Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 6

Málfríður - 15.09.1999, Blaðsíða 6
Viðfangsefni nemenda verða foreldrum sýni- legri og gefur þeim kost á því að styrkja sam- starfið við skólann. 6 hafa aðgang að. Þar geta þeir átt bein samskipti við jafnaldra sína í Noregi eða Svíþjóð. * Krækjur sem vísa beint í síður sem varða áhugamál ungbnga, án þess að þær korni kennsluefninu beint við. * Nemendur læra á miðilinn samtímis því að þeir læra málið. Verkefnin eru samin með tilliti til þess að rnálið opni dyr að miðlinum og miðillinn dyr að málinu. Kennslustofan og heimilið Fjarkennsla eykur möguleika á því að opna kennslustofuna inni á heimilunum, þar sem tölvur eru fyrir hendi. Það eykur það líkur á því að foreldrar verði virkari þátttakendur í námi barna sinna og fylgist betur með því sem fram fer í skólanum. Viðfangsefni nemenda verða foreldrum sýnilegri og gefur þeim kost á því að styrkja samstarfið við skólann. T ilraunakennslan Tilraunakennsla sem hófst í byrj un árs 1999 gefur vísbendingu um það sem vel gengur og það sem lagfæra má og verður hún notuð til þess að gera betur. I haust taka norskunemar bæði í 9. og 10. bekk þátt í tilraunakennslunni og um áramót verður hafist handa við tilraunakennslu í sænsku. Það ber þó að hafa í huga að lif- andi kennsla í tungumáli krefst þess að kennsluefnið og kennsluumhverfið sé í sí- felldri endurskoðun og er námsumhverfi vefsins vænlegt til að svo megi verða. Kostir: * nemendur öðlast bein tengsl við kenn- ara * málið er notað í öllunr samskiptum * tengsl við það sem efst er á baugi * auðvelt að endurskoða og endurnýja námsefnið * nemendur fá hugmyndir og verkefni hver hjá öðrum * nemendur læra á tölvu j afnframt því að þeir vinna með málið * rýfur einagrun * eykur nemendum sjálfstraust * eykur sjálfstæði nemenda * ýtir undir frumkvæði nemenda * hægt er að samnýta efni við nám í öðr- um Norðurlandatungumálum. Gallar: * erfitt að koma við talþjálfun * nemendur sakna þess að sjá ekki kenn- ara og samnemendur * erfitt að ná til þeirra sem dragast aftur úr einhverra hluta vegna * verkefni og rniðill strembinn fyrir slaka nemendur, enn sem komið er. Kostirnir virðast vera fleiri en gallarnir og þeir þess eðlis að á þeim má ráða bót og verður leitað leiða til þess. Fjarkennsla með aðstoð netsins er fyrirkomulag sem, eykur sjálfstæði nemenda í námi og stuðl- ar að því að hver og einn fái verkefni við sitt hæfi. Það er sérlega mikilvægt í námi eins og norsku og sænsku þar sem mál- þroski nemenda er mismikill. Jafnframt eru tengsl nemendanna við viðkomandi málsamfélag missterk og er net-/vef- kennsla því líkleg til þess að viðhalda og/eða endurvekja tengsl við samfélag og menningu Norðmanna og Svía. Þeir sem vinna verkið: Margar hendur hafa lagt hönd á plóginn við að gera vefmn að veruleika - aðilar sem búa yfir margvíslegri sérfræðiþekk- ingu, bæði tæknilegri, kennslufræðilegri og þekkingu á málunum tveim. Vefurinn er samvinnuverkefni í orðsins fýllstu merkingu. Eg held þó að á engan sé hall- að, þegar ég segi að Gry Ek Gunnarsson, kennsluráðgjafi Fræðslumiðstöðvar í norsku, eigi heiðurinn af því hversu vel á veg tilraunaverkefnið er komið, en hún hefur, með góðum stuðningi sérhæfðs starfsfólks Menntanetsins, verið mjög áhugasöm um að verkefnið verði sem best úr garði gert.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.