Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 14

Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 14
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Mi k i l l m u n u r var á ávöxtun íslenskra vog-unarsjóða, sem h a f a s u m i r hverjir fjárfest- ingarheimildir til að gíra skort- eða gnóttstöður sínar í skuldabréfum eða hlutabréfum fimmfalt, á árinu 2020 en tveir sjóðir í rekstri Akta sköruðu fram úr og skiluðu sjóð- félögum sínum yfir 90 prósenta ávöxtun, samkvæmt samantekt Markaðarins. Góðan árangur sjóð- anna – Akta HS1 og Akta HL1 – má ekki síst þakka veðmáli þeirra á hlutafjárútboð Icelandair Group, þar sem sjóðirnir tóku drjúga stöðu, en hlutabréfaverð f lugfélagsins hækkaði um liðlega 70 prósent á síðustu tveimur mánuðum ársins. Sjóðurinn ÍS-5, sem er í rekstri Stefnis og fjárfestir í hlutabréfum, og Fixed Income Opportunity Fund (FIOF), skuldabréfasjóður í stýringu hjá Landsbréfum, skiluðu hins vegar lökustu afkomunni á síðasta ári í samanburði við aðra vogunar- sjóði og var ávöxtun þeirra 7,7 pró- sent og 5 prósent. Samk væmt upplýsingablaði Akta HS1 til sjóðfélaga, sem Mark- aðurinn hefur undir höndum, nam ávöxtun sjóðsins 93,7 prósentum á liðnu ári, en hann fjárfestir bæði í íslenskum hlutabréfum og skulda- bréfum. Ávöxtun Akta HL1 var litlu minni, eða um 90,2 prósent, en sá sjóður fjárfestir einungis í hluta- bréfum. Sjóðirnir, sem voru annars vegar 4,4 milljarðar króna og hins vegar 3,7 milljarðar króna að stærð í árslok 2020, hafa ekki skilað hærri ávöxtun frá stofnun árið 2013 – á árinu 2015 skiluðu sjóðirnir 88 pró- senta og 71 prósents ávöxtun – en þeim er stýrt af Erni Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra Akta, og Fann- ari Jónssyni sjóðsstjóra. Til samanburðar hækkaði úrvals- vísitala Kauphallarinnar um liðlega 21 prósent á síðasta ári á meðan hækkun aðalvísitölu skuldabréfa nam um 6 prósentum. Vogunarsjóðir, sem standa ein- ungis fagfjárfestum til boða vegna þess hversu áhættusöm fjárfesting í slíkum sjóðum getur verið, hafa mun ríkari heimildir en hefð- bundnir verðbréfasjóðir til lán- töku – stundum nefnd gírun – og nýta sér af leiður, meðal annars valréttarsamninga og framvirka samninga, til að skortselja ákveðna hlutabréfa- eða skuldabréfaflokka, sem og að taka gíraða gnóttstöðu. Sjóðirnir miða árangur sinn við tilteknar vísitölur á markaði og yfirleitt nemur þóknun þeirra sem stýra þeim 20 prósentum umfram það viðmið. Auk þess að hafa hagnast mikið á fjárfestingu í Icelandair höfðu vog- unarsjóðir Akta, sem eru að sögn kunnugra sagðir kvikari en aðrir sambærilegir sjóðir í að kaupa og selja sig út úr þeim félögum sem þeir fjárfesta í, byggt upp drjúga stöðu í Kviku banka og TM þegar hlutabréfaverð félaganna tók að hækka mikið eftir að tilkynnt var um samruna þeirra í lok september. Þá tímasettu sjóðir Akta vel kaup í fasteignafélögum síðla árs, en gengi þeirra hækkaði mikið – hlutabréfa- verð Regins og Reita rauk upp um liðlega 40 og 60 prósent í nóvem- ber og desember – þegar jákvæðar fregnir af bóluefni juku mjög bjart- sýni fjárfesta á hlutabréfamarkaði. Samkvæmt samantekt Markað- arins skilaði fagfjárfestasjóðurinn Algildi, sem var stofnaður árið 2019 og er stýrt af Jóhanni Gísla Jóhann- essyni, þriðju hæstu af komunni á árinu 2020, en ávöxtun sjóðsins nam tæplega 43 prósentum. Sjóð- urinn fjárfestir í bæði skráðum, innlendum hlutabréfum og skulda- bréfum og nemur stærð hans um 1.500 milljónum króna. Þar á eftir komu sjóðirnir Alpha hlutabréf hjá Íslandssjóðum, Hekla fagfjárfestasjóður, blandaður sjóð- ur sem er í rekstri Landsbréfa, og Iceland Fixed Income Fund (IFIF), vogunarsjóður hjá Kviku eigna- stýringu sem fjárfestir í íslenskum skuldabréfum. Ávöxtun þessara sjóða nam á bilinu 31 til 37 pró- sentum á árinu 2020. Fram kemur í upplýsingablaði sem var sent til sjóðfélaga IFIF á síðasta viðskiptadegi ársins 2020, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sjóðurinn hafi skilað um 31 prósents ávöxtun á árinu en stærð sjóðsins stóð þá í 18,1 milljarði króna. Ávöxtun sjóðsins, sem var komið á fót árið 2009 og er stýrt af Agnari Tómasi Möller, var sú næstbesta frá stofnun, en til samanburðar hækkaði ríkisskulda- bréfavísitala Kviku eigna stýringar um 6,6 prósent á síðasta ári. Hug- myndafræði sjóðsins, að því er segir í upplýsingablaðinu, gengur út á að „finna og nýta tækifæri á íslenskum vaxtamarkaði, sérstak- lega þar sem óraunsær munur hefur myndast á milli verðlagningar og undirliggjandi forsenda, einkum vegna tímabundinnar óskilvirkni á markaði og/eða mikils aðskilnaðar í verðmyndun á milli mismunandi eignaflokka.