Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 12
Nemandinn í brennidepli Námskeid á Sundvollen 4.-9. mars 1989 Til að stuðla að auknum sam- skiptum milli málsvæða á Norður- löndum veitti Norræna ráðherra- nefndin fjármagn til að halda nám- skeið fyrir kennara á Norðurlöndum. Nordisk spráksekr- etariat hélt síðan tvö námskeið — að hluta til sameiginleg. Annað námskeiðið var ætlað móðurmálskennurum og þar var fjallað um norrænar bókmenntir á 9. áratugnum. A það námskeið voru skráðir 32 þátttakendur, þar af þrír frá íslandi. Verða því námskeiði væntanlega gerð skil annars staðar. Hitt námskeiðið var ætlað kenn- urum sem kenna Norðurlandamál sem erlend tungumál. Par voru kynntar helstu nýjungar á sviði tungumálakennslu. A það námskeið voru skráðir 30 þátttakendur, þar af níu frá Islandi. Öll svæði innan Norðurlanda áttu fulltrúa í þessum 62 manna hópi nema Alandseyjar. Námskeiðunum var valinn staður á ráðstefnuhóteli í Sundvollen, u.þ.b. 40 km norðvestan við Osló. Aðbúnaður var í einu orði sagt frá- bær. Á þessum stað hefur verið rek- ið gistihús frá 1648 og þótt húsnæði hótelsins sé frá ýmsum tímum hefur tekist mjög vel að samræma nýtt og gamalt. Öll tækni og aðstaða til námskeiðahalds er þarna fyrir hendi, herbergin fyrirtak, maturinn ótrúlegur; þarna er sundlaug og nuddpottur, að ógleymdu diskóteki. Laugardaginn 4. mars kl. 14 voru námskeiðin formlega sett, ef svo má að orði komast. Steen Svava ávarp- aði þingheim fyrir hönd ráðherra- nefndarinnar, Silvi Penne sem einn ábyrgðarmanna fyrir bókmennta- námskeiðinu og Auður Hauksdóttir sem skipuleggjandi námskeiðsins fyrir tungumálakennara. Hér skildu leiðir og verður hér eftir eingöngu fjallað um námskeið tungumála- kennara. Strax að ávörpum loknum hóf fyrsti fyrirlesarinn máls á því sem ÞÝSKA fyrir þig Þýska fyrir þig er kennsluefni sem miðað er við fyrstu áfanga framhaldsskólans. Því tilhEyra lesbók, verkefna- bók, málfræði og orðasafn. Auk þess koma út kennara- leiðbeiningar, glærur og hljóðsnældur. Efnið er unnið af starfshópi þýskukennara og sérstaklega samið handa ís- lenskum nemendum. Það hentar jafnt til bekkjarkennslu og sjálfsnáms. Þýska fyrir þjg _ Málfræði er þegar komin út en annað efni kemur út fyrir upphaf næsta skólaárs. Málfræðin hefur yfirbragð handbókar og hentar í raun með hvaða kennslubók sem er. ( KENNSLUBÓK FRÁ MM - PRÝÐI Á HVERJU PÚLtT^) Mál og menning, Laugavegi 18, sími 24240. 12

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.