Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 3
Sigurmar K. Albertsson, hrl.
Lögmannafrumvarpið
Frumvarp dómsmálaráð-
herra um lögmenn var á
nýjan leik lagt fram nú á
haustþinginu.
Þrátt fyrir gagnrýni lögmanna
og breytingatillögur L.M.F.Í., sem
studdar voru skýrum niðurstöðum
viðhorfskönnunar meðal lög-
manna, og viðræður við ráðherra
hafa varla verið gerðar aðrar breyt-
ingar á frumvarpinu, en að hækka
boðaðan þingfestingaskatt upp í
fjögurhundruð krónur.
Stjórn L.M.F.Í. hefur sent allsherj-
arnefnd Alþingis ítarlega umsögn
um frumvarpið og er þess vænst
að tækifæri gefist til að fylgja henni
eftir með viðræðum við nefndar-
menn.
Eins og áður varða helstu að-
finnsluatriði L.M.F.Í. öflun mál-
flutningsréttinda, eignarhald á lög-
Lögmannafélag íslands
Álftamýri 9, 108 Reykjavík
sími (telephone): 568-5620
bréfsími (telefax): 568-7057
tölvupóstur (E-mail): lmfi@tv.is
Stjórn L.M.F.Í.
Sigurmar K. Albertsson, hrl.,
formaður
Jakob R. Möller, hrl.,
varaformaður
Kristinn Bjarnason, hdl.,
ritarí
Kristín Briem, hrl.,
gjaldkeri
Sigurbjörn Magnússon, hrl.,
meðstjórnandi
Starfsfólk L.M.F.Í.
Marteinn Másson,
framkvæmdastjóri
Hildur Pálmadóttir, ritari
Blaðið er sent öllum félagsmönnum.
Ársáskrift fyrir utanfélagsmenn:
kr. 1.500 + vsk.
Verð pr. tölublað kr. 300 + vsk.
Prentun: Borgarprent h.f.
Umsjón auglýsinga:
Öflun ehf., sími 561-4440
Sigurmar K.
Albertsson, hrl,
formaöur
L.M.F.Í.
mannsstofum, spurninguna um
fyrirkomulag aðildar og síðast en
ekki síst hvar valdið í málefnum
lögmannastéttarinnar á að liggja.
Hvað málflutningsréttindin varð-
ar hefur stjórn L.M.F.Í. eftir sam-
þykktir síðasta aðalfundar átt í
bréfaskiptum og viðræðum bæði
við Hæstarétt og dómsmálaráðu-
neytið um fyrirkomulag við öflun
málflutningsréttinda fyrir Hæsta-
rétti íslands, en núverandi fyrir-
komulag hefur verið sterklega
gagnrýnt og það með réttu. í
stuttu máli hafa bæði Hæstiréttur
og ráðuneytið lýst þeirri skoðun
sinni að breytinga sé þörf, en þrátt
fyrir það hafa ekki verið gerðar
neinar breytingar á frumvarpinu að
þessu leyti. Einu breytingarnar sem
sjást eru þær að dregið er úr kröf-
um sem gerðar eru til þeirra sem
leita eftir málflutningsréttindum
fyrir héraðsdómi, en í frumvarpinu
hafa verið felldar brott kröfur um
tiltekna starfsreynslu.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
hina ríku trúnaðarskyldu sem lög-
menn verða að hafa við skjólstæð-
inga sína og með þá skýru reglu í
huga eru á Norðurlöndum og
raunar víðar lögbundnar takmark-
anir á því hverjir mega eiga og
reka lögmannsstofur. Víðast er
þessi heimild takmörkuð við lög-
menn eina en sums staðar geta
starfsmenn á viðkomandi lög-
mannsstofu átt hlut í þeim. Nokk-
uð hefur borið á þeirri þróun
a.m.k. í Evrópu, að stór endur-
skoðunarfirmu sækja í störf lög-
manna og hafa þau í því skyni
stofnað lögmannsstofur, þar sem
eignarhald er á annarra hendi en
þeirra lögmanna, sem þar vinna.
Gegn þeirri þróun hafa evrópsk
lögmannasamtök barist og L.M.F.Í.
hefur einnig bent á þær hættur
sem fylgja því að lögmaður sé í
þeirri aðstöðu að þurfa að vega
það og meta, hvort hann eigi að
halda trúnað við vinnuveitanda
sinn frekar en skjólstæðinginn. Hér
á landi hefur þegar verið stofnuð
lögmannsstofa sem alfarið er í eign
endurskoðendafirma og nýverið
mátti lesa í Lögbirtingablaðinu aug-
lýsingu um peningasjóð, sem var
að stofna og opna lögmannsstofu.
Einnig hefur heyrst að innan bank-
anna séu hugmyndir um stofnun
lögmannsstofa.
Innan L.M.F.Í. hefur verið um-
ræða um fyrirkomulag aðildar að
félaginu og ljóst að raddir hafa
heyrst um afnám skylduaðildarinn-
ar og núverandi fyrirkomulags. Þó
er jafnljóst að samkvæmt við-
horfskönnuninni eru sjötíu af
hundraði fylgjandi óbreyttu fyrir-
komulagi. Nefnd á vegum félagsins
sem fjallaði um lögmannafrum-
varpið lagði til að tekið skyldi upp
tvöfalt kerfi. Skylduaðild yrði
áfram að félaginu þ.e. þeim þætti
sem lyti að aga- og eftirlitsvaldi svo
og forræði yfir siðareglum. Hins
vegar yrði frjáls aðild að þjónustu-
starfsemi félagsins og fjárhagur
yrði aðskilin. Er þetta í raun ágæt
málamiðlun.
Alvarlegasta stefnubreyting
frumvarpsins frá núverandi fyrir-
komulagi er að gert er ráð fyrir því
að allt forræði í málefnum lög-
manna eigi að færast til ráðherra.
Hér er átt við eftirlit, agavald, for-
ræði yfir siðareglum o.fl., o.fl. Hér
eru miklar breytingar boðaðar og
Lögmannablaðið
3