Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 10
Benedikt Bogason,
skrifstofustjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu
Frumvarp til dómstólalaga
Hinn 4. nóvember sl.
mælti dómsmálaráð-
herra fyrir frumvarpi til
dómstólalaga á Alþingi. Frum-
varp þetta er nokkuð að um-
fangi, en veg og vanda að samn-
ingu þess haföi réttarfarsnefnd
og einstakir nefndarmenn. Lög-
mannablaðið hefur beðið þann
sem þetta ritar að gera grein
fyrir heistu efnisatriðum frum-
varpsins.
Frumvarpi til dómstólalaga er
ætlað að koma í stað gildandi
reglna um dómstóla og dómendur,
sem einkum er að finna í lögum
um Hæstarétt, nr. 75/1973, og lög-
um um aðskilnað dómsvalds og
umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989-
Með frumvarpinu er stefnt að því
af færa í einn lagabálk ákvæði um
skipan dómstóla í héraði og á
áfrýjunarstigi, skilyrði fyrir veitingu
dómaraembætta, réttindi og skyld-
ur dómara og fleiri atriði, sem
snerta dómstóla.
Frumvarpi til laga um dómstóla
er ætlað að marka lokaáfanga í
heildarendurskoðun réttarfarslaga,
sem staðið hefur nær samfellt frá
árinu 1987. Við þessa endurskoð-
un hafa ný lög verið sett um alla
þætti réttarfars, auk þess sem dóm-
stólaskipun landsins hefur verið
breytt í grundvallaratriðum. I raun
er um að ræða róttækustu breyt-
ingu á lögum um dómstóla og rétt-
arfar allt frá tímum einveldisins.
Samhliða þessari endurskoðun
hefur allur aðbúnaður dómstóla
verið bættur til muna, bæði hús-
næði og tækjakostur.
Meginmarkmiö frum-
varpsins
Við aðskilnað dómsvalds og
framkvæmdavalds í héraði var haf-
ið yfir allan vafa að skipulag dóm-
stóla hér á landi fullnægði kröfum,
Benedikt
Bogason
skrifstofustjóri
sem gera verður til sjálfstæði og
óhlutdrægni dómsvalds. Með frum-
varpi til dómstólalaga er ekki látið
þar við sitja, heldur lagðar til ýms-
ar breytingar, sem miða að því að
tryggja enn frekar sjálfstæði dóm-
stóla.
Við samningu frumvarpsins var
haft að leiðarljósi að ekki er nægi-
legt að þetta sjálfstæði sé tryggt í
raun, heldur verður sjálfstæðið og
trúverðugleikinn, sem því fylgir, að
vera öllum sýnilegur. Hvað það
varðar er mikilvægt að svo verði
búið um hnútana að dómstólar
verði í ríkum mæli sjálfstæðir um
stjórn innri málefna sinna í stað
þess að eiga þau málefni að öllu
leyti undir öðrum þáttum ríkis-
valdsins, sem dómstólar hafa eftir-
lit með.
Til að ná því markmiði að
styrkja sjálfstæði dómsvaldsins eru
lögð til ýmis nýmæli með frum-
varpinu. Af þeim er vafalaust mik-
ilvægast að komið verði á fót
svokölluðu dómstólaráði og óháðri
nefnd um dómarastörf.
Dómstólaráð
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
stjórnsýsla héraðsdómstólanna
verði að verulegu leyti falin sér-
stakri stjórnarnefnd, dómstólaráði.
Lagt er til að í því sitji þrír menn,
þar af tveir kjörnir af héraðsdómur-
um úr þeirra röðum. Dómstólaráði
er ætlað að vera sameiginlegur
málsvari héraðsdómstóla út á við,
hafa eftirlit með starfsemi þeirra og
vera aflvaki að ýmsum breytingum
og nýjungum í starfsháttum.
Þannig er lagt til að dómstólaráð
komi fram gagnvart stjórnvöldum
og öðrum í þágu héraðsdómstól-
anna sameiginlega. Enn fremur er
gert ráð fyrir að dómstólaráð fari
með fjárreiður héraðsdómstólanna
og geri tillögur til dómsmálaráð-
herra um fjárveitingar til þeirra
sameiginlega.
Nefnd um dómarastörf
í frumvarpi til dómstólalaga er
leitast við að styrkja stöðu dóm-
stóla með því að koma í veg fyrir
að sú óheppilega staða skapist að
trúverðugleiki dómara verði al-
mennt dreginn í efa. Ekki leikur
vafi á að strangari kröfúr eru nú
gerðar til dómara að þessu leyti og
þykir ýmis aðstaða ekki samboðin
því að fara með dómsvald. Sam-
kvæmt frumvarpinu verður lagt
bann við því að dómari taki að sér
starf eða eigi hlut í félagi eða at-
vinnufyrirtæki, ef slíkt fær ekki
samrýmst stöðu hans eða leiðir af
sér hættu á að hann geti ekki sinnt
starfi sínu sem skyldi. Er gert ráð
fyrir að stofnuð verði óháð nefnd
um dómarastörf, sem meðal annars
verður falið að setja almennar regl-
ur um réttindi og skyldur dómara í
þessum efnum.
Aukin hagrceðing og skil-
virkni dómstóla
Með frumvarpinu er lagt til
óbreytt það fyrirkomulag að dóm-
stigin verði tvö með sama fjölda
dómara. Einnig er lagt til að hér-
aðsdómstólarnir verði áfram átta
með sömu umdæmaskiptingu. Á
hinn bóginn miðar frumvarpið að
því til hagræðingar að draga úr
skilum milli héraðsdómstóla, svo
10
Lögmannablaðið