Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 22
Bókafréttir „Sádan er der sá meget...“ Haustið 1988 kom út hjá Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar bókin „Sádan er livet“ í samantekt Annelise Kárason og Gurli Doltrup. í henni eru tólf danskar smásögur skrifaðar á árunum 1968-1984, þó flestar eftir 1980. Þetta smásagna- safn er einkum hugsað fyrir unglinga og í lok þess eru spurningar úr efni hverrar sögu og orðskýringar. Þann- ig gefur uppbygging safnsins til kynna að bókin er meðal annars hugsuð sem kennsluefni fyrir fram- haldsskóla. Sögurnar eru hver fyrir sig ágætt lesefni og gefa að vissu leyti gott yfir- lit yfir nokkra helstu smásagnahöf- unda nfunda áratugarins f Dan- mörku. Má þar nefna söguna „Mari- as The“ eftir Ib Lucas. Sagan er einskonar sviðsetning á fyrstu kynn- um feimins ungs manns og einstæðr- ar móður og er út af fyrir sig afþrey- ingarsaga. En vegna nýstárlegrar framsetningar, þar sem sögutíminn er brotinn upp, verður hún mjög myndræn. Enn fremur má nefna söguna „Det forkerte barn“ eftir Bjame Reuter en hún er háðsk og fyndin og gerir grín að nútímafólki. Pannig leggur aðalpersónan meira upp úr veraldlegum gæðum en mannlegum þáttum og þekkir ekki einu sinni eigið barn frá öðru barni. Það er hins vegar engin tilviljun að þessar sögur bera af. Höfundarn- ir eru meðal fremstu rithöfunda Dana og Bjarne Reuter fékk Gullna lárviðarsveiginn árið 1988 sem rit- höfundur ársins í Danmörku, en það eru samtök útgefenda og bóksala sem standa fyrir þessum verðlaun- um. En eins og þessi tvö dæmi sýna eru hér á ferðinni mjög ólíkar sögur. Maður getur spurt hvers vegna þess- ar sögur eru valdar. Ritstjórar safns- ins segjast hafa það að leiðarljósi að blanda saman húmor og alvöru lffs- ins en að okkar mati er það eitt ekki nægilegt markmið með slíku safni. Við söknum heildarsvips og sögu- legs samhengis sem hugsanlega hefði getað birst sem inngangur. Það hefði aukið gildi bókarinnar til muna, a.m.k. sem kennsluefni á framhaldsskólastigi. Þar að auki eru sumar sögumar, að okkar áliti, óþarflega leiðinlegar og ná ekki til ungra lesenda sem þær eru þó ætlaðar. Dæmi um slíkar sög- ur eru „Tænkepause“ eftir Bibi og Franz Berliner, en hún gerist aðal- lega í hugarheimi félagsráðgjafa unglinga og „Det prikker under födderne" eftir Knud Sörensen, sem er fremur dapurleg lýsing á bónda sem viðurkennir ekki raunveruleik- ann í kringum sig. Eins og áður var sagt eru í lok bókarinnar spurningar úr sögunum auk orðskýringa yfir erfið orð. Við nánari athugun kemur í ljós að spurningarnar eru illa fallnar til notkunar í kennslu og virðast vera unnar ómarkvisst. Nútímakennslu- aðferðir byggja meðal annars á skapandi vinnu nemandans en verk- efnin sem fylgja smásögunum bjóða ekki upp á neitt frumkvæði nem- enda. Við teljum að safn sem þetta hefði átt meira erindi f kennslu ef sett hefðu verið fram skýrari markmið í inngangi. Auk þess hefði þurft að vinna verkefnin á markvissari hátt. Michael Dal Steinunn H. Hafstað 22

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.