Lögmannablaðið - 15.12.1997, Page 6
Af Merði lögmanni
Þegar Mörður kom aftur á skrifstofuna úr
löngu og velheppnuðu sumarfríi beið
hans bréf frá Hjartavernd. Hann átti að
mæta í skoðun. Mörður hafði reyndar haldið að
svona ungir menn lentu ekki í úrtaki, en þá átt-
aði hann sig allt í einu á því að árin, sem voru
liðin frá því að hann kláraði deildina, töldust nú
í mörgum tveggja stafa tölum. Hjá Hjartavernd
var hann látin hátta sig og settur í hvítan slopp.
„Mikið lifandis skelfing verð ég fallegur engill“
hugsaði Mörður, þegar hann horfði á sjálfan sig
íklæddan sloppnum í speglinum. I skoðuninni
kom í ljós að hið Gullna hlið gat verið nær en
hann grunaði. Samkvæmt öllum fræðibókum
læknisfræðinnar átti hann að vera löngu dauður.
Hann virtist vera með of mikið af öllu, blóðfitu,
blóðþrýstingi, líkamsfitu o.s.frv. Mörður var
sendur heim með lista yfir bannaðar fæðuteg-
undir, fyrirmæli um að hreyfa sig meira og að
koma reglulega í skoðun. Næstu daga gerði
Mörður úttekt á lífi sínu. í fyrsta sinn í mörg ár
horfði hann gagnrýnisaugum á spegilmynd sína.
Grábleik bumban flæddi yfir buxnastrenginn
eins og grautur sem var að sjóða upp úr potti.
Hárið var þunnt og lufsulegt, pokar undir aug-
um og andlitið rauðþrútið. Tími gamli hafði
vissulega tekið sinn toll. Mörður áttaði sig á því
að árin höfðu liðið hratt, John Travolta var bú-
inn að eiga „come-back“, sólóferill Gary Glitter
var löngu liðinn undir lok, og það að vera hýr
þýddi ekki lengur bara það að vera glaður og
kátur. Vínrauði leðurfrakkinn sem hann hafði
keypt í Karnabæ um árið og hafði alltaf verið
svo smart í, var allt í einu hallærislegur.
Mörður ákvað að breyta um lífsstíl. Hann
skráði sig í líkamsræktarstúdíóið Stjörnuslátt,
hafði heyrt að þar væru allir alvöru lögmennirn-
ir, þ.e.a.s þeir, sem ekki stunduðu hádegisfót-
bolta. Eftir fyrsta tímann sá Mörður að gamli KR-
búningurinn, sem hafði verið passlegur fyrir 25
kílóum, gekk ekki í nútímalíkamsræktarstúdíói.
Hann fékk sér fjólubláan stælbol og gular glans-
buxur og keypti sér ljósakort. Eftir nokkra mán-
uði var Mörður orðinn sem nýr maður. Brúnn og
stæltur, en þó á svona þroskaðan hátt.
Fatasmekkurinn var orðinn einfaldur og nýi rit-
arinn var farinn að horfa á hann með blik í aug-
um.
Það var þá sem Merði datt auglýsingaherferð-
in í hug. Af hverju ekki að notfæra sér hið nýja
útlit og ná í svolítinn auka „bisness“ út á það?
Hann hafði samband við auglýsingastofuna
„Töff og traustsins verðir" og bað þá um tillögur
að markaðsetningu á Merði lögmanni. Brátt fóru
hugmyndirnar að streyma frá töffurunum. Fyrir
utan nýjan, flottan bréfhaus í fallegum djúpblá-
um lit (kona Marðar sagði reyndar að hann væri
eins og hjá fyrirtæki sem væri að selja ilmvatn),
komu töffararnir með tillögur að tímarita- og
dagblaðsauglýsingum. Merði leist vel á auglýs-
ingu, sem hafði að geyma mynd af honum í fal-
legum smoking með krosslagða fætur, lagasafn í
annarri hendi, en GSM-símann í hinni. Það var
eitthvað „júridískt sexí“ við ímynd hans á mynd-
inni. Von bráðar hófst mikil auglýsingaherferð.
Myndir af honum birtust á veltiskiltum við fjöl-
förnustu gatnamót borgarinnar, á strætisvögn-
um, á auglýsingaspjöldum á Laugardalsvellinum
og í Kaplakrika (aldrei að vita nema það væri
eitthvað að gerast í Hafnarfirðí). Þá var hengdur
borði með áletruninni „Mörður meikar það fyrir
þig“ aftan í litla flugvél, sem flaug yfir miðbæinn
á 17. júní. Það bárust að vísu kvartanir um að
ávarp Fjallkonunnar hefði ekki heyrst fyrir flug-
vélagný, en hvað er kelling í skautbúningin við
hliðina á markaðssetningu á Merði lögmanni.
Svo settist Mörður við símann á skrifstofunni
og beið eftir nýju viðskiptavinunum. Þeir létu á
sér standa. Að vísu komu tveir rónar inn á skrif-
stofuna og kvörtuðu undan því að það væri ver-
ið að mála bekkinn þeirra á Austurvelli og þeim
því meinaður aðgangur að honum (Mörð grun-
aði reyndar að þetta væri nýr sjónvarpsþáttur,
svona sambland af földu myndavélinni og
Spaugstofunni). Tvö hjónaskilnaðarmál komu
inn á skrifstofuna, sem að vísu enduðu með því
að hjónin tóku saman aftur. Það sem Mörður
hins vegar fékk nóg af var háð og spott kolleg-
anna. „Þeir eru bara öfundsjúkir og hugmynda-
snauðir“ hugsaði Mörður um leið og hann velti
fyrir sér hvernig hann ætti að borga reikninginn
frá „Töff og traustsins verðir" fyrir auglýsinga-
herferðina.
6
Lögmannablaðið