Aðventfréttir - Nov 2017, Page 21

Aðventfréttir - Nov 2017, Page 21
maðurinn skildi sig frá Guði með synd sinni. Þá átti hann ekki lengur rétt á lofti til að anda að sér, sólargeisla, né hinum minnsta matarbita. Ástæðan fyrir því að honum var ekki tortímt var sú að svo elskaði Guð manninn að Hann gaf Son sinn elskaða til að taka á sig hegninguna fyrir synd mannsins. Kristur áformaði að koma í stað mannsins og ganga í ábyrgð fyrir hann svo að maðurinn fyrir yfirgnæfandi náð fengi annað tækifæri, reynslutíma, með fall Adams og Evu til aðvörunar að brjóta ekki gegn lögmáli Guð eins og þau höfðu gert. Og að svo miklu leyti sem maðurinn nýtur blessana Guð, gjöf sólskinsins og gjöf daglegs viðurværis, þá ber manninum að lúta Guði í þakklátri viðurkenningu á að allir hlutir eru frá Guði. Allt sem Honum er gefið tilbaka er einungis eign Hans sem gaf það í fyrstu. Maðurinn braut lögmál Guðs og fyrir Endurlausnarann voru ný fyrirheit gefin á öðrum grundvelli. Allar blessanir verða að koma fyrir atbeina meðalgöngumanns. Allir meðlimir mannkynsins hafa nú verið gefnir Kristi og allt sem við eigum – hvort sem það eru fjármunir, húseignir, landareignir, vitsmunir, gáfur, líkamlegur styrkur – í þessu lífi, og blessanir framtíðarinnar, allt er þetta okkur gefið sem fjársjóður Guðs sem við eigum að nota mannkyni til góðs. Sérhver gjöf hefur stimpil krossins og mynd og yfirskrift Jesú Krists. Allir hlutir koma frá Guði. Allt frá hinum minnstu gæðum upp í hinar stærstu blessanir, allt rennur um hinn eina Farveg – ofurmannlega meðalgöngu sem stökkt er ómetanlegu blóði, ómetanlegu vegna þess að það var líf Guðs í Syni Hans. Það er engin sál sem getur gefið Guði neitt sem er ekki þegar eign Hans. „Frá þér er allt, og af þínu höfum vér fært þér gjöf.“ 1Kro 29.14. Þessu verðum við að halda á lofti hvar sem við förum – að við eigum ekkert, getum ekkert boðið fram sem er einhvers virði, í verki, í trú, sem við höfum ekki fyrst fengið frá Guði. Og Hann getur lagt hönd sína á þetta hvenær sem er og sagt: þetta á ég – -- gjöfum og blessunum og hæfileikum treysti ég ykkur fyrir, ekki til þess að auðga ykkur sjálf, heldur til viturlegrar ávöxtunar heiminum til góðs. Allt er eign Guðs Sköpunin er eign Guðs. Drottinn E I N G Ö N G U F Y R I R N Á Ð Jesús sendi engan frá sér. Jafnvel hinir útskúfuðu og þeir sem litið var niður á nutu umhyggju hans. m y n d : I n t e l l e c t u a l r e s e r v e I n c

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.