Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 21

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 21
Bókafréttir Einkaleyfaréttur Fræðimenn, íslenskir, hafa lítt gefið einkaleyfarétti gaum, sem og lögmenn almennt í störfum sínum. Nú er að verða breyting þar á. Fáir hafa látið sig málið varða en flestir þess í stað ákveðið að þessi fræði hljóti að vera allt of snúin. Þótt lögmenn hafi lengi verið sammála um að stéttin þurfi að leita á ný mið, þá grund- vallast sú skoðun á því að allir hinir lögmennirnir eigi að leita á önnur mið þannig að fyrsta per- sóna eintölu geti fiskað betur á gömlu miðunum. En nú er engin afsökun tæk lengur fyrir því að lögmenn tileinki sér ekki einka- leyfaréttinn. Uppúr áramótum er von á bók um einkaleyfarétt eft- ir Jón L. Arnalds, hæstaréttarlög- mann, og Þorgeir Örlygsson, prófessor, sem gefin er út af Bókaútgáfu Orators. Höfundarnir fara óhefðbundna leið í bókinni, þar sem hún er hvoru tveggja „kommentar" um einkaleyfalögin nr. 17/1991 með síðari breyting- um og kennslubók, en fræði- greininni er gerð skil í ítarlegum inngangsþætti bókarinnar. Auk þessa fylgja í bókarlok alls konar lög, reglugerðir og sáttmálar um efnið. Það má því segja að í einni bók sameinist fræðibók, skýring- arrit og handbók. Menn þurfa ekki meira til að verða sérfræð- ingar í einkaleyfarétti. Bók um fasteignakaup Þá er líka í deiglunni bók eftir Viðar Má Matthíasson, prófessor, um fasteignakaup. Það þarf ekki lengi að glugga í dómasafn Hæstaréttar til að sjá að það rit er mikill happafengur fyrir lög- menn, eins algengar og deilur tengdar fasteignakaupum eru. Bókin mun verða bæði yfirgrips- mikil og eins mun verða tekið þar á ýmsu, sem ekki hefur hlot- ið neina umfjöllun meðal ís- lenskra fræðimanna til þessa. Bókin grundvallast öðrum þræði á viðamiklum dómarannsóknum höfundarins, sem gerð voru skil í bók hans Dómar í fasteignakaup- um, sem kom út á síðasta ári. í raun má segja að í fræðiritinu, sem Viðar Már er að gefa út núna, dragi hann ályktanir sínar af dómaframkvæmdinni og skýri þær fræðilega. Með þessa bók sér við hlið ættu menn bæði að vera í stakk búnir til að standa betur að hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga sína, sem í málum af þessu tagi standa, og eins ætti lögmönnum að vera kleift að veita markvissari ráðgjöf til að fyrirbyggja að til ágreinings og málaferla komi. Björn L. Bergsson, hdl. formaður stjórnar Bókaút- gáfu Orators Úr siðareglum L.M.F.Í. 12. gr. Lögmanni, sem hefur tekið að sér verk, er skylt að ljúka því. Þó getur hann sagt sig frá því: - ef hann hefur fengið rangar eða ófullkomnar upp- lýsingar, - ef skjólstæðingur fer ekki að ráðum hans, - ef skjólstæðingur greiðir ekki umsamda tryggingu fyrir útlögðum kostnaði og þóknun, eða lætur ekki í té eðlilega samvinnu eða atbeina við framkvæmd verks, - ef skjólstæðingur fer á bak við lögmann sinn með þau mál, er skjólstæðingur hefur falið honum, - ef atvik að öðru leyti haga svo til, að ekki yrði með sannsýni krafist, að lögmaður héldi verki áfram. Aldrei má þó lögmaður segja sig frá verki, án þess að skjólstæðingur fái svigrúm til að forða réttarspjöll- um og ráða sér annan lögmann. ¥ (c/ofa- oíj a /om ocf 'öf wuinnafýlacfs ofstams sencJa félacfsmönnum, scmislacfs'fálki beina ocf f/ötskfídimi bestu óskh um cfteditecf jót oa facscett komandi áv. Lögmannablaðið 21

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.