Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.05.1989, Blaðsíða 9
— Má sjást opinberlega með per- sónu af ólíkum kynþætti? — Er leyfilegt að kyssast eða sýna önnur kærleikshót á almannafæri? — Hvernig klæðaburður er til- hlýðilegur — við hvaða tækifæri er t.d. leyfilegt að klæðast stuttbuxum? — Er talinn sóðaskapur að fara í sund án þess að þvo sér áður en farið er í sundfötin — eða er kannski dónaskapur að vera nakinn í sturtu? Kannski er sóðaskapurinn líka fólg- inn í því að fara í laugina án sund- hettu. Hvort verð ég mér til athlægis með því að fara í gufubaðið án sund- fata eða í þeim? — Ef engin sæti eru laus í spor- vagninum — á þá að standa upp fyrir eldri konu — á karlmaður að standa upp fyrir yngri konu — eða þá eldri karlmanni? Eða eru ef til vill allir kostirnir móðgun við jafnréttishug- sjónina? Margs ber að gæta. Tilgangur tungumálanáms er að opna leiðir til framandi þjóða, að skapa skilning en ekki misskilning. Til þess er engu síður mikilvægt að þekkja umgengn- isvenjur en að kunna málvenjur. „Peir eru ekki með mönnum haf- andi!“ Mér er minnisstætt atvik frá þýskukennaranámskeiði í Dresden fyrir áratug. Rætt var um kynþátta- fordóma. Allir viðstaddir gagn- rýndu misrétti eftir kynþáttum, hvort sem um var að ræða gagnvart svertingjum í Suður-Afríku eða Bandaríkjunum eða þá Tyrkjum í Vestur-Evrópu. Nokkrum dögum síðar urðu Sí- gaunar að umræðuefni milli nokk- urra þátttakenda. Sagði þá fólk frá ónefndu landi í Austur-Evrópu: „Þeir eru óalandi og óferjandi og ekki hafandi innan um annað fólk.“ Við þeirri athugasemd, að mál þeirra væru nú kannski ekki alveg ósambærileg við stöðu þeirra minni- hlutahópa sem rætt hafði verið um litlu áður, svaraði einhver stór- hneykslaður: „Nei, það er sko ann- að mál. Hér er það ekki litarháttur- inn sem skiptir máli!“ Löngum hefur fólk hneykslast og ekki viljað umbera þá sem aðra siði hafa en það sjálft. Með öðrum orð- um: Okkur hættir til að sjá aðrar þjóðir í gegnum gleraugu okkar eig- in menningarhefða, að líta á það sem við höfum vanist og alist upp við sem hið eina rétta. Kennsla í erlend- um málum og þjóðarháttum getur áreiðanlega stuðlað að aukinni víð- sýni og umburðarlyndi á þessu sviði. Kennsluhugmyndir Ég tel að kennsla í þjóðarháttum eigi að fylgja kennslu í erlendu tungumáli frá byrjun. Viðfangsefni geta í upphafi verið einfaldar að- stæður daglegs lífs þar sem notkun málsins, framkoma og viðteknar hefðir eru bornar saman við það sem nemendur þekkja úr sínu samfélagi. Þarna geta myndbönd, litskyggnur og poppsöngvar verið til hjálpar, auk ýmiss konar ritaðs máls. Við- fangsefnið er ekki einungis líklegt til að stuðla að áðurnefndum mark- miðum, heldur einnig að auknum áhuga nemenda og að þeir sjái nýjan tilgang með því að læra tungumálið sem lifandi miðil. Þegar lengra er korriið má taka fyrir flóknari viðfangsefni erlenda samfélagsins í samanburði við hið innlenda. Með slíkum samanburði næst ekki eingöngu það markmið að kynnast hinu erlenda samfélagi, heldur ekki síður að sjá sitt eigið samfélag gagnrýnum augum, sem áreiðanlega er ekki síður mikilvægt. Má þá til að mynda taka til meðferð- ar þætti eins og uppeldis- og fræðslu- mál, mismunandi stöðu kynjanna, hlutverk fjölskyldunnar og hjóna- bandsins, vald foreldra, kynslóða- mismun, sambýli ólíkra kynþátta og stöðu minnihlutahópa, stjórnmál, trúmál, umhverfismál o.m.fl. Allt þetta hlýtur að tengjast sögulegum hefðum viðkomandi samfélags. Á íslandi hættir ungu fólki oft til að finnast ýmislegt, svo sem kyn- þáttavandamál, eitthvað sem er bara til í útlöndum. Með smáhjálp stendur þó yfirleitt ekki á dæmum úr eigin reynsluheimi, sem a.m.k. benda til að við Islendingar séum þarna engu betri en aðrir, þótt smæð samfélagsins verði oft til þess að vandamálin birtast í öðru ljósi. Til þess að fólk af ólíkum uppruna sem hefur ólíkar venjur geti búið saman í friði má gera ráð fyrir að hver verði að láta að nokkru af sín- um sérkennum og jafnframt að virða sérkenni annarra. Frumskilyrði þess er að gera sér grein fyrir eigin sér- kennum. Þar erum við málakennar- ar í aðstöðu til að leggja fram okkar skerf. Við hér í SÖGUBÚÐINNI, Laufásvegi 2 í Reykjavík, viljum vekja athygli á að við höfum í auknum mæli séð um að hafa á lager þær erlendu kennslubækur sem notaðar eru í framhaldsskólum landsins. Við bjóðum þér að líta inn hjá okkur til skrafs og ráðagerða um innkaup á bókum sem henta þinni kennslu. Þá viljum við vekja athygli þína á að við höfum lagt áherslu á að hafa gott úrval af þýskum bókum í versluninni, auk þes sem við sérpöntum ýmsar bækur fyrir einstaklinga og skóla. Slíkar pantanir eru yfirleitt innan við 14 daga á leiðinni. Sögubúðin LAUFÁSVEGI 2, SÍMI 27144 9

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.