Lögmannablaðið - 15.12.1997, Page 28
Ákveðið var að áfrýja dómnum
til Hæstaréttar og var áfrýjunar-
stefna gefin út 8. maí 1995 og út-
búið ágrip málsins. Þingfestingar-
dagur var 21. júní 1995. Greinar-
gerð var ekki lögð fram af hálfu
áfrýjanda þann dag. Málsaðilar
virðast eftir það ekki hafa haft
samband sín á milli fyrr en í lok
október 1995. Ákveðið var að áfrýj-
un málsins yrði haldið áfram og út-
bjó L greinargerð 29. október, sem
hann ætlaði að afhenda hæstarétt-
arritara 30. október. Synjað var um
viðtöku á greinagerðinni þar sem
málið væri fallið niður. Beðið var
um endurupptöku málsins eða
leyfis Hæstaréttar til að áfrýja mál-
inu að nýju. Að mati réttarins
skorti lagaskilyrði til endurupptöku
og var beiðninni því hafnað.
Beiðni um leyfi til endurupptöku
málsins í héraði var einnig hafnað.
Ágreiningur var með málsaðil-
um, S og L, um nokkra þætti máls-
ins, svo sem um það hvenær og
um hvað var rætt í tengslum við
gagnaöflun fyrir áfrýjun. Einnig um
það hver ætti að afla tiltekinna
gagna og fyrir hvaða tíma. L kvaðst
þannig hafa óskað eftir því við S
að hann útvegaði gögn, sem sönn-
uðu að forsendur héraðsdómsins
stæðust ekki í atriðum, er máli
skiptu. Engin gögn hafi borist frá S
og hafi því frestast greinargerðin
fyrir Hæstarétti, sem með réttu
hefði átt að fylgja málsgögnunum
til Hæstaréttar fyrir 21. júní 1995.
Kvaðst L hafa talið S afhuga áfrýj-
un og því ekki aðhafst frekar.
í álitsgerð stjórnar L.M.F.Í. kom
m.a. fram að L hafi tekið að sér að
áfrýja héraðsdóminum til Hæsta-
réttar. Með því hafi hann tekið á
sig þær skyldur málflutningsmanns
að annast nauðsynlega gagnaöflun
eða hafa umsjón með henni, að
annast gerð ágrips og undirbúning
málflutnings. Að mati stjórnarinnar
bar L að sjá til þess að ekki færi
milli mála hvaða gagna skyldi afl-
að, að því marki sem kostur var, og
jafnframt að ekki færi milli mála
hvor þeirra, S eða L, aflaði gagn-
anna. Virtist stjórninni sem L hefði
ekki gætt þessarar skyldu sinnar
eins og gera mætti kröfu til. Eftir
útgáfu áfrýjunarstefnunnar og
gerðar ágripsins og fram að þing-
festingardegi virtist ekki hafa verið
mikið samband milli S og L. Þá
kæmi fram hjá L, í bréfi hans til
stjórnar L.M.F.Í., að þar sem hann
hefði ekki fengið þau gögn frá S,
sem hann taldi sig hafa óskað eftir,
hefði hann. ekki aðhafst frekar i
málinu, þar sem hann taldi S af-
huga áfrýjun málsins. Að mati
stjórnarinnar bar L að hafa frum-
kvæði að því að kanna hug S til
þess hvort halda skyldu málinu
áfram eða láta það falla niður.
Taldi stjórnin ekki sýnt fram á að S
hefði verið afhuga frekari rekstri
málsins. Að mati stjórnarinnar varð
ekki hjá því komist að telja L hafa
vanrækt starfsskyldur sínar með
aðfinnsluverðum hætti.
30 gerdír af
sœtunn sófum!
sœtir sófar
HÚSGAGNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475
Réttur pappír á
réttum stað!
Við sérhæfum okkur í pappír fyrir allar
gerðir skrifstofutækja.
• Geislaprentara; bleksprautu
• Ljósritun í lit og svörtu
• Ljósritunarpappír í 25 litum
• Allar stærðir og gerðir umslaga
Leitið upplýsinga
PAPPÍR TIL PRENTUNAR
Bygggörðum 7 • 170 Seltjamamesi • Sími 561 2141
28
Lögmannablaðið