Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 8

Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 8
Magnús Kristinsson LANDS- OG ÞJÓÐARHÆTTIR Magnús Kristinsson lauk MA prófi í ensku og þýsku frá háskólan- um í Leeds. Hann kennir þýsku við Menntaskólann á Akureyri. Viðfangsefni okkar málakenn- ara er ekki einungis málið í þröngum skilningi, þ.e. talað og ritað orð, málfræði og setningar. Við upplýs- um nemendur einnig um venjur og hætti í löndum þeim, þar sem málið er talað. í því efni sem öðru er ef- laust mjög mismunandi hvað við teljum heyra okkar starfi til og í hve ríkum mæli. LANDS- OG ÞJÓÐARHÆTT- IR í fyrirsögninni hér að ofan hugsa ég sem sammerkt þýska orðinu „Landeskunde“ í víðum skilningi, eins og það hugtak er oftast skil- greint af málakennurum í dag. Vegna þess hve LANDS- OG ÞJÓÐARHÆTTIR er óþjált læt ég mér hér eftir nægja að nota orðið ’þjóðarhættir’ þess í stað, en auglýsi jafnframt eftir hentugu íslensku orði sem þýðingu á „Landeskunde". Hugtak þetta er notað hér í mjög víðri merkingu og til glöggvunar má skipta því í smærri merkingarþætti, til dæmis á þessa leið: ÞJÓÐARHÆTTIR Staðreyndir Landslag Loftslag Þjóðfélagsform Saga Stjórnmál Trúmál Hefðir Lífsafkoma Viðbrögð Samskipta venjur Málvenjur Táknmál Klæðaburður Slík skipting hlýtur þó að verða bæði takmörkuð og tilviljanakennd. Sem dæmi hefur mannkynssaga stundum verið kennd í skólum að mestu leyti sem upptalning stað- reynda, en ljóst er þó að hún er ná- tengd því sem hér að ofan er flokkað undir ’staðreyndir’ og ’viðbrögð’. En þar sem mér virðist sem síðar- nefndi flokkurinn sé að jafnaði nán- ast tengdur tungumáli og einnig lík- legur til að skipta mestu máli strax við fyrstu kynni af erlendri þjóð, tel ég að hann sé hinum mikilvægari við málanám byrjenda. Hvenær meinar Kínverji „nei“ þegar hann segir „já“? Sagt hefur verið að Kínverjar séu svo kurteisir að þeir segi aldrei ’nei’. Jafnvel heyrist hið sama um Eng- lendinga. Areiðanlega félli það und- ir alhæfingu og fordóma að taka slík- ar fullyrðingar bókstaflega og bend- ir þetta til að notkun hugtakanna ’já’ og ’nei’ sé ekki alls staðar sú sama. Sé svo, hlýtur það að vera viðfangs- efni kennara viðkomandi tungumáls að reyna að gera nemendum grein fyrir slíkum mismun notkunar í sam- anburði við móðurmálið. Varpa má fram fleiri ámóta spurningum, svo sem þessum: Ef sagt er: „Líttu endilega inn einhvern tímann!“, gæti svarið verið eitthvað á þessa leið: „Þakka þér fyrir, ég geri það ef tækifæri býðst.“ Var nú boðið í raun og veru alvarlega meint, eða var það viðtekin kurteisisvenja? Fyrtist viðkomandi ef ég kem ekki, eða verður hann hvumsa ef ég birtist allt í einu? Hvenær er viðeigandi að segja ’god morgen’, ’god dag’, ’good day’, ’guten Morgen’, ’bon giorno’, ’griiB Gott’, ’good afternoon’, ’góðan dag’, ’see you later’ eða ’Mahlzeit’? Hvað á að segja þegar gengið er til borðs? Eða þegar staðið er upp frá borðum? Kannski alls ekkert — eða skyldi einmitt það vera ókurteisi? Á ég að taka það alvarlega ef ein- hver slær mér gullhamra og segist aldrei hafa kynnst sætari náunga á lífsleiðinni, o.s.frv.? Hvenær á að ávarpa með ’vous’ eða ’Sie’ og hve- nær með ’tu’ eða ’du’, hvenær með Mr/Mrs/Miss... og hvenær með skírnarnafni? Hvað á að segja þegar maður er kynntur eða þarf að kynna einhvern? Öll ofannefnd dæmi falla væntan- lega undir ’málvenjur’ og tilheyra þess vegna augljóslega starfssviði okkar málakennara. Verð ég mér til skammar? í framandi landi er hins vegar ekki síður mikilvægt að átta sig á ýmsum þáttum umgengnisvenja, þótt þær hafi beinlínis ekkert með tungumál að gera. — Hvenær og við hvaða aðstæður má koma í heimsókn og hvenær ekki? — Er tilhlýðilegt að færa gestgjaf- anum eitthvað — og þá hvað? — Á að fara úr skónum þegar gengið er inn í annarra manna hús — eða yrði kennski litið á það skrýtn- um augum? — Er sjálfsögð kurteisi — eða kannski frekasti dónaskapur — að skilja eftir á disknum við lok máltíð- ar? — Um hvað á að tala? Er tilhlýði- legt — eða kannski ókurteisi — að spyrja persónulegra spurninga? Þá gæti skipt máli hvort maður er stadd- ur í Danmörku eða á Englandi, eða þá meðal Maóra, þar sem talið er ærumeiðandi að spyrja fólk að nafni. — Má heimsækja eða bjóða út persónu af gagnstæðu kyni? Eða gæti það e.t.v. orðið tilefni fjand- skapar ættmenna eða vafasams um- tals? 8

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.