Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 14
un, sem fer jöfnum höndum með
skipulags- og byggingarmál. Hlut-
verk stofnunarinnar felst fyrst og
fremst í eftirliti með framkvæmd
laganna, ráðgjöf um skipulags- og
byggingarmál, að fylgjast með
stöðu mála, láta í té umsagnir um
ágreiningsmál, gera tillögur um úr-
lausn mála, stuðla að og annast
rannsóknir og útgáfu upplýsinga
um skipulags- og byggingarmál.
Einnig að fylgjast með og veita
upplýsingar um ferlimál fatlaðra og
framfylgja ákvæðum laga um mat á
umhverfisáhrifum.
Sveitarstjórnir
Eins og áður segir er frumkvæði
skipulagsgerðar og ábyrgð flutt til
sveitarfélaga, en það er samkvæmt
gildandi lögum hjá skipulagsstjórn
ríkisins. Ábyrgð sveitarstjórna er
einnig aukin varðandi útgáfu bygg-
ingarleyfa, en ábyrgð byggingar-
nefnda, sem skv. eldri lögum
höfðu óvenjulega stöðu, skert að
sama skapi. Samkvæmt nýjum
skipulags- og byggingarlögum eru
helstu hlutverk sveitarstjórna að
annast gerð og endurskoðun
svæðis-, aðal- og deiliskipulags-
áætlana. Sveitarstjórnir skipa
byggingarnefndir og skipulags-
nefndir og ráða nefndunum fram-
kvæmdastjóra, byggingarfulltrúa
og skipulagsfulltrúa. Sveitarstjórnir
bera ábyrgð á að framkvæmdir séu
í samræmi við skipulagsáætlanir,
veita byggingar- og framkvæmda-
leyfi og hafa eftirlit með fram-
kvæmdum. I lögunum er einnig
lögð sú skylda á sveitarstjórnir, að
þær láti gera skrár yfir allar jarðir,
lönd og lóðir innan sveitarfélags-
ins, landeignaskrá.
Skipulagsskylda
í 9- gr. skipulags- og byggingar-
laganna nýju er tekið fram að land-
ið sé allt skipulagsskylt. Sam-
kvæmt 16. gr. skal í aðalskipulags-
áætlun fjalla um allt land innan
marka sveitarfélags. Er þarna um
að ræða breytingu frá núgildandi
lögum, þar sem segir að öll sveitar-
félög séu skipulagsskyld og að
gera skuli skipulagsuppdrætti af
þéttbýlisstöðum. Tekið er fram að
í skipulagsáætlunum skuli mörkuð
stefna um landnotkun og þróun
byggðar og sett frarn markmið í
samræmi við heildarmarkmið lag-
anna. Leitað skal sjónarmiða og
tillagna íbúa og annarra sem hags-
muna eiga að gæta um mörkun
stefnu og skipulagsmarkmið. Gerð
skal grein fyrir áhrifum áætlunar-
innar, einstakra markmiða hennar
og ráðgerðra framkvæmda á um-
hverfi, náttúruauðlindir og samfé-
lag. Er með þessu ákvæði 5. mgr.
9. gr. laganna gerð krafa um að
samhliða skipulagsvinnu fari fram
mat á umhverfisáhrifum hennar og
er það nýmæli. í nýju lögunum
eru samkvæmt framangreindu mun
ítarlegri fyrirmæli um gerð og inni-
hald skipulagsáætlana en í gildandi
lögum.
Skipulagsstig
í lögunum eru skilgreind mis-
munandi stig skipulagsáætlana:
Svæðisskipulag, aðalskipulag og
deiliskipulag. Tekið er fram hvað
ber að tilgreina í hvaða áætlunum,
umfram þær almennu kröfur sem
fram koma í fyrrgreindri 9- gr. lag-
anna. Þessi stigsmunur er ekki í
gildandi lögum en hefur verið út-
færður í reglugerð. Þess má geta
sérstaklega að deiliskipulagsskylda
er nú lögfest, þannig að því ósam-
ræmi sem verið hefur á milli nú-
gildandi skipulagslaga og -reglu-
gerðar hefur verið eytt og gert ráð
fyrir að öll byggingarleyfisskyld
mannvirki séu í samræmi við stað-
fest aðalskipulag og samþykkt
deiliskipulag, sbr. 43- gr. laganna.
Deiliskipulagsskyldan á einnig við
um byggingar á lögbýlum, en skv.
núgildandi lögum hefur verið
nægilegt að umsókn um bygging-
arleyfi á lögbýlum fylgi yfirlitsupp-
dráttur. Er það ein breytinganna
sem í lögunum felast, að frá og
með áramótum gilda sömu reglur
um allar sambærilegar fram-
kvæmdir, hvar sem þær eru stað-
settar á landinu.
Framkvœmdaleyfi
í skipulags- og byggingarlögum
nr. 73/1997 kemur fram nýtt hug-
tak, framkvæmdaleyfi. I 27. gr.
segir, að allar framkvæmdir, sem
áhrif hafa á umhverfið og breyta
ásýnd þess, svo sem skógrækt og
landgræðsla eða breyting lands
með jarðvegi eða efnistöku, skuli
vera í samræmi við skipulagsáætl-
anir og úrskurð um mat á umhverf-
isáhrifum þar sem það á við.
Óheimilt sé að hefja slíkar fram-
kvæmdir sem ekki séu háðar bygg-
ingarleyfi skv. lögunum fyrr en að
fengnu leyfi viðkomandi sveitar-
stjórnar. Gert er ráð fyrir að fram-
kvæmdaleyfi falli úr gildi ef fram-
kvæmdir eru ekki hafnar innan tólf
mánaða frá útgáfu þess. Með
ákvæðinu er lögð á sú skylda að
allar framkvæmdir sem koma til
með að breyta ásýnd lands verði í
samræmi við skipulagsáætlanir og
að sveitarstjórn veiti leyfi fyrir
þeim. Er þarna um nýmæli að
ræða þar sem hingað til hafa
hvorki verið gerðar kröfur um að
gerðar séu landnotkunaráætlanir
um framkvæmdir sem ekki eru
byggingarleyfisskyldar, né hafa
slíkar framkvæmdir verið háðar
leyfisveitingu sveitarfélaga. Gera
má ráð fyrir að betra yfirlit fáist yfir
framkvæmdir en verið hefur og að
ákvarðanir um einstakar fram-
kvæmdir verði í betra samræmi við
áætlanir um aðra landnotkun.
Gæti það til dæmis átt við um efn-
istöku, sem víða hefur farið fram
skipulags- og eftirlitslaust.
Úrrœdi vegna brota
I meðförum umhverfisnefndar
Alþingis var bætt inn í frumvarpið
ákvæði um að óheimilt sé að
breyta skipulagi svæðis þar sem
framkvæmt hefur verið í ósamræmi
við skipulag fyrr en hin ólöglega
bygging eða byggingarhluti hefur
verið fjarlægð, jarðrask afmáð eða
starfsemi hætt. Taldi nefndin nauð-
synlegt að slíkt ákvæði væri sett í
lög þar sem dæmin sýndu að
skipulagi hafi oft verið breytt eftir
að mannvirki hafi verið reist. Taldi
nefndin slík vinnubrögð óviðun-
andi og fara gegn anda laganna.
Mörg dæmi eru enda um það, að
14
Lögmannablaðið