Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 9
að koma skýrt fram, að tryggingin
falli niður verði iðgjaldið ekki
greitt innan frestsins.
Þetta er þörf réttarbót frá því
sem var skv. eldri rétti, sjá t.d. 13.
og 14. gr. 1. 20/1954, sem eru vá-
tryggingartakanum ekki hagstæðar
Sum íslensk vátryggingarfélög
hafa notfært sér þetta með því að
senda út áminningar um greiðslu
iðgjalda, jafnvel mánuðum saman,
án þess að minnast á uppsögn vá-
tryggingarsamningsins.
Þegar svo vátr.atburðurinn verð-
ur, feilir félagið vátrygginguna nið-
ur með vísan til 1. mgr. 14. gr. 1.
20/1954. Réttmæti þess hafa dóm-
stólar staðfest sbr. Hrd.1995, bls.
1553, Eysteinn Georgsson gegn
Vátryggingafélagi íslands hf. og
1986, bls. 1121, Marinó Jónsson
gegn Samvinnutryggingum g.t.
5. Samantekt
Ýmislegt fleira mætti tína til.
Staða meðvátryggðs er bætt og í
vátr.skilmálum þarf að koma skýrt
fram hvenær vikið er frá ákvæðum
laganna, þar sem slíkt er heimilt.
í stuttu máli má segja að í þess-
um norsku lögum um vátrygging-
arsamninga hafi staða aðila verið
jöfnuð frá því sem var í eldri lög-
um þar í landi og er enn í þeim ís-
lensku.
Jafnvel má segja, að nú sé aðal-
áherslan lögð á skyldur félagsins,
þar sem skyldur vátryggðs voru
áður mest áberandi. Það er mikil
breyting og hefur þegar haft mikil
áhrif á skýringu og fyllingu vá-
tryggingarsamninga í Noregi.
Óvissuatriði eru nú að meginstefnu
til á ábyrgð félagsins.
6. Ályktun
Það er að mínu áliti mjög brýnt
að hefja nú þegar endurskoðun
laga um vátryggingarsamninga:
Skipa 3-5 manna nefnd sér-
fræðinga úr ýmsum áttum og hraða
verkinu.
Núgildandi lög eru að stofni til
orðin 70 ára gömul og því eðlilega
ekki í takt við þá réttarþróun sem
orðið hefur.
Að stofni til mætti nota norsku
lögin, þau eru vönduð, um setn-
ingu þeirra var sátt milli hags-
munaaðila og þau virðast hafa
gegnt hlutverki sínu ágætlega.
Núgildandi lög eru að
stofni til orðin 70 ára
gömul og því eðlilega ekki
í takt við þá réttarþróun
sem orðið hefur.
7. Lokaorð
Lokaorðin eru ekki mín heldur
eru þau úr athugasemdum er
fylgdu frumvarpi til laga urn vá-
tryggingarsamninga sem urðu 1. nr.
20/1954:
„Vátryggingarfélögin hafa að
jafnaði sett sér almennar reglur um
samningskjör þau, er þau bjóða
viðskiptamönnum sínum, og er
þau að finna í reglugerðum þeirra,
prentuðum vátryggingarskilmálum
og vátryggingarskírteinum. Að
þessum kjörum verða viðskipta-
mennirnir að ganga. Samningsað-
staða félagsins verður þá miklu
betri en aðstaða viðskiptamanns-
ins, og þegar svo háttar, getur ver-
ið hætta á því, að hann verði að
sæta ósanngjörnum kostum. Það
bætir að vísu úr, að vátryggingarfé-
lögin munu oft ekki neyta réttar
síns samkvæmt samningum að
fullu, en það á viðskiptamaðurinn
þá undir lipurð félagsins. Af þess-
um ástæðum getur í þessum samn-
ingum frekar en í mörgum öðrum,
verið þörf á ófrávíkjanlegum
ákvæðum, enda er og kveðið svo á
að allmörg ákvæði frumvarps
þessa skuli vera ófrávíkjanleg, ým-
ist í þágu félagsins eða vátryggðs."
Þetta er viturlega sagt. Og hafi
hætta á að viðskiptavinur ,,sæti
ósanngjörnum kostum" verið mikil
þá, er hún enn meiri nú, því vá-
tryggingar eru miklu algengari hjá
almenningi í dag en árið 1953.
Til að bæta úr er aðeins ein leið,
það er að hefjast handa og setja
nútímaleg lög um vátryggingar-
samninga, nema menn vilji áfram
treysta á „lipurð félagsins“.
Eftirmáli
Nokkrum dögum eftir að þessi
grein var skrifuð vakti Sigmar Ár-
mannsson, lögfrœðingur, fram-
kvœmdastjóri Sambands ís-
lenskra tryggingafélaga, athygli
mína á því, að í lögum um vá-
tryggingastarfsemi nr. 60/1994,
sbr. I, 63/1997, er að finna ýmis
ákvceði, sem eiga efnislega við
nokkuð af því, sem greinin fjallar
um.
Þessi ákvœði eru einkum í VI.
kafla laganna, sem ber fyrirsögn-
ina Uþþlýsingaskylda. Val á lög-
gjöf um vátryggingasamninga.
Einnig má nefna 83. grein lag-
anna, sem fjallar um uþþlýsinga-
skyldu vátryggingamiðlara. Þá er
boðað í lokamálsgrein 22. greinar
laganna, sbr. 7.gr. I. nr. 63/1997, að
sett skidi reglugerð um réttarað-
stoðarvátryggingar (nuvlli ekki
reyna að finna þjálla orð?), til að
tryggja hagsmuni vátrygginga-
taka í ágreiningsmáli við félagið
sjálft.
Þessi ákvœði koma flest inn í
lög um vátryggingastarfsemi
vegna samningsins um Evróþska
efnahagssvœðið og starfsemi er-
lendra vátryggingafélaga á ís-
landi. Sum ákvœðanna eiga frek-
ar heima í lögutn um vátrygg-
ingasamninga. Þarf að huga að
þeirri samrœmingu við endur-
skoðun laga um vátrygginga-
samninga.
Lögmannablaðið
9