Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 16
FRÉTTIR FRÉTTIR FRÉTTIR STÍL-fréttir Hér skal í stuttu máli gerð grein fyrir því helsta sem er fram undan hjá stjórn STÍL. 1. Námskeið í sumar fyrir tungu- málakennara. Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir kennara í erlendum tungumál- um 28.-30. ágúst, væntanlega á Akranesi. Gerð prófa í tungumála- kennslu hefur verið ofarlega á baugi í Evrópu og er ætlunin að bjóða fé- lagsmönnum upp á námskeið þar að lútandi undir handleiðslu Dr. Charles Alderson, kennara við há- skólann í Lancaster. Nánari fréttir munu berast gegnum fagfélögin þegar líða tekur á vorið. 2. Samnorrænt námskeið fyrir tungumálakennara í júní 1990 Nú þegar er hafinn undirbúningur að samnorrænu námskeiði sem STÍL hyggst standa fyrir sumarið 1990. Námskeiðið mun standa yfir í 5 daga og verður væntanlega haldið á Akureyri. Efni hefur ekki verið ákveðið en það verður væntanlega gert á sameiginlegum fundi fulltrúa frá norrænu tungumálasamtökun- um. Eitt er víst að margir góðir kennarar koma víðs vegar að frá Evrópu. Slík námskeið eru fastur liður í starfi tungumálasamtakanna á Norðurlöndum. Annað hvert ár eru haldin til skiptis námskeið og ráð- stefnur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt námskeið er haldið hér á landi á vegum STÍL. 3. Húsnæðismál Samtökin hafa komið þeirri ósk á framfæri við menntamálaráðuneyt- ið að þau fái til umráða húsnæði þar sem tímarit og annað, sem tungumálafélögunum berst, liggur frammi. Slík gögn enda gjarnan uppi í hillu eða undir rúmi hjá stjórnar- mönnum. Það vantar ekki að við- mælendur í ráðuneytinu hafi tekið vel undir þessa beiðni en lítið hefur verið um framkvæmdir. Frá Kennaraháskóla íslands ENSKA Námskeið fyrir grunn- og fram- haldsskólakennara. Tími: 11.-24. júní. Farið verður ut- an föstudaginn 9. júní. Staður: Norwich, England. Umsjón: Kristín Guðmundsdóttir. Námskeiðið er haldið í samvinnu við endurmenntun Háskóla Islands og Félag enskukennara. Þátttakend- ur verða 6 grunnskólakennarar og 14 framhaldsskólakennarar. Námskeiðið er ætlað þeim kenn- urum sem hafa ensku sem aðal- kennslugrein og hafa þann undir- búning að þeir geti tekið virkan þátt í störfum námskeiðsins. Á námskeiðinu verður fjallað um nýjar leiðir í tungumálakennslu og unnin verða verkefni sem nýtast munu í starfi. Auk þess verður boðið upp á talþjálfun. Þátttakendur munu búa hjá breskum fjölskyldum. Innifalið í þátttökugjaldi eru skoð- unarferðir o.fl. til að lífga upp á fé- lagslegu hliðina. Grunnskólakennarar fá styrk frá KHÍ sem kemst hátt í það að greiða kennslu- og uppihaldskostnað. Er reiknað með að í hlut hvers komi að greiða 6-8 þúsund krónur. Ferðakostnað þurfa þátttakendur að sjá um sjálfir. Þeir geta sótt um ferðastyrk til Starfsmenntunarsjóðs félaga KÍ innan BK eða Starfs- menntunarsjóðs ríkisins innan BHMR. Einnig er bent á að sveitar- félög veita oft styrki til námsferða erlendis. DANSKA Námskeið fyrir dönskukennara í grunnskóla. Tími: 11.-26. ágúst. Staður: Köge og Kaupmannahöfn. Umsjón: Ásthildur Erlingsdóttir. í sumar verður haldið níunda dönskukennaranámskeiðið á vegum Kennaraháskóla íslands í Dan- mörku. Markmið: Að auka færni þátttak- enda í dönsku og veita þeim innsýn í danskt þjóðlíf og menningu. Að gefa þátttakendum kost á að viða að sér efni og vinna úr því verkefni sem að gagni mætti koma í kennslu. Inntak og skipulag: I kennslu á námskeiðinu verður athyglinni beint að hlustunarskilningi og munnlegri málnotkun, notkun myndbands í dönskukennslu, námsaðgreiningu og einstaklingskennslu ásamt því að leita leiða til að efla frumkvæði og ábyrgð nemenda við skipulagningu eigin náms. Einum degi verður varið í að heimsækja kennslumiðstöð í Kaupmannahöfn. Eins og á fyrri námskeiðum verður lögð megin- áhersla á hagnýta fræðslu fremur en fræðilega og verða unnin verkefni sem kennarar geta nýtt í eigin kennslu. Fyrstu fjóra dagana verður dvalið í bænum Köge á Suður-Sjálandi. Farið verður í skoðunarferð um Sjá- land þann 13. ágúst. Síðan verður farið til Kaupmannahafnar, en þar munu kennarar, ef kostur gefst, búa í nokkra daga á heimilum danskra kennara og heimsækja skóla þeirra. Dagana 21.-26. ágúst munu íslensku þátttakendurnir síðan stunda nám í húsakynnum Kennaraháskólans á Emdrupborg og búa í heimavist skólans 19.-26. ágúst. Kostnaður felst í fargjöldum, gist- ingu, fæði og kennslu. Kennarahá- skóli íslands veitir styrk til nám- skeiðsins. Sótt hefur verið um styrk frá Fondet for dansk-islandsk sam- arbejde og danska menntamála- ráðuneytinu. Auk þess verður sótt um styrk til Sáttmálasjóðs. Ferða- kostnað þurfa þátttakendur að sjá um sjálfir. Þeir geta sótt um ferða- styrk til Starfsmenntunarsjóðs fé- laga KÍ innan BK eða Starfsmenn- tunarsjóðs ríkisins innan BHMR. Einnig er bent á að sveitarfélög veita oft styrki til námsferða erlendis. 16

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.