“ Í fjárfestabréfi IFIF til sjóðfélaga um síðustu áramót, sem Markaður- inn hefur undir höndum, er bent á að ef alþjóðaþróun verði ekki með þeim hætti að verðbólga fari úr böndunum á næstu árum og seðla- bankar heimsins grípi fyrr til vaxta- hækkana en nú er verðlagt á mörk- uðum, sé ekki óvarlagt að reikna með vöxtum Seðlabankans – þeir eru nú 0,5 prósent – í nágrenni við sömu gildi næstu tvö árin. „Mikill og sögulega hár langtíma raunvaxtamunur, verðlagning um hratt hækkandi vexti Seðlabanka Íslands, verðbólguálag til skemmri og lengri tíma við markmið og nokkuð minni útgáfa ríkissjóðs en gera hefði mátt ráð fyrir, gefur ástæðu til sæmilegrar bjartsýni um góða ávöxtun skulda á komandi ári,“ segir í fjárfestabréfinu. hordur@frettabladid.is Vogunarsjóðir Akta skiluðu 90 prósentum Ávöxtun níu vogunarsjóða var á bilinu 5 til 94 prósent á síðasta ári. Veðmál á  útboð Icelandair og vel tímasett kaup í Kviku og TM réðu miklu um að tveir sjóðir Akta skiluðu tvöfalt hærri ávöxtun en næsti sjóður sem kom á eftir. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 21% í fyrra en skuldabréfavísitalan um 6%. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ✿ Ávöxtun vogunarsjóða á árinu 2020 Akta HS1 93,7% Akta HL1 90,2% Algildi 42,8% Alpha hlutabréf (Íslandssjóðir) 37,4% Hekla (Landsbréf) 36,5% Iceland Fixed Income Fund (Kvika) 31,2% JR-TRF (Kvika) 28,0% Akta SK1 19,3% ÍS-5 (Stefnir) 7,7% FiOF (Landsbréf) 5,0% Hópur skuldabréfaeigenda, sem tók þátt í skuldabréfa-útboði WOW air haustið 2018 hefur farið fram á að dóm- kvaddur verði matsmaður til að leggja á það mat hvort f lugfélagið var orðið ógjaldfært áður en útboð- ið fór fram. Algengt er að dóm- kvaddir matsmenn séu fengnir til þess að meta slíkt áður en riftunar- mál eða skaðabótamál eru höfðuð. „Þrotabú WOW air hafði fengið endurskoðendur til að skoða málið og þeir komust að þeirri niðurstöðu að félagið hefði verið ógjaldfært um sumarið 2018. Þessa niðurstöðu er hins vegar ekki hægt að nota fyrir dómi og þess vegna förum við fram mat óháðra sérfræðinga,“ segir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lög- maður hópsins. Matsbeiðendur eru bandaríska sjóðastýringarfyrirtækið Eaton Vance Management, norska sjóða- stýringarfyrirtækið MP Pensjon, Kvika eignastýring, sænski vog- unarsjóðurinn Peak AM Alternative Investments, Swedbank Luxem- bourg, Rea ehf., sem er móðurfélag Airport Associates, og GAMMA Capital Management, sem var tekið yfir af Kviku banka árið 2019. Fjár festingar félag ið Toluma Kreditt er einnig á meðal mats- beiðenda sem og Johannes Ben- torp. Stjórnarformaður Toluma er Morten Wilhelm Wilhelmsen, fyrr- verandi forstjóri Wilhelmsen, sem er eitt stærsta skipafélag heims. Matsþolar eru hins vegar Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, ásamt stjórnarmönnun- um Liv Bergþórsdóttur, Helgu Hlín Hákonardóttur, Davíð Mássyni og Basil Ben Baldanza. „Ef félagið var ógjaldfært á þeim tíma sem skuldabréfin voru gefin út myndast skaðabótaskylda stjórn- enda félagsins gagnvart kröfuhöf- um. Umbjóðendur okkar halda því fram að stjórnendur WOW hefðu átt að hætta við útboðið og óska strax eftir gjaldþrotaskiptum í stað þess að sækja fé til fjárfesta sem auð- sjáanlega breytti engu fyrir fjárhag félagsins,“ segir Guðmundur Ingvi. Skaðabótaskyldan muni þá sam- svara fjárfestingu skuldabréfaeig- endanna í útboðinu. WOW air gaf út skuldabréf fyrir um 50 milljónir evra í september 2018. Stór hluti þeirrar fjárhæðar sem safnaðist í umræddu útboði fékkst hins vegar með því að ýmsir kröfuhafar WOW air breyttu kröfum sínum í skuldabréf. Þá kom fram í skýrslu Deloitte fyrir þrota- bú WOW air, að fjármagninu hefði að mestu verið varið í uppgreiðslu gjaldfallinna krafna, eða rúmum 33 milljónum dala af þeim 50 millj- ónum sem voru til ráðstöfunar eftir útboðið. Skuldabréfaeigendurnir sendu kröfubréf á stjórnendur WOW air haustið 2019. Var þess krafist að stjórnendur WOW air gengju til samninga um greiðslu skaðabóta ellegar færi málið fyrir dómstóla. – tfh Lánardrottnar WOW vilja dómkvaddan matsmann Skúli Mogensen, stofnandi og for- stjóri WOW air. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ef WOW air var ógjald- fært þegar skuldabréfaútboð félagsins fór fram myndast skaðabótaskylda stjórnenda á hendur kröfuhöfum. 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.