Lögmannablaðið - 15.12.1997, Page 7

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Page 7
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl. Lög um vátryggingarsamninga - er breytinga þörf? 1. Inngangur - sögulegt yfirlit Gildandi lög á íslandi um vátryggingarsamninga eru nr. 20 frá árinu 1954. Þau byggja algerlega á norrænum lögum um vátrygg- ingarsamninga, lögum sem undirbúin voru með samstarfi Norðurlandanna á þriðja áratug þessarar aldar. Lögin hafa ekki tekið efnislegum breytingum á þessum rúmlega 43 árum sem liðin eru frá setningu þeirra, en tvær greinar þeirra hafa verið felldar brott með öðrum lög- um. 25. gr. laganna var felld brott með skaðabótalögum og 34. grein- in við gildistöku 36. greinar samn- ingalaga. Þá var 3. mgr. 24. greinar breytt með setningu vaxtalaga árið 1987. Laust eftir 1970 komu upp radd- ir á Norðurlöndunum um að tíma- bært væri að endurskoða vátrygg- ingarsamningalögin og voru stofn- aðar nefndir í löndunum árin 1974- 1977 til að annast þá endurskoðun. Áttu nefndirnar sem fyrr að hafa samvinnu um endurskoðunina, en upp úr því samstarfi slitnaði. 2. Ástæöur fyrir endur- skoöun norsku vátrygg- ingarsamningalaganna Miklar breytingar höfðu orðið á vátryggingastarfseminni í Noregi frá því árið 1930, en það ár voru norsku lögin sett. Margar nýjar teg- undir af tryggingum höfðu kornið fram, oft margar saman, pakka- tryggingar, t.d. samsettar fjöl- skyldutryggingar og atvinnurekstr- artryggingar. Hugmyndir um neytendavernd höfðu þróast mikið og reglur gömlu laganna um það efni þóttu varfærnislegar og þröngar. Neyt- Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hrl endur þurftu bæði vernd gegn óréttmætum vátryggingaskilmálum og ekki síður þurfti að tryggja þeim fullnægjandi upplýsingar og ráðleggingar við gerð vátryggingar- samningsins. Þá þóttu einstök ákvæði laganna úrelt, þróunin hafði einfaldlega hlaupið frá þeirn, sem ekki er að undra á rúmum 50 árum. 7 stuttu máli sagt: Nýju lögin hafa þaö markmið að vernda hina vá- tryggðu, ekki félagið. 3■ Ný norsk lög Norska nefndin, sem fjallaði um endurskoðun vátryggingasamn- ingalaganna frá 1930, var sett á laggirnar árið 1974. Knut S. Selmer, prófessor, var formaður nefndar- innar, sem skilaði endanlegu áliti árið 1987. Það leiddi til þess að ný lög um vátryggingarsamninga voru sett hinn 16. júní 1989 og tóku gildi 1. júlí 1990. Lögunum hefur síðan verið breytt þrívegis, aðallega vegna aðildar Noregs að evrópska efnahagssvæðinu. 4. Helstu breytingarfrá eldri norskum lögum um vátryggingarsamninga 4.1. Svið laganna Lögin ná yfir stærra svið en áður, þegar þau tóku aðeins til félaga eða stofnana sem ráku vátrygg- ingastarfsemi. Nú taka þau t.d. einnig til samninga um ein- staklingstryggingar við lífeyris- og eftirlaunasjóði, þegar slíkt á við. Með þessu er átt við að eðli þessara sjóða svipi til vátrygginga- starfsemi. 4.2. Ófrávíkjanleg lög Lögin frá 1989 eru að megin- stefnu ófrávíkjanleg, þar sem lögin frá 1930 voru að mestu leyti frá- víkjanleg, burtséð frá nokkrum meginreglum. Þessi breyting er mjög mikilvæg og endurspeglar þær miklu breyt- ingar sem orðið hafa í neytenda- vernd og lagatúlkun frá 1930 til 1989, sérstaklega um túlkun staðl- aðra samningsákvæða. Gott dæmi um þetta er 1. mgr. greinar 1 - 3 í lögunum frá 1989, sem segir A hluta laganna, um skaðatryggingu, ófrávíkjanlegan. Þannig er óheimilt að gera hlut vá- tryggingartaka eða vátryggðs lakari en lögin kveða á um, t.d. í vátrygg- ingarskilmálum. Félaginu er hins vegar heimilt að veita vátryggingar- taka meiri vernd en lögin kveða á um. í stuttu máli sagt: Nýju lögin hafa það markmið að vernda hina vá- tryggðu, ekki félagið. Til samanburðar er fróðlegt að skoða 1. mgr. 39. gr. vátr.samn- ingal. nr. 20/1954 sem er ófrávíkj- anleg, en er ædað að vernda félag- ið. Fátt sýnir betur muninn á laga- bálkunum tveimur. Lögmannablaðið 1

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.