Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 19
BÓKAFRÉTTIR RITDÓMUR LITERATURE IN THE LANGUAGE CLASSROOM - A RESOURCE BOOK OF IDEAS AND ACTIVITIES Joanne Collie and Stephen Slater Cambridge University Press 1987 ISBN 0 521 31224 8 Eins og titillinn ber með sér er hér um að ræða kennarahandbók, eina af mörgum ágætum, í ritröðinni Cambridge handbooks for Lan- guage Teachers. Hér er á ferðinni bók sem er eflaust mörgum kær- komin þar sem lítið hefur verið skrif- að um nýjar hugmyndir í kennslu bókmenta. í fyrsta hluta bókarinnar - Aims and Objectives - gera höfundar grein fyrir tilurð bókarinnar sem byggir á aðferðum sem þeir hafa þróað og prófað í eigin kennslu. Þeir rök- styðja mikilvægi bókmennta í kennslu erlendra mála og gera grein fyrir þeim grundvallarhugmyndum sem liggja að baki aðferðunum. Mikil áhersla er lögð á að gera nem- endur að sjálfstæðum njótendum bókmennta og æfingarnar miða að því að þjálfa nemendur í að þróa sín eigin viðbrögð við skáldverkum. Annar hluti bókarinnar - Practical Activities in Outline - inniheldur dæmi um æfingar og verkefni og eru þau í flestum tilfellum tengd vissum bókmenntaverkum til að gera notk- un þeirra ljósari. Fyrst er fjallað um hvernig megi búa nemendur undir lesturinn, virkja áhugann áður en eiginlegur lestur hefst og er mikil áhersla lögð á þennan þátt þar sem ekki er tryggt að ganga megi út frá bókmenntaáhuga sem gefnum hlut. í öðru lagi eru verkefni sem miða að því að halda áhuganum vakandi og lesandanum við efnið. Lögð er áhersla á að nemendur lesi heima að hluta með aðstoð verkefnablaða sem eiga að hjálpa þeim að glöggva sig á efninu og leggja mat á það. Síðan er unnið sameiginlega úr lestr- inum í tíma. Gefin eru fjöldamörg dæmi um verkefnablöð og fjöl- breyttar æfingar sem fela í sér virka þátttöku memenda, bæði munnlega og skriflega. í þriðja lagi eru tekin dæmi um hvernig nota má valda kafla úr skáldverkum sem varpa ljósi á verkið í heild. Hér er fjallað um skrifleg verkefni sem m.a. eru sett upp sem tímaverkefni og nemendur geta unnið að saman. Einnig eru hlustunar- og talæfingar og mjög góðar hugmyndir settar fram um hvernig megi byggja upp umræður í bekk. Öðrum hluta bókarinnar lýk- ur á umfjöllun um æfingar og verk- efni sem leggja má fyrir að yfirferð verks lokinni. Priðji og síðasti hluti bókarinnar ber heitið Working with a complete text og eru þar tekin fyrir heil bók- menntaverk með verkefnum, vinnu- blöðum og nákvæmum útlistunum á framkvæmdinni. Stærri verkin eru Lord of the Flies og Romeo and Jul- iet og auk þeirra smásögur og ljóð. Tveir viðaukar eru í bókinni, ann- ar sem kemur lítillega inn á próf, hinn hefur að geyma lista yfir skáld- verk. Einnig eru ritaskrá og atriða- skrá aftast í bókinni sem auðvelda notkun hennar. Pegar vega skal og meta gagnsemi þessarar bókar fyrir íslenska tungu- málakennara er ljóst að hér er á ferðinni hin ágætasta handbók. Verkefnin eru fjöldamörg og fjöl- breytt, ná til allra færniþátta og hafa verið reynd í kennslu. Inntakslega reyna verkefnin á textaskilning, textamat og málskilning og alls stað- ar er miðað að því að gera nemend- um auðveldara að skilja með því að hjálpa þeim að finna sjálfir svörin og gera þá að þátttakendum í lífi skáld- verksins. Verkefnablöð og beinar tilvísanir í bókmenntaverk gera bók- ina aðgengilega. Pegar spurt er um galla verður lítið um svör. Auðvitað eru verkefnin misjöfn og verður hver kennari að velja og hafna fyrir sig en einmitt vegna þess hve mikið er af verkefnum í bókinni ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þótt bókin sé skrifuð með enskukennara í huga, með dæmum úr enskum og amerískum bókmenntum, eru verk- efni og hugmyndir þess eðlis að auð- velt er að yfirfæra á hvaða tungumál sem er. Þarna er að finna verkefni sem henta frá grunnskólastigi og allt upp á háskólastig og sum hver má einnig nota á annars konar texta en bókmenntatexta. Hér er því um bók að ræða sem óhætt er að mæla með. Auður Torfadóttir 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.