Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 15.12.1997, Blaðsíða 27
Urskurðir og álitsgerðir stjórnar L.M.F.Í. Störf skiptastjóra - kvörtun ögmaður (L) var skipaður skiptastjóri í þrotabúi fyr- irtækis haustið 1993- Lýst- ar kröfur námu kr. 5.500.000. Eignir búsins á úrskurðardegi voru tvær bifreiðar, sem seldar voru nauðungarsölu. Ágrein- ingur reis um hvert andvirði einnar bifreiðarinnar skyldi renna og var rekið dómsmál í héraði og fyrir Hæstarétti til að fá úr þeim ágreiningi skorið. Niðurstaðan var búinu í hag. Sóknaraðili (S) var einn kröfu- hafa í búinu. Meðan á skiptum stóð benti hann L á að hugsanlega kynnu að vera til verðmæti, sem voru eign fyrirtækisins rétt fyrir gjaldþrotið, að fjárhæð kr. 7.500.000. S taldi L ekki taka nægi- legt tillit til ábendinga sinna og vakti athygli héraðsdómara og síð- ar dómstjóra á hinni meintu van- rækslu L að sinna starfsskyldum sínum. Fór S fram á að skipaður yrði nýr skiptastjóri en ekki var orðið við þeirri kröfu. Skiptum í búinu lauk í september 1995 án þess að nokkuð kæmi af andvirði eigna búsins til skipta meðal kröfu- hafa. S leitaði til stjórnar L.M.F.Í. með umkvartanir sínar, þær sömu og bornar höfðu verið undir héraðs- dóm. í greinargerð sinni til stjórnar L.M.F.Í. vísaði L til skýrslu sinnar til héraðsdóms þar sem rakin eru störf hans sem skiptastjóra, inn- köllun krafna, könnun á eignum og skuldum fyrirtækisins og sölu eigna. Þar var einnig lýst hvaða upplýsingar lágu fyrir um skráða eigendur fyrirtækisins og stjórnar- menn. Einnig var lýst samskiptum hans við S. í skýrslunni lýsti L því yfir að rannsókn hans á gögnum á upplýsingum frá S hefði ekki leitt til neins. í lok skýrslunnar hafði L lýst því yfir að hann væri fús til að veita S, sem kröfuhafa í þrotabú- inu, leyfi til þess að rannsaka þau mál, sem hann teldi þurfa að rann- saka, höfða riftunarmál eða gera annað það, er til hagsbóta horfði fyrir búið og kröfuhafa, á eigin kostnað og ábyrgð. Fram kom að Héraðsdómur Reykjavíkur hafði, lögum samkvæmt, tekið fyrir kvart- anir S á hendur L, en ekki séð ástæðu til að verða við þeim. Einnig hefðu aðrir kröfuhafar í bú- inu ekki heldur sinnt málaumleit- unum S. í áliti stjórnar L.M.F.Í. kemur fram að L sé sakaður um að hafa ekki gætt hagsmuna kröfuhafa nægilega og jafnvel þannig að eignir, sem taldar voru tilheyra hinu gjaldþrota fyrirtæki fyrir upp- kvaðningu gjaldþrotaúrskurðar, voru ekki dregnar undir skiptin, búinu og kröfuhöfum til tjóns. Vís- að er til ákvæða í lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., meðal annars í 19- kafla laganna, þar sem lýst er helstu skyldum, sem á skiptastjóra hvíla við skipta- meðferðina, heimildum hans til ráðstöfunar á hagsmunum búsins o.s.frv. Fram kemur að samkvæmt 122. gr. gjaldþrotaskiptalaga er skiptastjóri einn bær um að ráð- stafa hagsmunum og svara fyrir skyldur þrotabús. Óhjákvæmilegt sé að skiþtastjóri hafi möguleika til að meta í hverju einstöku tilfelli hversu langt eigi að ganga við könnun á hugsanlegum eignum eða fyrri eignum búsins. Ýmis at- riði réðu þar ferðinni, svo sem rift- unarmöguleikar, þeir fjárhagslegu hagsmunir sem um væri að tefla, kostnaður við aðgerðir skiptastjór- ans og fleira. Ef kröfuhafar teldu skiptastjóra ekki sinna skyldum sínum að þessu leyti gætu þeir gert athugasemdir um störf skiptastjór- ans til viðkomandi héraðsdómara. Þá væri einnig að finna heimild í 130. gr. gjaldþrotaskiptalaganna fyrir einstaka kröfuhafa til að halda uppi hagsmunum, sem þrotabúið kynni að njóta eða gæti notið, ef skiptastjóri ákvæði að gera það ekki. Fram hefði komið í málinu að S hafi notið aðstoðar lögmanns þegar í upphafi búskiptanna. Þá kæmi fram í gögnum málsins að sóknaraðili hefði ítrekað leitað til héraðsdómara með umkvartanir sínar útaf störfum varnaraðila, án þess að ástæða þætti til aðgerða af hálfu dómstólsins. Ekki hefðu komið fram neinar skýringar á því hvers vegna S greip ekki til að- gerða samkv. 130. gr. gjaldþrota- skiptalaganna, en til þess hefði hann haft fulla heimild, teldi hann það nauðsynlegt hagsmuna sinna vegna. Stjórn L.M.F.Í mat það svo að S hefði ekki sýnt fram á það með framlögðum gögnum að L hefði í störfum sínum ekki sinnt skyldum sínum sem skiptastjóri. Taldi stjórnin þannig ekki sýnt fram á að L hefði vanrækt starfs- skyldur sínar og þar með brotið gegn góðum lögmannsháttum. Mistök viö áfryjun? í erindi til stjórnar L.M.F.Í. var farið fram á að hún rannsakaði hvort hugsanlegt væri að vegna mistaka, vanþekkingar eða trassa- skapar lögmannsins L eða af öðr- um ástæðum hefði hæstaréttarmáli verið vísað frá og L síðan synjað um endurupptöku þess í héraði. Málavextir voru í stuttu máli þeir að L flutti bótamál fyrir héraðsdómi fyrir S, sem orðið hafði fyrir vinnu- slysi. Hafði S verið metinn til 15% varanlegrar örorku og var gerð krafa um 6,9 milljónir í skaðabætur á hendur vinnuveitanda og trygg- ingafélagi hans. Héraðsdómur sýknaði stefndu af öllum kröfum S. Lögmannablaðið 27

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.