Fréttablaðið - 20.01.2021, Qupperneq 23
Frestur til að skila inn umsögnum um drög a ð a ð g e r ð a á æ t l u n Reyk jav ík urborgar í lof t slagsmálum ár in 2021 til 2025 rennur
út næstkomandi föstudag. Sím-
inn var í stórum hópi fyrirtækja
og einstaklinga sem sendu hug-
myndir til stýrihóps borgarinnar
við undirbúning þessa mikilvæga
verkefnis. Umhverfis- og loftslags-
mál eru orðin órjúfanlegur þáttur
af ákvörðunum í rekstri. Til að
ná árangri þarf meðal annars að
rækta samvinnu mismunandi aðila
og samnýtingu innviða, en þau
lykilorð koma einmitt fram í þeim
drögum sem borgin hefur lagt fram
til kynningar.
Forðast óþarfa framkvæmdir
Hugmyndir Símasamstæðunnar
hafa um margra ára skeið miðað
að því að draga úr óþörfum fram-
kvæmdum, sem eru sóun á fjár-
magni og sumar hverjar einstak-
lega óumhverfisvænar. Við gröft
og lagningu nýrra fjarskiptainn-
viða þarf meðal annars að fjar-
lægja malbik en við framleiðslu
á nýju tonni af malbiki myndast
losun upp á 39 kíló koltvísýrings.
Við bætist losun vegna f lutnings og
förgun á gamla malbikinu. Ljóst er
að kolefnisfótsporið við slíkar stór-
framkvæmdir er verulegt, auk þess
sem jarðraskið þyrlar upp svifryki
með tilheyrandi áhrifum á loft-
gæði, sem er annar mikilvægur
málaf lokkur.
Í Reykjavík hefur náðst sá fíni
árangur að öll heimili og fyrir-
tæki eru tengd ljósleiðara. Stór
hluti íbúa á svæðinu hefur val á
milli ljósleiðara frá tveimur fyrir-
tækjum, Gagnaveitu Reykjavíkur
(GR) og Mílu. Ljóst er að í kringum
tvítengd hús liggja mikil verðmæti
ónotuð í jörðu, þar sem eitt ljós-
leiðaranet dugar til allra háhrað-
af lutninga um f y r irsjáanlega
framtíð. Borginni var í lófa lagið að
koma í veg fyrir stóran hluta þess-
ara tvöföldu röralagninga með því
að kjósa samnýtingu á báða bóga.
En gott og vel, þetta er búið og gert.
GR hefur tengt með ljósleiðara að
20 til 30 þúsund f leiri heimilum á
suðvesturhorninu en Míla. Með því
að samnýta þessa tilteknu grunn-
innviði er hægt er að sleppa því
að tvítengja f leiri hús og komast
þannig hjá jarðvegsframkvæmdum
og raski í kringum fjölda íbúða
í borginni. Árið 2018 náðist að
frumkvæði Símasamstæðunnar
samkomulag við GR um sameigin-
legar jarðvegsframk væmdir á
þeim svæðum þar sem verið var að
frumleggja ljósleiðaratengingar til
heimila. Var það stórt skref í átt að
minnka kolefnisspor við lagningu
fjarskiptainnviða. Í fyrra náðist svo
annað jákvætt skref þegar Síminn
og GR sömdu um aukið samstarf
sem mun komast til framkvæmda
á þessu ári. Brýnt er að þróa þetta
samstarf áfram.
Snjall búnaður og heimskur
Hvernig samnýtingunni á inn-
viðunum er háttað er lykilatriði
þegar horft er til samkeppni og
nýsköpunar. Ljósleiðari í röri í jörð
er einn og sér „heimskur“ búnaður.
Til þessa að kveikja á honum og
tengja við snjöll tæki þarf virkan
búnað. Það er í þeim hluta sem þró-
unin á þjónustu og samkeppni við
neytendur liggur, en ekki í greftri,
rörum og strengjum. Það er skoðun
Símans að mikilvægt sé að fjar-
skiptafyrirtæki veiti sem mest af
sinni þjónustu um fjölbreytilegan
virkan búnað, þótt óvirku innvið-
irnir séu víða þeir sömu. Með því
að opna á þann möguleika, fremur
en að skilyrða samnýtinguna við
alla tæknikeðjuna, en að ella fáist
ekkert samnýtt, getur borgin
komið í veg fyrir að skurðgröfur
verði ræstar að óþörfu. Margir kíló-
metrar af nýjum skurðum að þess-
um tugþúsundum heimila yrðu
til þess eins að tengja ljósleiðara
númer tvö, sem mun annaðhvort
liggja ónotaður í jörð eða verða til
þess að ljósleiðarinn sem fyrir var
verður ónotaður.
Spáð hefur verið að 15 prósent
af markmiði Evrópu um kolefnis-
hlutleysi á næstu áratugum muni
nást fyrir tilstilli 5G, internets
hlutanna og f leiri fjarskiptalausna.
Snjöll sítengd heimilistæki geta
stillt notkun sína þannig að orka
sparast umtalsvert. Innleiðing á
nýrri tækni hvílir á að vel takist
að nýta fyrirliggjandi innviði.
Til lengri tíma er beinn aðgangur
að innviðum borgarinnar, á við-
skiptalegum forsendum auðvitað,
tryggasta leiðin til að stuðla að
grænni nýsköpun og gróskumikilli
samkeppni.
Til lengri tíma er
beinn aðgangur að
innviðum borgarinnar, á
viðskiptalegum forsendum
auðvitað, tryggasta leiðin til
að stuðla að grænni ný-
sköpun og gróskumikilli
samkeppni.
Margir kílómetrar
af nýjum skurðum
að þessum tugþúsundum
heimila yrðu til þess eins að
tengja ljósleiðara númer tvö,
sem mun annaðhvort liggja
ónotaður í jörð eða verða til
þess að ljósleiðarinn sem
fyrir var verður ónotaður.
GRILLAÐUR – PÖNNUSTEIKTUR – OFNBAKAÐUR
Borinn fram með fersku salati, smælki, og citrus beurre blanc.
APOTEK Kitchen + Bar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is
JANÚAR TILBOÐ
1.990 kr. á mann
FRÁBÆR Í HÁDEGINU
FISKIVEISLA
3 tegundir af ferskasta fiski dagsins
Brýning til borgar
Orri Hauksson
forstjóri Símans
11M I Ð V I K U D A G U R 2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 MARKAÐURINN