Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 21

Fréttablaðið - 20.01.2021, Síða 21
Við höfum á sterkum grunni tækni- þekkingar og sérhæfingar tekið þátt í uppbyggingu samfélags á sífellt breiðari vettvangi. Má þar nefna umhverf ismálin og sjálf bærni, skipulagsmál, umgjörð ferðaþjón- ustunnar og almennt innviði sam- félagsins. Góð tengsl og samvinna við verkfræðistofur leiddi síðan til frekari samruna innanlands og nýs reksturs erlendis. Með breiðari þekkingargrunni og verkefnum í öllum greinum atvinnulífs og opinbera geiranum fáum við mikla yfirsýn. Þann- ig getum við komið sterkar inn í mótun fjölbreyttari verkefna frá fyrstu stigum, auk þess að útfæra síðan einstakar lausnir.“ Mun Efla sem sagt halda áfram að vaxa tiltölulega hratt? „Síðastliðinn áratug tvöfaldaðist umfang rekstrarins. Nú síðustu ár hafa verið meiri áskoranir í efna- hagslífinu sem hefur gert það að verkum að starfsmönnum hefur heldur fækkað á síðustu tveimur árum. COVID-19 gerði það meðal annars að verkum að við urðum að grípa til uppsagna í tengslum við óvissu í verkefnastöðu. En lands- lagið hefur batnað og við erum farin að ráða starfsfólk á nýjan leik. Við erum því bjartsýn á komandi ár. Ég á fastlega von á því að á næstu miss- erum muni fyrirtækið fara í eðli- legan vaxtarfarveg, enda tækifærin mikil til framtíðar. Um leið þarf að fjárfesta í mannauðinum, nýsköpun og þróun. Viðskiptamódelið er einnig að þróast. Þó við munum áfram byggja tekjuflæðið á útseldri vinnu þá eigum við von á að færa okkur einnig meira inn í heildarlausnir á ákveðnum sviðum, til dæmis í sjálf- virknivæðingu. Má sem dæmi nefna uppsetningu á þjörkum (róbótum) með tengdum búnaði í iðnaði. Við- skiptavinir vilja fremur að einn aðili sinni verkefninu frá upphafi til enda í stað þess að eiga við ýmsa birgja til þess að hrinda verkefninu í framkvæmd; svo sem ráðgjafa, erlenda birgja og vélsmiðju. Þessa hugsun getum við mótað á breiðari grundvelli bæði í vöru- og þjónustu- lausnum,“ segir Guðmundur. Starfsemi í sjö löndum Ef la rekur dótturfyrirtæki í Nor- egi, Svíþjóð, Skotlandi og Póllandi. Fyrirtækið á jafnframt hlut í litlum verkfræðistofum í Þýskalandi og Frakklandi og þróunarfyrirtæki í Tyrklandi. Erlendis er sérhæfing verkfræðistofunnar einkum á sviði orkuf lutningsmannvirkja á borð við háspennulínur og tengivirki, samgöngumannvirki eins og vegi, jarðgöng, brýr og tengda innviði, húsbyggingar, stýringar og sjálf- virkni í iðnaði og jarðvarma. Mesta umfangið er í Noregi en þar starfa um 35 manns frá ellefu þjóðlöndum. „Hugsunin með því að opna í Nor- egi var ekki síst að byggja nýja stoð undir starfsemina á öðrum mark- aði landfræðilega. Sýn okkar er að breiða úr okkur þar í landi á sömu sviðum og við erum með á Íslandi. Það mun taka tíma. Við nutum góðs af því í fjármála- hruninu 2008 að vera komin með nokkra starfsemi í Noregi. Það gaf okkur færi á að taka hratt þátt í verkefnum þar þegar verkefnin á Íslandi þornuðu upp. Í því felst áhættudreifing að geta látið verk- efnin flæða á milli landa.“ Eru laun á Íslandi ekki orðin of há til að hægt sé að láta mikið af erlend- um verkefnum f læða til Íslands? „Íslensk tæknistétt er einhver sú dýrasta í heiminum. Samkeppnis- hæfni okkar snarbatnaði eftir fjár- málahrunið 2008 en eftir það fór hún jafnt og þétt dvínandi. Gengi krónu hefur nú lækkað – mögulega tímabundið – samhliða COVID-19 og við það batnaði staðan aftur. Við höfum tvöfaldað umfangið í Sví- þjóð á einu ári. Þar eru nánast ein- vörðungu íslenskir starfsmenn stað- settir hérlendis að sinna verkefnum á sviði orkuflutningsmannvirkja. Við rekum fyrirtæki í Póllandi á sviði orkuf lutnings og dreifingar þar sem kostnaður er mun lægri. Sérhæfingin og þekkingin er sú sama, og staðlaumhverfið sambæri- legt. Við sjáum fyrir okkur að nýta pólsku starfsemina í auknum mæli til að styrkja samkeppnishæfni okkar.“ Hvernig áskoranir eru í rekstr- inum í Póllandi? „Verkkaupar eru yfirleitt opin- berir aðilar, svo sem rekstrarað- ilar raforkukerfa og veitufyrirtæki, svipað og í Noregi og Svíþjóð. Kaup- endurnir hafa gríðarlega sterka stöðu í öllum samningum og taka ýmsar ákvarðanir einhliða sem við eigum ekki að venjast annars staðar. Það er til dæmis algengt að greiðsl- ur berist seint í verkefnum. Hluti af greiðslunni er inntur af hendi í upphafi og svo eftir áföngum. Í sumum tilvikum er jafnvel ekki greitt að fullu fyrr en verktakinn hefur skilað sínu verki, löngu eftir okkar skil. Það reynir á fjármögnun í millitíðinni. Verkaupi getur síðan frestað úttektum á verkinu sem aftur frestar greiðslum. Við njótum góðs af því að starfsfólk okkar í Pól- landi er alvant að vinna við þessar aðstæður.“ Í fremstu röð Guðmundur segir að Ef la sé í fremstu röð á heimsvísu í ráðgjöf varðandi orkuflutningsmannvirki. „Það skiptir miklu að hafa sterkan heimavöll. Við höfum getað leitað fyrir okkur erlendis vegna þeirra verkefna sem við höfum tekið að okkur á Íslandi. Það er áhyggjuefni hversu illa hefur gengið að finna samhljóm um áframhaldandi nýt- ingu endurnýjanlegrar orku hér- lendis. Það hefur gert það að verkum að sérstaða okkur á erlendum vett- vangi fer dvínandi. Við erum smám saman að missa út þekkingu sem gaf Íslandi alþjóðlegt forskot. Þessi verkefni eru yfirleitt hátæknileg og krefjast mikillar þekkingar. Þau eru einn grundvöllur tæknimennt- unar á Íslandi og skapa atvinnu fyrir fjölda tæknimenntaðra. Það er mikilvægt að horfa á þetta sam- hengi. Það eru gríðarleg tækifæri fyrir Ísland sem sjálf bært orkuland þar sem við vöndum okkur í umgengni við náttúruna en nýtum okkur endurnýjanlega orku til framtíðar.“ Að hverju þurfum við að huga í þeim efnum? „Sem dæmi nefni ég að vetni og vetnisberar sem framleiddir eru með endurnýjanlegri orku eru að verða mjög eftirsótt vara alþjóð- lega. Forystuþjóðir eins og Þjóð- verjar, Frakkar, Japanir og ótal f leiri hafa lýst því yfir að þær muni nýta þessa orkugjafa í verulegum mæli þegar fram í sækir, meðal annars fyrir stærri samgöngutæki eins og f lutningabíla, skip og jafnvel f lug- vélar, þar sem ekki er raunhæft að nýta rafmagn sem orkugjafa beint. Við erum í áhugaverðri stöðu til að framleiða vetni með umhverfis- vænum hætti, f lytja það út og eins nýta í eigin þágu. Nýting vindork- unnar mun einnig verða að veru- leika hér eins og í nágrannalönd- unum. Við þurfum að fara varlega en það er mikilvægt að taka þátt í þessari þróun og skapa okkur sýn þótt við vitum ekki nákvæmlega hvernig framvindan verður. Við megum ekki dragast aftur úr. Það hefur verið mikil vitundar- vakning um að ganga vel um nátt- úruna og vetnisvæðing getur vel farið saman við þá hugmyndafræði. Höfum í huga að kolefnisspor áls sem framleitt er með raforku frá kolaorkuverum er nálægt áttfalt á við það sem framleitt er á Íslandi. Jafnvel þó við fjölgum ekki endilega álverum eru mikil tækifæri í áfram- haldandi orkuvæðingu.“ Talið berst að áskorunum í rekstri 400 manna fyrirtækis sem hefur tvöfaldað fjölda starfsmanna síðast- liðinn áratug eða svo. „Við ákváð- um, þótt reksturinn hafi gengið vel í áratug, að fara í verulegar breyt- ingar á skipulagi og teymisvæðingu í allri starfseminni. Kjörorðin eru samvinna, þátttaka og samábyrgð. Hugsunin er að innleiða skipulag og menningu þar sem fyrirtækið hefur mikla aðlögunarhæfni til að bregð- ast við sífellt örari þróun. Fyrir- tækið þarf að vera kvikt á traustum grunni, starfsmenn þurfa að vinna vel saman og Efla þarf að bjóða upp á afburða starfsvettvang með mikla möguleika til starfsþróunar.“ Var orðið erfitt fyrir 400 manns að vinna saman, var fyrirtækið orðið stirt? „Já, fyrirtækið var að verða of stirt. Eftir því sem við urðum stærri var orðið erfiðara að vera á tánum og ná samlegð og við brugðumst við því með umræddum breytingum. Við erum að breyta vinnustaða- menningunni og það mun taka tíma en við erum strax farin að upplifa þessa breyttu hugsun gerjast í fyrir- tækinu. Á meðal breytinga sem við gerð- um var að í stað fagstjóra yfir fag- sviðum erum við nú með fyrirliða í fagteymum. Hann hefur annars konar hlutverk en fagstjóri. Verkefni fyrirliðans er að tryggja að teymið virki og vinni vel saman en ekki að stýra því. Teymin hafa sjálf mikið um störf sín að segja.“ Guðmundur segir að það sé ein af mestu áskorunum í starfsemi þekk- ingarfyrirtækja að tryggja að fólk sé sátt þó að stundum verði skoðanir skiptar. „Öll okkar þjónusta til við- skiptavina byggir á framlagi okkar sérfræðinga, og því gefur augaleið að starfsánægja og sterk liðsheild eru grundvallaratriði til árangurs í starfseminni.“ Guðmundur segir að hugsunin með því að opna í Noregi á sínum tíma hafi verið að byggja nýja stoð undir starfsemina landfræðilega. „Sýn okkar er að breiða úr okkur þar í landi á sömu sviðum og við erum með á Íslandi. Það mun taka tíma,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Spilaði knattspyrnu með FC Baden í Sviss Guðmundur, sem er upphaf- lega byggingarverkfræðingur að mennt með framhaldsnám frá Bandaríkjunum, réð sig til Línuhönnunar, eins af forverum Eflu, árið 1983 og starfaði þar í tvö ár þar til hann fór í atvinnu- mennsku í knattspyrnu til FC Baden í Sviss í bænum Baden sem er skammt frá Zürich. Þar var hann í tvö ár. „Þetta var rétt í enda knattspyrnuferilsins, smá krydd í tilveruna fyrir okkur fjöl- skylduna,“ segir hann. Því næst lá leiðin aftur til Línuhönnunar og starfaði hann þar á árunum 1987 til 1991 þegar hann fór í MBA-nám til Kanada. Eftir það starfaði Guðmundur í ellefu ár hjá Eimskip og tók í kjölfarið við sem framkvæmdastjóri Línu- hönnunar árið 2005 sem var þá með um 90 starfsmenn. Hann situr í stjórnum nokk- urra félaga innan EFLU-sam- stæðunnar, er í framkvæmda- stjórn Viðskiptaráðs, í fjár festinga ráði ITF sjóðs um fjárfestingu í ferðaþjónustu, í stjórn Fannborgar um rekstur og uppbyggingu í Kerlingarfjöllum, í Loftslagsráði og í stjórn Græn- vangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir. Guðmundur sat í stjórn Vali- tor, dótturfélags Arion banka, í um áratug eða til haustsins 2019. „Höskuldur Ólafsson, fyrr- verandi forstjóri Arion banka og gamall samstarfsfélagi minn frá Eimskipsárunum, var þá for- stjóri Valitor og leitaðist eftir kröftum mínum í stjórnina,“ segir hann. Andlegar æfingabúðir á Indlandi „Ég var svo heppinn að í að- draganda bankahrunsins var okkur hjónum boðið á vegum Lótushúss til Indlands í viku- langt athvarf í andlegri rækt og hugleiðslu. Þetta voru eins konar andlegar æfingabúðir, minntu á það þegar við fórum í æfingabúðir með fótboltanum hér á árum áður nema að þarna fór fram þjálfun hugans í stað líkamans. Á Indlandi lærði ég að hugleiða og kynnast betur sjálfum mér. Það kom að góðum notum í hruninu 2008,“ segir Guðmundur. „Á námskeiðinu var okkur til dæmis kennt að við sjálf erum ekki hlutverkin sem við sinnum. Ég er til dæmis ekki fram- kvæmdastjóri Eflu í þeim skiln- ingi, þó ég gegni því hlutverki tímabundið. Það er brothætt að festast í slíkum þankagangi og gæti þá til dæmis sjálfsmynd mín laskast í slíkri hugsun nú þegar ég skipti um starfsvett- vang innan fyrirtækisins. Það er sömuleiðis mikilvægt að læra að aftengjast tilfinninga- lega erfiðum aðstæðum eins og kostur er – og vera ekki eins og fljótandi korktappi í hafinu. Það á ekki að flýja aðstæðurnar heldur horfa á þær utan frá – hlutlaust – án þess að tengjast þeim tilfinningalega. Þetta er ekki alltaf auðvelt, en með þeim hætti eru meiri líkur á að taka yfirvegaðri og betri ákvarðanir. Hver og einn stjórnar eingöngu eigin hugsunum. Þess vegna er mikilvægt að kynnast sjálfum sér, vinna með það sem betur má fara, ná innri sátt og freista þess þannig að hafa jákvæð áhrif á umhverfi sitt. Við búum öll yfir jákvæðum kjarnaeiginleikum sem við getum tengst og styrkt með hugleiðslu. Þessir eigin- leikar geta verið innri ró, gleði, styrkur og kærleikur. Okkur líður vel þegar við upplifum þessa eiginleika. Þeir eru okkur öllum mikilvægir, og ekki síst í hlut- verkum leiðtoga í atvinnulífinu.“ Það er áhyggjuefni hversu illa hefur gengið að finna samhljóm um áframhaldandi nýtingu endurnýjanlegrar orku hérlendis. Við erum smám saman að missa út þekkingu sem gaf Íslandi alþjóðlegt forskot. Við erum í áhuga- verðri stöðu til að framleiða vetni með um- hverfisvænum hætti, flytja það út og eins nýta í eigin þágu. MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.