Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 15

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 15
þeir sem hafa talið rétti sínum hall- að með veitingu byggingarleyfa, hafa kært leyfisveitingarnar og fengið þær felldar úr gildi af um- hverfisráðherra, hafa orðið að sæta því að hafa eingöngu reikning lög- manns síns upp úr krafsinu, þegar sveitarstjórnir breyta deiliskipulagi eftir á, til að geta veitt byggingar- leyfi að nýju fyrir óleyfisfram- kvæmdunum. Ákvæði 56. gr. 1. 73/1997 geta haft mjög miklar fjárhagslegar af- leiðingar í för með sér og breytt þeim vinnubrögðum sem hafa ver- ið viðhöfö, að færa skipulag að framkvæmdum sem unnar hafa verið í leyfisleysi. Rökin fyrir breytingum á deiliskipulagi til að „löggilda“ byggingar sem ekki samræmast skipulagi hafa verið þau, að um mikla fjárhagslega hagsmuni sé að ræða fyrir hús- byggjanda og ekki réttlætanlegt að fjarlægja framkvæmdir vegna kostnaðarins. Með framangreindu ákvæði er ætlunin að koma í veg fyrir slík vinnubrögð. Líklegt er að ekki þurfi oft að beita ákvæðinu, þar sem varnaðaráhrif þess hljóta að verða veruleg ef húsbyggjendur verða varir við að því sé beitt í reynd. Verður það vonandi til þess að breyta þeim skilaboðum sem byggjendur hafa fengið hingað til, að best sé að vera fljótur að byggja sem mest í heimildarleysi, þar sem að því meiri fjármunir sem lagðir hafa verið í mannvirkin, því minni líkur á að þau verði fjarlægð. Nýjar reglugerðir Skipulagsreglugerð og bygging- arreglugerð taka skv. bráðabirgða- ákvæði laga nr. 73/1997 gildi um áramót. Drög að reglugerðunum eru á heimasíðu Skipulags ríkisins: http://www.islag.is/ Niðurlag Gera verður ráð fyrir að ný skipulags- og byggingarlög muni verða mjög til bóta fýrir fram- kvæmd skipulags- og byggingar- mála í landinu. Þó má ætla að ágreiningur um framkvæmd lag- anna verði meiri en hingað til, þar sem að í lögunum er að finna ákvæði sem geta verið mjög íþyngjandi, bæði fyrir sveitarstjórn- ir og t. d. húsbyggjendur. Því hljóta lögmenn í auknum mæli að koma að meðferð skipulags- og byggingarmála og er full ástæða til að hvetja þá til að kynna sér ný skipulags- og byggingarlög ræki- lega. Erlendar ráðstefnur og námskeið á næstu mánuðum Upplýsingar hafa borist til skrifstofu L.M.F.Í. um eftirtaldar ráð- stefnur og námskeið á næstu mánuðum: 16.-18. febrúar 1998: Inter- national Wealth Transfer Techniques, haldið í London á vegum International Bar Associ- ation (Section on General Pract- ice) og American Bar Associ- ation (Section of International Law and Practice). 25. febrúar 1998: Personal Injury Major Claims Hand- ling: The Insurance Industry’s Riposte, haldið í London á vegum DYP Confer- ences & Courses (hluti af Lloyd’s of London Press). 15.-20. mars 1998: Energy & Resources Law ‘98, 13. tvíær- ingurinn á vegum International Bar Association (Section on Energy & Natural Resources Law), haldinn I Höföaborg í Suð- ur-Afríku. 10.-16. maí 1998: Human Rights - Their Protection at a National Level, haldið í Belfast á Norður-írlandi, á vegum The British Council/International Seminars. Einnig hafa borist bæklingar frá University of Wisconsin og FrankUn Pierce Law Center um lengri námskeið og fram- haldsnám í lögum í Bandaríkjun- um. Þá er á skrifstofunni bækl- ingur frá Europáische Recht- sakademie Trier, en á vegum akademíunnar er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða og ráðstefna í Evrópurétti, sem haldin eru víðs vegar í Evrópu. Kennt er á einu eða fleirum tungumálum, með eða án túlk- unar. Ljósrit kynningarbæklinga er hægt að fá á skrifstofu L.M.F.Í. Lögmannablaðið 15

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.