Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 10
Aitor Yraola: Kennslugögn í spænskunámi Aitor Yraola er lektor í spænsku við Háskóla Islands. Þrenns konar kennslugögn hafa birst á Spáni á síðustu árum þar sem stuðst er við kenningar sem höfða til hugmynda og beinnar virkni: Para empezar (1983) Vamos a ver (1984) og Antena 1 (1986). Para empezar (með snældu) hefur að geyma tjáskiptahætti og viður- kennir að hugmyndareynsla úr öðr- um málum, einkum ensku, sé ekki yfirfæranleg á spænsku. Enn fremur er lögð grundvallaráhersla á órjúf- anleg tengsl tungu og menningar, þ.e. áhersla á mikilvægi samhengis. Pessi kennslugögn eru ekki ein- ungis afrakstur kenningasmíði um grundvallaratriði þar sem höfðað er til hugmynda og virkni heldur einnig afrakstur kennslureynslu sem aflað hefur verið meðal útlendinga í spænskunámi við Málaskóla ríkisins í Barcelona. Bókin er sett saman úr sjö meginþáttum sem taldir eru óhjákvæmilegir í tjáskiptum fullorð- inna. Hverjum meginþætti er síðan skipt í tvo hluta til að ná stöðugri stígandi í innihaldinu. Gert er ráð fyrir að í lok hlutanna tveggja eigi nemandinn að geta leyst grunnatriði tjáskipta í heimi hinna fullorðnu og ná þannig svokallaðri „skrimtar- hæfni“ sem dugar til að komast yfir byrjunarörðugleika í bók tvö: ’Esto funciona’. Hver lexía er byggð af þemasviði, stöðumati, greinandi virkni og að lokum málfræðitilvísunum. Fyrsta kennslueining er t.d. sett saman af eftirfarandi einingum: Þemasvið: Persónulegar upplýs- ingar og stýring tjáskipta. Stöðumat: Að hitta einhvern, fyrstu samskipti / á hóteli. Virkni: Að heilsast (þérun og þú- un) / persónulegar upplýsingar; upp- runi, þjóðerni, nafn, starf, heimilis- fang / kurteisisformúlur, að draga að sér athygli, að afsaka sig. Aðgát! : Sagnirnar að vera, lifa/ búa, tala, læra og heita í nútíð fram- söguháttar; að vera + þjóðerni / starf / eiginnafn; að vera + frá + upprunalandi; að búa + á + stað. Hvar? Hvaðan? Hvernig? Stafrófið. Að nota eða nota ekki persónufor- nöfn. Sérhver námseining ásamt mynd- skreytingu og lýsandi teikningum fyrir nemandann er byggð upp af samtölum með áherslu á spænskt talmál og talæfingar, sem flytja má í fullgilt tjáskiptasamhengi. Með hliðaraðferðum og aðleiðsluformi birtast tilvísanir í málfræðispurning- ar á bláum síðum ásamt lýsandi, til- búnum málfræðiskýringum. Kennslubókin býður byrjenda- kennslu í spænsku í formi sjö þema- og virkniþátta: 1. Persónuupplýsingar og tjá- skiptastýring. 2. Tilvísanir í rúmi. 3. Einkenni, eiginleikar og gildi hluta og þjónustu. 4. Að tala um aðra. 5. Tilvísanir í tíma. 6. Hvatatengsl. 7. Hugleiðing og álit. Að mínu áliti er hér um að ræða góða aðlögun hugmynda- og virkni- áherslu að spænskunni og tel ég því að unnt ætti að vera að ná góðum árangri fyrir nemendur sem vilja stíga fyrstu skrefin til virkra tjá- skipta í spænsku. Kennslugögnin hafa mælst afar vel fyrir á Spáni og meðal nemendanna sjálfra hefur hún vakið hrifningu, en of snemmt er að meta væntanlegar viðtökur á öðrum vettvangi. Vamos a ver (með snældu) er einnig byggð á tjáskiptanauðsyn út- lendinga við fyrstu kynni af Spáni. Þar er reýnt að byggja hæfni til að fást við ástand og vandamál þau sem líklegust eru til að mæta útlendingi. Úrlausnarefnin hafa að geyma lág- marksorðaforða sem nauðsynlegur er talinn til að tjáskipti virki. Bókin er byggð upp af níu þema- og stöðueiningum, en hverri þeirra er síðan skipt í tvennt (A og B), samtals 18 lexíur. B-hlutinn gerir ráð fyrir flóknari orðskipunar- og setn- ingafræði og meiri áherslu á hið skrifaða orð. Höfundur gerir ráð fyrir tveimur leiðum eftir kunnáttu nemenda: 1A, 1B, 2A, 2B o.s.frv. eða 1A, 2A, 3A o.s.frv. Einingarnar eru samdar til að höfða til hugmynda. Sérhver eining skiptist í eftirfarandi þætti: 1. Talaðu um sjálfan þig. 2. Talaðu við félaga þinn. 3. Skrifaðu. 4. Málfræðiskýringar. 5. Hljóðupptaka. Kennslubókin gefur ekki aðeins gaum að talþjálfun heldur einnig rit- þjálfun. Hún leggur áherslu á ítar- legar talæfingar og hæfnisþjálfun í samstarfi við aðra nemendur með hjálp hljóðupptöku. Útlit og frá- gangur þessara kennslugagna er síðri en ’Para empezar’, en bæði verkin eru að hluta á ábyrgð sama manns, þar sem Ernesto Martín er jafnframt félagi í Pragma-hópnum í Málaskóla ríkisins í Barcelona. Antena 1 (með snældu) er sett saman af tveimur bókum, textabók og æfingabók, en það er nýjung sem fyrrnefndu verkin hafa ekki upp á að bjóða. Höfundar segja að byggt sé á mörgum kennsluaðferðum, að hvaðeina sé notað sem reynst hafi vel í málakennslu: ítrekunaræfingar, framsetning orðaforða, málfræði- skýringar. Bókin er sett saman af 26 þema- þáttum sem hefjast á kveðjum og 10

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (15.05.1989)
https://timarit.is/issue/412115

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (15.05.1989)

Aðgerðir: