Fréttablaðið - 20.01.2021, Qupperneq 32
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Hafsteinsdóttir
kennari,
Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hömrum,
Mosfellsbæ sunnudaginn 10. janúar.
Útförin fer fram frá Lágafellskirkju, föstudaginn
22. janúar kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Landgræðslusjóð. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu
aðstandendur viðstaddir athöfnina.
Streymt verður frá athöfninni á
youtu.be/VwpCIYGNS1g og mbl.is/andlat.
Hafsteinn Pálsson Lára Torfadóttir
Bjarnveig Pálsdóttir
Björk Pálsdóttir Páll Valdimarsson
Hrönn Pálsdóttir Magnús Alexíusson
Aðalsteinn Pálsson Helga Grímsdóttir
Steinþór Pálsson Áslaug Guðjónsdóttir
Gunnar Páll Pálsson Ásta Pálsdóttir
Snæbjörn Pálsson Þórdís Gísladóttir
barnabörn, makar og barnabarnabörn.
Kærar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
J. Sævars Guðmundssonar
Ástjörn 2C,
Selfossi.
Sérstakar þakkir færum við læknum, hjúkrunarfólki
og starfsfólki öllu á lyflækninga- og göngudeild
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.
Þóra Björg Ögmundsdóttir
Valgerður Sævarsdóttir Halldór Páll Halldórsson
V. Helga Valgeirsdóttir Brynjar Hallmannsson
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Fjóla H. Guðjónsdóttir
handavinnukennari,
lést á Líknardeild
Landspítalans 12. janúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju,
föstudaginn 22. janúar kl. 13. Streymt verður frá
athöfninni á vefslóðinni mbl.is/andlat
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Blindrafélagið.
Fyrir hönd aðstandenda,
Agnar Guðnason
Anna Lillian Björgvinsdóttir Halldór Þorsteinsson
Sverrir Agnarsson Eyrún Antonsdóttir
Guðni Rúnar Agnarsson Sofie Wränghede
Hilmar Örn Agnarsson Björg Þórhallsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
Oddný Sveinsdóttir
áður Goðheimum 21, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk þann
25. desember sl. Sálumessa hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hjartans þakkir til starfsfólks 4. hæðar
suður á Mörk, sem umvafði Oddnýju með kærleika og
væntumþykju sl. tvö ár. Einnig fær starfsfólk Fríðuhúss
kærar þakkir fyrir einstaka umhyggju í mörg ár. Innilegar
þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug í okkar garð.
Ósa Knútsdóttir Jón Hagbarður Knútsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Jónu Bríetar Guðjónsdóttur
(Bíbíar)
frá Vestmannaeyjum,
áður til heimilis að Fögrukinn 14, Hafnarfirði, sem lést
í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi,
miðvikudaginn 16. desember.
Guðjón Guðvarðarson Ásdís Sigurðardóttir
Guðbjörg Guðvarðardóttir Ólafur Einar Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Heiðdís Norðfjörð
rithöfundur,
sem andaðist á Hlíð 7. janúar,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 21. janúar kl. 13.30.
Útförinni verður streymt á facebook-síðunni „jarðarfarir í
akureyrarkirkju - beinar útsendingar“. Sérstakar þakkir fær
starfsfólk Einihlíðar fyrir ómetanlega umönnun og alúð.
Gunnar Jóhannsson
Gunnar Gunnars. Norðfjörð Gréta Matthíasdóttir
Jón Norðfjörð Ragnheiður Svavarsdóttir
Jóhann V. Norðfjörð Linda Björk Rögnvaldsdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurgunnar H. Óskarsson
Boðahlein 27, Garðabæ,
áður Brunnstíg 3, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum,
föstudaginn 8. janúar sl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn
21. janúar kl. 15. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu
aðstandendur vera viðstaddir athöfnina.
Athöfninni verður streymt á
livestream.com/accounts/15827392/events/9484361
Pétur H. Hansen Soffía Hjördís Guðjónsdóttir
Gíslína G. Sigurgunnarsdóttir
Magdalena Ósk Sigurgunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
Þórður Haukur Ásgeirsson
Árbraut 10, Blönduósi,
sem lést á krabbameinsdeild
Landspítalans sunnudaginn 10. janúar,
verður jarðsunginn frá Blönduóskirkju,
laugardaginn 23. janúar kl. 14.00. Vegna aðstæðna verða
einungis nánasta fjölskylda og vinir viðstödd, en hægt
verður að nálgast streymi á Facebooksíðu Blönduóskirkju.
Þorbjörg Kristín Jónsdóttir
Ásgeir Hauksson Þorbjörg Sveinsdóttir
Þórdís Hauksdóttir Gunnar Tryggvi Halldórsson
Guðrún E. Hartmannsdóttir Alexander Freyr Tamimi
Stefán Haukur Ásgeirsson Halldór Smári Gunnarsson
Torfi Sveinn Ásgeirsson Elísabet Kristín Gunnarsdóttir
Skírnir Eldjárn Gunnarsson Haukur Eldjárn Gunnarsson
Hulda Ásgeirsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi, sonur og bróðir,
Finnbogi G. Kristjánsson
Vogatungu 47, Mosfellsbæ,
lést föstudaginn 18. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnhild Ólafsdóttir
Elín Rósa Finnbogadóttir og fjölskylda.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Ragna G. Pálsdóttir
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi,
Hafnarfirði, 4. janúar sl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hrefna Nelly Ragnarsdóttir Jón Sigurbjörnsson
Kristín Stefánsdóttir Jón Sverrir Erlingsson
Kolbrún Kjartansdóttir Ásþór Ragnarsson
Páll Bjarni Kjartansson Þuríður Pálsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir og afi,
Hróbjartur Hróbjartsson
arkitekt,
andaðist þann 17. janúar á
Droplaugarstöðum.
Karin Hróbjartsson Stuart
Úlfur Helgi Hróbjartsson Sjöfn Evertsdóttir
Ólafur Evert Úlfsson
Karin Sigríður Úlfsdóttir
Við fjölskyldan viljum þakka öllum
sem sýndu okkur samúð og hlýju
við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
Valgerðar Friðþjófsdóttur
sem lést 9. janúar síðastliðinn.
Sérstakar þakkir og hlýhug sendum við
starfsmönnum HERU, líknardeildar Landspítalans og
Ljóssins, Páli Óskari, Moniku, Kolfinnu, Einari og
séra Sigríði K. Helgudóttur.
Friðbergur Ólafsson
Jón Sölvi Ólafsson Guðbjörg Stefánsdóttir
Valgeir Ólafsson Natalia Boyko
Ólafur Helgi Móberg Gísli Þór Ingólfsson
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns míns,
Hreins Gunnarssonar
Þórarinsstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
hjúkrunarheimilisins Fossheima, Selfossi,
fyrir góða umönnun og hlýtt viðmót.
F.h. aðstandenda,
Steinunn Þorsteinsdóttir
Ástkær móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Laura Frederikke Claessen
Aflagranda 40,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 13. janúar.
Hjörtur H. R. Hjartarson Signý Halla Helgadóttir
Halla Hjartardóttir Kristinn Valtýsson
J. Eggert Hjartarson Claessen Gríma Huld Blængsdóttir
Laura Hjartardóttir Walter Ragnar Kristjánsson
börn og barnabörn.
2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT