Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 21

Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 21
Bókafréttir DÖNSKUKENNARAR! LEIÐRÉTTUM RÉTT - NOTUM RO - DANSK SPROGNÆVN: RETSKRIVNINGSORD- BOGEN (RO), (Gyldendal, 1986, 622 bls.) Auðvitað viljum við leiðrétta rétt en til þess þurfum við að kynna okk- ur réttritunarreglur á hverjum tíma. Nú hefur það gerst, í annað sinn síð- an í lok síðustu aldar, að Danir hafa gefið út stafsetningarorðabók. Nýja stafsetningarorðabókin, sem kom út haustið 1986, er eina örugga heimildin fyrir danskri rétt- ritun í dag. Það gekk ekki þrauta- laust að koma bókinni út, því áður en hún leit dagsins ljós, höfðu dag- blöðin haft pata af ýmsum nýjung- um. Málið var blásið upp og danska málnefndin (Dansk Sprognævn) mátti þola hatrammar árásir í blaða- greinum og seinkaði útkomu bókar- innar af þeim sökum. Deilur þessar hlutu fljótt nafnið „Majonæsekrig- en“, því þrátt fyrir að stafsetning u.þ.b. 500 orða hafi breyst, 7000nýj- um orðum hafi verið bætt inn í rit- málið og róttækar breytingar hafi verið gerðar á réttritunarreglum, þá beindist athygli þorra manna helst að örfáum orðum og er það e.t.v. engin tilviljun að frændur okkar Danir deildu um heiti á einhverju matarkyns. Fók gat ekki hugsað sér að leyft yrði að vinsælir réttir; s.s. „roastbeef“, „remoulade“, „pie“, og „mayonnaise“, yrðu einnig staf- settir „rostböf“, „remulade“, „paj“ og „majonæse“. Og núna rúmum 2 árum síðar virðast Danir ekki enn hafa kynnt sér reglurnar nógu vel, ef marka má umræður í blöðum. Deilan fór að mestu fram hjá okk- ur hérna uppi á Islandi og er það miður, því mörgum okkar láðist að gaumgæfa þær breytingar sem urðu samkvæmt nýju reglunum. T.d. fylgdu nýjar málfræðibækur í dönsku, sem gefnar hafa verið út hér á síðastliðnu ári, ekki nýju stafsetn- ingarreglunum. Við skorum því á kennara að út- vega sér og skólanum sínum eintak af bókinni og kynna sér breytta réttritun og sérstaklega nýju regl- urnar sem standa aftast í bókinni. Hér á eftir viljum við nefna nokk- ur dæmi til glöggvunar fyrir lesend- ur. Ein róttækasta nýjungin er val- frelsi í réttritun margra orða. Hversu miklum tíma höfum við t.d. ekki eytt í að leiðrétta orðið „menn- eskerne" í „menneskene“? — Eftir nýju reglunum má skrifa hvort tveggja! Og þetta er ekki eina dæmið um ------------------- ÁSKRIFTARBEIÐNI valfrelsi. Nú má t.d. skrifa hæfte eða hefte, firtiden eða firetiden, checke eða tjekke, bagest eða bagerst, alle eða allé, ide og idé. Lítum þá á töluorðin. Nú er leyfi- legt að skrifa: elleve eða elve, ellevte eða elvte, tredive eða tredve tredivte eða tredvte, hundrede eða hundred. Nokkur dæmi eru um að valfrelsi ríki um tengistaf t.d. mörk(e)blond, stor(e)tá barsel(s)orlov, tid(s) nöd. I nokkrum tökuorðum er valfr- elsi á milli c og k t.d. handicap eða handikap, creme eða krem. Þetta eru einungis örfá dæmi um nýjungar og breytingar en til frekari glöggvunar vísum við í bókina sjálfa. Sérstaklega bendum við á lista yfir orð sem fengið hafa nýja stafsetn- ingu (RO, bls. 497-506) og ekki síð- ur réttritunarreglurnar aftast í bók- inni (RO, bls. 509-614). Höfundar vinna að nýrri dansk- íslenskri orðabók á vegum Bókaút- gáfu ísafoldar. Halldóra Jónsdóttir Ingibjörg Johannesen / Eg gerist hér með áskrifandi að tímaritinu Málfríður Nafn Heimilisfang Póstnúmer Staður Sendist til: Tímaritið Málfríður Pósthólf 8247 128 Reykjavík 21

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.