Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 8
Lögin frá 1989 eru hins vegar frá- víkjanleg þegar um er að ræða tryggingar stærri fyrirtækja, trygg- ingar flugvéla, sjóvátryggingar og tryggingar í alþjóðlegum flutning- um og viðskiptum. 4.3■ Gerö vátryggingar- samnings 4.3-1- Upplýsingaskylda félags- ins í norskum lögum eru ítarlegar reglur um upplýsingaskyldu félags- ins gagnvart vátryggingartakanum, bæði þegar vátrygging er tekin fyrst og þegar hún er endurnýjuð. Þessar reglur voru ekki i eldri lög- unum og þar með ekki í 1. 20/1954. í þeim er hins vegar langur kafli sem ber yfirskriftina „Rangar upp- lýsingar við samningsgerð" og fjall- ar að mestu um upplýsingaskyldu vátryggðs gagnvart félaginu. Hér hefur orðið breyting á 60 árum. Nú er í fyrirrúmi þörfin fyrir að upplýsa einstaklinginn úti í bæ, hinn vátryggða, um réttaráhrif þess samnings sem hann er að gera. Og skyldan er réttilega lögð á félagið, sem hefur alla sérþekkinguna til staðar og er að selja vátryggingar- vernd. Því ber að gæta þess að all- ar nauðsynlegar upplýsingar kom- ist til skila. 4-3-2. Sönnun fyrir efni vátrygg- ingarinnar Eftir að vátryggingarsamningur er kominn á skal félagið gefa út og afhenda vátr.takanum skjal, sönn- un fyrir tryggingunni, forsikrings- bevis. í því segir að vátr.samningur sé kominn á og vísað í skilmála, sem fylgja. Skjalið sjálft inniheldur nokkrar meginreglur, t.d. um upp- haf ábyrgðar félagsins, fyrirvara um takmörkun ábyrgðar, öryggis- eða varúðarreglur, sem vátrygging- artaki skal hafa í heiðri og frest til að tilkynna vátryggingaratburðinn. Þetta er mjög mikilvægt atriði og getur eytt þeirri óvissu um sönnun sem oft fylgir stofnun vátryggingar- samninga og því miður hefur oft komið sér illa fyrir hinn vátryggða, skv. gildandi íslenskum rétti. 4.4. Vátryggingarsamning- urinn sjálfur Hér eru nýjar reglur um uppsögn samningsins, mun strangari gagn- vart félaginu en skv. fyrri lögum. 4.5. Greiðsla iögjalds Réttarstaða vátryggingartakans batnar mjög. í lögunum er tekið fram berum orðum, að þó iðgjald- ið sé ekki greitt innan umsamins frests, haldist ábyrgð félagsins. Vilji félagið losna undan ábyrgð þarf það að senda aðvörun til vá- tryggingartakans og gefa honum minnst 14 daga frest til að greiða iðgjaldið. I þeirri tilkynningu þarf Amtmannsstíg 1 • 101 Reykjavík Sími 561 3303 8 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.