Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 24
Björn L. Bergsson, hdl.
Dýrahald í Dalabyggð
réttarfarshugleiðing á jólaföstu
Einhverju sinni heyrði ég
að alltaf mætti grípa til
þess, ef menn væru óá-
nægðir með dómsniðurstöðu
Hæstaréttar í málum sínum, að
skrifa bók. Ef tilefnið nægir ekki
í bók mætti þá allt eins skrifa
einhvern greinarstúf. Ekki er
verra í slíkum tilfellum að sitja í
ritstjórn blaðs og eiga þannig
hægt um vik með birtingu.
Málið sem ég ætla að fjalla um er
raunar ekki „mitt“ heldur sam-
starfsmanns míns en sökum ná-
lægðar er skeggið skylt hökunni
hvað skortinn á hlutlægninni snert-
ir. Ekki skemmir heldur að ég hef
lengi haft lúmskt gaman af réttar-
farsspekúlasjónum. Þann 23. októ-
ber sl. kvað Hæstiréttur upp dóm,
í máli nr. 429/1997, sem þjónar
þessari lyndiseinkunn minni bísna
vel og því langar mig að fjalla lítil-
lega um hann. í anda tilgangs Lög-
mannablaðsins lýtur þessi umfjöll-
un ekki fræðilegum leikreglum
heldur miklu fremur að því að
vekja athygli á málinu og álitaefn-
um þess.
Dómurinn heitir fullu nafni: Júlí-
ana Silfá Einarsdóttir gegn um-
hverfisráðherra og fjármálaráð-
herra fyrir hönd ríkissjóðs og Dala-
byggð og ber, eins og áður gat,
númerið 429/1997.
Málavextir í örstuttu lutu að því
að niðjar áfrýjanda, sem orðin er
háöldruð, höfðu staðið í bísna
römmu rifrildi við yfirvöld Dala-
byggðar vegna útigöngu hrossa í
Fremri-Langey á Breiðarfirði að
vetrarlagi. Bújörð þá sem á eyjunni
er á áfrýjandi að 4/5 hlutum en tíu
aðrir afganginn. Niðjarnir leigðu
jörðina. Greindri deilu um hrossa-
haldið lauk með því að sveitastjórn
Dalabyggðar ákvað að banna allt
dýrahald í eyjunni á veturna. Þessa
ákvörðun staðfesti umhverfisráðu-
neytið með úrskurði. Áfrýjandi átti
enga aðild að ágreiningi þessum
né stjórnsýslumálinu. Hún höfðaði
dómsmál til að fá úrskurð um-
hverfisráðherra felldan úr gildi og
ákvörðun Dalabyggðar ógilta þar
sem á sér hefðu verið brotin stjórn-
sýslulög. Með úrskurðinum væru
afnotaréttindi hennar takmörkuð
mjög án þess að henni hefði verið
gefið færi á að gæta hagsmuna
sinna.
Stefndi hún í þeim tilgangi um-
hverfisráðherra, fjármálaráðherra
og Dalabyggð. Stefndu kröfðust
frávísunar og var á það fallist á
báðum dómstigum. Frávísunar-
kröfu sína studdu stefndu við þau
rök að lögbundin samaðild væri
með öllum eigendum jarðarinnar
sbr. 18. gr. einkamálalaga. Stefn-
andi gæti ekki sótt þetta mál ein
aðrir eigendur yrðu að eiga hlut að
málsókninni. Héraðsdómur féllst á
þessa málsástæðu með vísan til 2.
mgr. 18. gr. Hæstiréttur grundvall-
aði sína niðurstöðu hins vegar allt
öðru vísi og eru þær röksemdir
umfjöllunarefnið hér á eftir.
1. Fyrst leysti Hæstiréttur úr því
að Dalabyggð væri réttilega stefnt
sem aðila að stjórnsýslumáli því
sem umhverfisráðherra hefði úr-
skurðað í. Hæstiréttur taldi hins
vegar ráðherrann einungis gegna
hlutverki æðra stjórnvalds í skiln-
ingi 26. gr. stjórnsýslulaga og hefði
hann því enga lögvarða hagsmuni
af úrlausn málsins né væri réttar-
farsnauðsyn að gefa honum kost á
að láta málið til sín taka þar sem
það væri bara höfðað til ógildingar
á úrskurði hans.
Fyrst skal áréttað að á því var
byggt, af hálfu áfrýjanda, að bæði
Dalabyggð og greindur ráðherra
hefðu brotið stjórnsýslulög á
henni. Síðan leyfi ég mér að spyrja
hvort það sé ekki í það minnsta
pínulítið skrýtið að aðili sem sækir
þing í dómsmáli til að verja hend-
ur sínar gegn kröfu sem að honum
er beint, megi ekki gera það. Aðal-
krafa umhverfisráðherra var um
frávísun vegna samaðildarskorts
stefnanda meginn í málinu en
hann gerði enga athugasemd við
aðild sína út af fyrir sig og krafðist
til vara sýknu. Svo má spyrja hvort
engin réttarfarsrök standi til þess
að ráðherra sem borin er þeim
sökum að hafa brotið gegn stjórn-
sýslulögum fái að bera hönd fyrir
höfuð sér. Er það fullnægjandi
vörn fyrir æðra stjórnvaldið að
lægra stjórnvaldið, Dalabyggð í
þessu tilviki, gæti hagsmuna þess í
dómsmáli. Ég þori í það minnsta
ekki að fullyrða að ætíð fari saman
allar málsástæður sveitastjórnar og
ráðherra í málum af þessu tagi.
Ég verð að játa það að niður-
staða Hæstaréttar vefst pínulítið
fyrir mér eins og ofangreindar
spurningar benda til. Það má t.d.
líka spyrja hvort það hefði breytt
niðurstöðu málsins ef ráðherrann
hefði staðfest niðurstöðu Dala-
byggðar en grundvallað það á öðr-
um forsendum. Ég held að það
hljóti að valda því að málið horfi
öðru vísi við. Alltént væri það sér-
stakt að ætla lægra setta stjórnvald-
inu að verjast ógildingarkröfu með
rökum annars aðila. Því stjórnvaldi
gæti verið mikill vandi á höndum.
Ef þetta er rétt ályktun af minni
hálfu þá er nærlægt að spyrja hvort
það sé bara þegar ráðherra stað-
festir úrskurði með vísan til for-
sendna sem ekki þarf að stefna
æðra stjórnvaldinu. Fordæmi það
sem í þessum dómi felst finnst mér
í það minnsta ekki glöggt hvað
24
Lögmannablaðið