Fréttablaðið - 20.01.2021, Side 38
Listamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson hefur nú opnað sýninguna Slyngir hringir á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Unnar segist hafa nýtt
tímann í heimsfaraldrinum vel.
Heiti sýningarinnar vitnar beint í
verkin, sem samanstanda af akríl-
málverkum af hringjum á ferhyrnd-
um striga.
„Nafnið kemur til af því að verkin
eru af litaformum og hringjum.
Ramminn er ferhyrndur en tilgang-
ur hringsins er að koma myndinni
úr jafnvægi, ef svo má að orði kom-
ast. Það er ekkert miðjusett og það
er engin symmetría. Hringurinn er
fullkominn eins og hann er en hann
er staðsettur þannig að það mynd-
ast ákveðið ójafnvægi. Hringurinn
er því eiginlega smá slunginn,“
segir Unnar Ari, sem útskrifaðist úr
Flor ence University of Arts á Ítalíu
og lagði einnig stund á nám í Acca-
demia Italiana í sömu borg.
Lesið í verkin
Einn hringur klæðir hvern striga.
Myndirnar skapa svo ákveðna heild
þegar þeim er raðað saman.
„Hringurinn á að rugla forminu
upp. Það verður síðan skemmti-
legra þegar þú setur fjórar myndir
hlið við hlið, eða maður raðar þeim
í raun upp bara hvernig sem mann
langar. Þá kemur í út annars konar
verk. Það er engin regla. Segjum að
þú myndir kaupa þrjár myndir, þá
stjórnar þú hvernig verkið kemur út
með því að raða verkunum upp eins
og þér finnst koma best út. Fundið
dansinn sem þú vilt. Eins og þeim
er raðað upp á Mokka gæti mörgum
liðið eins og þau séu að lesa í verkin,
frá vinstri til hægri.“
Unnar segist hafa langað til að
ögra sjálfum sér með því að vinna
einfaldari myndir en hann hefur
gert hingað til.
„Mín verk hafa hingað til alltaf
verið frekar f lókin. Mörg lög af
málningu og mikil kaótík í gangi.
Ég byrjaði að reyna fyrir mér með
þessa hugmynd núna á jólamarkað-
inum hjá Gallerý Port, að reyna að
gera ekki of mikið á strigann og
leyfa formunum að tala. Verkin á
Mokka eru eiginlega þróun út frá
þeirri vinnu.“
Hann segir hugmyndina um að
prufa sig áfram með einfaldari stíla
hafi lengi blundað í sér.
„Ég hef alltaf verið pínu hræddur,
eða smeykur, við einfaldleikann.“
Nóg að gera
Unnar segist hafa nýtt tímann vel í
kófinu, þó vissulega hafi samkomu-
bann sett sín áhrif á sköpunargleð-
ina.
„Maður hefur náttúrulega fengið
góðan tíma til að eyða á vinnu-
stofunni og hugsa. Þetta var gott
tækifæri til að prufa sig áfram með
annan stíl eða stefnu. Mér líður alla-
vega þannig að ég hafi fengið góðan
tíma til að útfæra hugmyndir í meiri
ró. Eins og með nýju sýninguna.
Maður teiknar upp og skissar, en oft
fylgir þessu nokkurt óöryggi og þá
fer maður út í eitthvað annað. Ég er
líka búinn að vera duglegri að hugsa
fram í tímann, bóka sýningar. Ég er
með aðra sýningu í Hannesarholti
í apríl, þannig að ég hef verið dug-
legur að halda mér uppteknum og
skapa mér verkefni. En á sama tíma
verður maður pínu klikkaður að
vera svona mikið einn í stúdíóinu,“
segir hann.
Lakkið enn að þorna
Unnar er því strax byrjaður að
vinna að verkum fyrir næstu sýn-
ingu.
„Vinnan að baki þeirri sýningu
hefur staðið yfir aðeins lengur. Sýn-
ingin í Hannesarholti samanstend-
ur af veggskúlptúrum. Það er langur
biðlisti í að fá að sýna á Mokka, en
mér til happs féll ein sýning niður
og ég fékk plássið með stuttum
fyrirvara, bara rétt fyrir jól. Ég fékk
í raun bara tveggja vikna fyrirvara
til að undirbúa sýninguna. Þetta
var mikið stress á köflum þar sem
ég vann bara stanslaust í 4-5 daga
og stúdíóið varð fullt af myndum. Ég
geri líka alla ramma sjálfur. Mynd-
irnar fóru upp 13. janúar og lakkið
var nánast enn þá að þorna,“ segir
Unnar og hlær.
Sýningin Slyngir hringir stendur
yfir á Mokka-kaffi út febrúar. Hægt
er að fræðast meira um verk Unnars,
hafa samband við listamanninn og
óska eftir leiðsögn um sýninguna, á
unnarari.com.
steingerdur@frettabladid.is
ÉG ER MEÐ AÐRA
SÝNINGU Í HANNESAR-
HOLTI Í APRÍL, ÞANNIG AÐ ÉG
HEF VERIÐ DUGLEGUR AÐ
HALDA MÉR UPPTEKNUM OG
SKAPA MÉR VERKEFNI. EN Á
SAMA TÍMA VERÐUR MAÐUR
PÍNU KLIKKAÐUR AÐ VERA
SVONA MIKIÐ EINN Í STÚDÍÓ-
INU.
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Ögraði sjálfum sér
með einfaldleikanum
Unnar Ari Baldvinsson segist hafa stigið út fyrir þægindarammann
þegar hann vann að nýjustu sýningu sinni, Slyngir hringir, sem
stendur nú yfir á Mokka-kaffi. Hann hafi hingað til málað flóknari
verk en nýtti tímann í kófinu til að prufa nýjar stefnur og stíla.
Í apríl stendur
Unnar fyrir
sýningu á vegg-
skúlptúrum í
Hannesarholti.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Unnar veitir leiðsögn um sýninguna sé eftir því óskað. MYND/AÐSEND
TRYGGÐU ÞÉR ÁSKRIFT
Á DV.IS
VEFÁSKRIFT AÐEINS 1.590 KR.*
VEF- OG PRENTÁSKRIFT AÐEINS 2.990 KR.*
512 7000
WWW.DV.IS/ASKRIFT
ASKRIFT@DV.IS
* verð miðast við mánaðaráskrift, engin binding.
2 0 . J A N Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð