Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 10

Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 10
Þær búa allar að mikilli reynslu og eru tilbúnar að taka næsta skref. Þorsteinn Hall- dórsson, þjálfari Breiðabliks 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT SKÍÐI Hilm ar Snær Örvars son, skíðamaður úr Víkingi, hafnaði í 14. sæti á Evr ópu bikar móti í stór svigi sem haldið var í Sviss í gær. Hilm ar Snær skíðaði fyrri ferðina á 1:05,02 mín út um og var í 20. sæti eftir þá ferð. Hann bætti sig hins vegar um tæpar fimm sek únd ur í seinni ferðinni þar sem han kom í mark á 1:00,67 mín út um. Hilm ar Snær kepp ir aft ur í stór­ svigi í dag en þá tekur hann þátt í heims bik arn um í greininni. Á föstu­ dag og laug ar dag keppir Hilmar Snær svo í svigi, sem er hans sterk­ asta grein. – hó Hilmar hafnaði í 14. sæti í Sviss Hilmar var valinn íþróttamaður ársins í árlegu kjöri ÍF í fyrra. FÓTBOLTI Þrír leikmenn úr Íslands­ meistaraliði Breiðabliks í knatt­ spyrnu kvenna á síðasta ári, hafa undanfarnar vikur samið við félög í þýsku efstu deildinni. Alexandra Jóhannsdóttir var í gær kynnt til leiks sem leikmaður Eintracht Frankfurt, fyrr í vikunni var til­ kynnt um félagaskipti Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur til toppliðs deildarinnar, Bayern München, og í lok síðasta árs samdi Svein­ dís Jane Jónsdóttir, sem var á láni hjá Blikum frá Keflavík í fyrra, við stórliðið Wolfsburg. Þá var tilkynnt í vikunni að Andrea Rán Snæfells Hauksdóttir færi á lán til Le Havre í Frakklandi, þar sem hún hittir fyrir liðsfélaga sinn úr Breiðabliki í fyrra, Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og landsliðsmiðvörðinn Önnu Björk Kristjánsdóttur. Karólína Lea og Sveindís Jane eru fæddar árið 2001 en Alexandra árið 2000, en athyglisvert er að svo ungir leikmenn fari beint frá Íslandi til liða í þýsku efstu deild­ inni. Sveindís Jane var hins vegar lánuð til Kristianstads í Svíþjóð og mun leika þar á komandi keppnis­ tímabili. Alexandra og Karólína Lea eiga það sammerkt að vera Hafn­ firðingar sem gengu ungar til liðs við Blika og fengu stórt hlutverk í öf lugu liði í Kópavoginum ungar að aldri. Alexandra var 17 ára þegar hún kom til Breiðabliks frá Haukum og Karólína Lea 16 ára gömul þegar hún söðlaði um frá FH til Blika. „Það má svo sannarlega segja það,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, aðspurður út í tvíeggja sverðið sem þjálfari, um tilfinning­ una að vera að missa hryggjarsúluna úr meistaraliði Blika, en á sama tíma gleðjast fyrir hönd stelpnanna að vera að fara út í atvinnumennsku í sterkustu deildir heims. Wolfsburg og Bayern eru tvö af sterkustu liðum Evrópu að mati styrkleikalista UEFA og franska og þýska deildin þær sterkustu í Evr­ ópu, samkvæmt sömu útreikning­ um. Þorsteinn tekur undir að það sé ákveðin viðurkenning fyrir gott starf sem unnið er hjá Breiðabliki. „Við erum að sjá leikmennina okkar fara í tvær af sterkustu deild­ um heims og ég held að þetta sé frábært skref fyrir þær. Þetta sýnir að við erum að gera eitthvað rétt hjá Breiðabliki og við getum tekið þessu sem hrósi. Að félagið hafi gert vel fyrir þessa leikmenn og gefið þeim möguleika á að taka þetta skref, ásamt þeim sjálfum að sjálf­ sögðu. Þegar svona stórlið standa til boða er varla neitt annað hægt en að taka tilboðinu.“ Þessir leikmenn eru komnir í stórt hlutverk hja A­landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur, en Alex­ andra lék sex af átta leikjum Íslands þegar liðið tryggði sér sæti í loka­ keppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi sumarið 2022, Svein­ dís Jane fimm og Karólína Lea þrjá. „Þær búa allar að mikilli reynslu og eru tilbúnar að taka næsta skref. Þær eiga allar að baki tvö tímabil í efstu deild, landsleiki og Alexandra og Karólína eiga að baki Evrópu­ leiki. Það er því mjög jákvætt að sjá leikmenn taka þetta næsta skref sem var ekki alltaf í boði. Landsliðið á stóran þátt í þessu, en þær komast í landsliðið með góðri frammistöðu hjá félagsliði.“ Þorsteinn segir að það hafi verið nóg að gera við að svara fyrirspurn­ um að utan, en á ekki von á því að fleiri séu á förum í bili. „Það hefur verið nóg að gera að svara eftirspurnum og óvenjumikill áhugi. Ég er ekki alveg hundrað pró­ sent á því, en ég held að það séu ekki f leiri fyrirspurnir inni.“ Fyrir vikið er á verkefnalista Þorsteins og þjálfarateymisins hjá Blikum að smíða nýtt meistaralið, en Þorsteinn hefur einnig verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá íslenska kvennalandsliðinu. Hann segist vera spenntur fyrir fram­ haldinu í Kópavogi, en staðfesti rað hann hafi rætt lauslega við KSÍ. „Það verður krefjandi en spenn­ andi verkefni að byggja upp nýtt lið. Við vissum að þetta gæti gerst og vorum byrjuð að undirbúa leik­ mannahópinn. Ég er bjartsýnn á að við verðum með gott lið í sumar og hefur gengið vel að innleiða breyt­ ingarnar. Svo eru margir spennandi leikmenn að bíða eftir tækifærinu, framtíðin er björt.“ kristinnpall@frettabladid.is Tilbúnar að taka næsta skref Alexandra Jóhannsdóttir varð í gær þriðji leikmaður Íslandsmeistaraliðs Blika til að semja við stórt lið í Þýskalandi á mánuði. Þjálfari liðsins segir frábært að sjá unga leikmenn taka skrefið í atvinnumennsku. Alexandra, hér fyrir miðju, fagnar einu af mörkum Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM í fyrra ásamt Söru, Elínu og Sveindísi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Dagur Sigurðsson, þjálfari japanska landsliðsins, og Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Barein, komu liðum sínum áfram í milliriðlana á HM í handbolta í gær. Þeir munu því leiða saman hesta sína í milliriðlinum í Kaíró. Það komust því öll liðin sem íslenskir þjálfarar stýra áfram á næsta stig keppninnar. Japan vann nauman sigur á Angóla í gær og fer því með eitt stig inn í milliriðlana eftir jafntefli við Króatíu fyrr í mótinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem Japan kemst upp úr riðlinum á HM í hand­ bolta, en þetta er önnur keppni Dags með liðið. Barein undir stjórn Halldórs verður án stiga, en liðið komst áfram með 34­27 sigri á Kongó í gær­ kvöldi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Barein kemst áfram í milliriðl­ ana á HM. Þá var Þýskaland undir stjórn Alfreðs Gíslasonar búið að tryggja sér þátttökurétt í milliriðl­ unum fyrir lokaumferðina í gær og verða því fjórir íslenskir þjálfarar í milliriðlunum. – kpt Íslendingaliðin í milliriðlana Halldór er þriðji Íslend- ingurinn sem þjálfar lands- lið Barein á stuttum tíma. Áður höfðu Guðmundur Þ. Guðmundsson og Aron Kristjánsson stýrt liðinu. Dagur fylgist einbeittur með á hliðarlínunni í Egyptalandi. HANDBOLTI Ísland hefur í dag leik í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handbolta karla en fyrsti mótherji íslenska liðsins í milliriðlinum verður Sviss sem komst óvænt inn í mótið á síðustu stundu eftir að Bandaríkjamenn þurftu frá að hverfa vegna kórónaveirusmits. Frakkland og Noregur verða einnig andstæðingar Íslands, Portúgals og Alsírs í milliriðlinum en tvö lið af sex komast áfram í átta liða úrslitin. Ísland á enn möguleika á að komast upp úr milliriðlinum með góðum úrslitum en Bjarni Fritzson, handboltaþjálfari og fyrrverandi landsliðsmaður, sagði spennandi að sjá íslenska liðið takast á við bestu lið heims sem léku til úrslita á HM árið 2017 þegar Fréttablaðið leitaði álits hjá honum. „Þetta er alveg skuggalegur milli­ riðill með tveimur af bestu liðum heims undanfarin ár í Frakklandi og Noregi. Við vorum heppin með riðil í fyrstu þó að það sé alltaf sér­ kennilegt að mæta liðum sem þú veist lítið um en strákarnir leystu það mjög vel. Nú fá þeir tækifæri að bera sig saman við bestu lið heims og bestu leikmenn heims til að sjá hvar þeir standa og þeir þurfa ekk­ ert að vera neitt smeykir.“ Bjarni segist upplifa mikinn sam­ hug í íslenska liðinu á mótinu. „Mér finnst allir strákarnir ótrú­ lega vel samstilltir og gíraðir inn á þessu móti og með því hefur breidd­ in aukist. Það eru þó nokkrir ungir strákar í bland við reynslubolta og það myndast gott jafnvægi í liðinu. Mín tilfinning er að við höfum núna engu að tapa og sjáum hvað gerist. Ungu strákarnir hafa margir verið í stórum hlutverkum með liðum sínum hérna heima og með ungl­ ingalandsliðinu. Þeir eru ekkert litlir í sér og fara með sigurvilja og sigurhugarfar inn í alla leiki sem er akkúrat það sem oft þarf til. Það er því tilhlökkun að sjá þá takast á við þetta verkefni. Leikurinn gegn Sviss er algjör lykilleikur með það hvaða væntingar maður hefur til fram­ haldsins.“ – kpt Fá að bera sig saman við bestu leikmenn heims Leikurinn gegn Sviss er algjör lykilleikur með það hvaða væntingar maður hefur til framhaldsins. Bjarni Fritzson

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.