobba vegna nýja skjaldar-
merkisins síns. Mun það vera
sama merki og hjá pítsustaðum
Slæs í Garðabæ. Málið kom upp
á Alþingi í gær þegar sveitar-
stjórnarráðherra vitnaði í
skýrslu sem sænskir sérfræð-
ingar unnu þegar skipt var yfir
í hægri umferð, var sú skýrsla
einmitt styrkt af Slæs en ruglast
mátti á því og Drekabyggð.
Valdatíð Donalds Trump, forseta Banda-ríkjanna, lýkur klukkan 17 í dag að íslenskum tíma.Joes Biden bíður það erfiða verk-efni að leiða bandarísku þjóðina saman eftir fjögurra ára ófrið og
óreiðu. Hann mun þurfa að leita jafnvægis milli þess
að stilla til friðar milli stríðandi fylkinga og hins, að
rannsaka og upplýsa um þá brotastarfsemi sem for-
setinn og hans fólk virðist hafa stundað og draga þau
til ábyrgðar.
Það er þekkt herkænska að sá sem vinnur orrustu
skuli ganga úr skugga um að hann hafi reitt höggið til
fulls og andstæðingurinn eigi ekki afturkvæmt.
Samkvæmt nýrri könnun segjast 55 prósent
Repúblikana munu styðja Donald Trump í forkosn-
ingum, verði hann í kjöri aftur 2024. Þótt stuðningur
við hann hafi fallið um 16 prósent síðan í desember
er ljóst að fráfarandi forseti er fjarri lagi dauður úr
öllum æðum og gæti allt eins unnið stríðið þótt þessi
orrusta hafi tapast. Afstaða herskárra Demókrata,
sem vilja fara gegn Trump, starfsliði hans og fylgdar-
liði, er því skiljanleg, enda verða óteljandi afglöp og
embættisbrot forseta frá fyrri tíð hjákátleg í saman-
burði við það sem nú hefur gengið á.
Ímynd Bandaríkjanna út á við mun óumflýjan-
lega styrkjast eða veikjast eftir því hvernig nýjum
valdhöfum gengur að ná áttum innanlands og byggja
aftur þær brýr til alþjóðasamfélagsins sem brotnar
hafa verið í spón með tilheyrandi tjóni fyrir heims-
byggðina.
Til lengri tíma felst stærsta áskorunin ekki síst í
því að endurreisa vægi sannleikans í þjóðfélagsum-
ræðunni. Það verkefni verður þó ekki nema að tak-
mörkuðu leyti í höndum nýs forseta. Við verðum þó
að vona að rykið verði dustað af þeirri eðlilegu kröfu
að leiðtogi hins frjálsa heims fari alla jafna með rétt
mál og ljúgi ekki bókstaflega öllu sem hann segir. Og
að sama krafa verði í auknum mæli gerð til fjölmiðla.
Vandaðir fjölmiðlar vestanhafs geta sannar-
lega varið kröftum sínum í annað en endalausar og
lýjandi leiðréttingar á rangfærslum valdhafa. Til
dæmis í að miðla réttum upplýsingum til borgaranna
um stöðu mála innanlands og um allan heim.
Erfiðara getur reynst að takast á við afleiðingarnar
af þeim flaumi lyga og samsæriskenninga sem runnið
hefur upp úr fráfarandi forseta undanfarin fjögur ár.
Valdatíð Donalds Trump hefur sýnt hvernig hægt er
að afvegaleiða almenning í landi sem hefur yfir að
ráða öflugustu fjölmiðlum í heimi. Viðleitni þeirra til
að miðla réttum upplýsingum hefur farið fyrir ofan
garð og neðan hjá tugum milljóna manna og sá heila-
þvottur sem liðist hefur í Bandaríkjunum undanfarin
ár hefur dreifst víða um heim.
Einn vandi sem fjölmiðlar standa frammi fyrir er
að Biden er óneitanlega frekar óspennandi forseti
og hætt við að lestur og áhorf hrynji þegar Donald
Trump hverfur af sjónarsviðinu. Því fylgir væntan-
lega fækkun áskrifenda og áhorfenda þeirra miðla
sem meta sannleika og upplýsingar meira en aulagrín
og kjánahroll.
Andað léttar
2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN